Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 17:53 Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, gegnir embætti varaforseta mannréttindaráðs S.þ. á næsta ári. Mynd/Utanríkisráðuneytið Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur kosið Ísland til að fara með embætti varaforseta ráðsins. Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Kosningin fór fram á fundi ráðsins í Genf í gær. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, tekur við embætti varaforseta 1. janúar næstkomandi sem fulltrúi Vestur-Evrópu og annarra ríkja (WEOG-hópsins). Auk Haralds verða fastafulltrúi Króatíu ásamt fulltrúum frá Asíu og Suður-Ameríku varaforsetar ráðsins að þessu sinni. Forseti mannréttindaráðsins, Coly Seck, er frá Senegal. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslandi vera sýnt mikið traust með því að vera falið þetta ábyrgðarstarf fyrir hönd Vesturlanda. „Frá því að ég sótti fund mannréttindaráðsins vorið 2016, fyrstur íslenskra ráðherra, höfum við lagt áherslu á að taka virkari þátt í starfi þess á ábyrgan og markvissan hátt. Kjör okkar í ráðið fyrr á árinu felur í sér ákveðna viðurkenningu á því starfi. Sú staðreynd að við njótum stuðnings til að stýra ráðinu er enn frekari viðurkenning á framlagi Íslands,“ segir Guðlaugur Þór. Hlutverk varaforseta ráðsins er að stýra fundum þess og öðrum verkefnum, líkt og jafningarýninni svokölluðu (e. Universal Period Review), í samstarfi við forseta ráðsins hverju sinni. Fastafulltrúi Íslands býst við að þetta hlutverk verði enn mikilvægara á næsta ári vegna yfirstandandi umræðu um endurbætur á ráðinu. „Við höfum lagt áherslu á bætta starfshætti ráðsins með það að markmiði að styrkja starfið í þágu mannréttinda í heiminum. Þessi umræða mun halda áfram undir stjórn nýs forseta ráðsins,“ segir Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands. Ísland var kosið í mannréttindaráðið í sérstökum aukakosningum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðastliðið sumar þegar sæti losnaði við úrsögn Bandaríkjanna úr ráðinu. Ísland tók þátt sem fullgilt aðildarríki í 39. fundarlotu ráðsins í haust þar sem íslensku fulltrúarnir fluttu alls fjórtán ávörp og áttu auk þess aðild að tíu ræðum til viðbótar. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Senegal Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur kosið Ísland til að fara með embætti varaforseta ráðsins. Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Kosningin fór fram á fundi ráðsins í Genf í gær. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, tekur við embætti varaforseta 1. janúar næstkomandi sem fulltrúi Vestur-Evrópu og annarra ríkja (WEOG-hópsins). Auk Haralds verða fastafulltrúi Króatíu ásamt fulltrúum frá Asíu og Suður-Ameríku varaforsetar ráðsins að þessu sinni. Forseti mannréttindaráðsins, Coly Seck, er frá Senegal. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslandi vera sýnt mikið traust með því að vera falið þetta ábyrgðarstarf fyrir hönd Vesturlanda. „Frá því að ég sótti fund mannréttindaráðsins vorið 2016, fyrstur íslenskra ráðherra, höfum við lagt áherslu á að taka virkari þátt í starfi þess á ábyrgan og markvissan hátt. Kjör okkar í ráðið fyrr á árinu felur í sér ákveðna viðurkenningu á því starfi. Sú staðreynd að við njótum stuðnings til að stýra ráðinu er enn frekari viðurkenning á framlagi Íslands,“ segir Guðlaugur Þór. Hlutverk varaforseta ráðsins er að stýra fundum þess og öðrum verkefnum, líkt og jafningarýninni svokölluðu (e. Universal Period Review), í samstarfi við forseta ráðsins hverju sinni. Fastafulltrúi Íslands býst við að þetta hlutverk verði enn mikilvægara á næsta ári vegna yfirstandandi umræðu um endurbætur á ráðinu. „Við höfum lagt áherslu á bætta starfshætti ráðsins með það að markmiði að styrkja starfið í þágu mannréttinda í heiminum. Þessi umræða mun halda áfram undir stjórn nýs forseta ráðsins,“ segir Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands. Ísland var kosið í mannréttindaráðið í sérstökum aukakosningum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðastliðið sumar þegar sæti losnaði við úrsögn Bandaríkjanna úr ráðinu. Ísland tók þátt sem fullgilt aðildarríki í 39. fundarlotu ráðsins í haust þar sem íslensku fulltrúarnir fluttu alls fjórtán ávörp og áttu auk þess aðild að tíu ræðum til viðbótar.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Senegal Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira