Ísland kosið varaforseti mannréttindaráðs SÞ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 17:53 Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, gegnir embætti varaforseta mannréttindaráðs S.þ. á næsta ári. Mynd/Utanríkisráðuneytið Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur kosið Ísland til að fara með embætti varaforseta ráðsins. Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Kosningin fór fram á fundi ráðsins í Genf í gær. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, tekur við embætti varaforseta 1. janúar næstkomandi sem fulltrúi Vestur-Evrópu og annarra ríkja (WEOG-hópsins). Auk Haralds verða fastafulltrúi Króatíu ásamt fulltrúum frá Asíu og Suður-Ameríku varaforsetar ráðsins að þessu sinni. Forseti mannréttindaráðsins, Coly Seck, er frá Senegal. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslandi vera sýnt mikið traust með því að vera falið þetta ábyrgðarstarf fyrir hönd Vesturlanda. „Frá því að ég sótti fund mannréttindaráðsins vorið 2016, fyrstur íslenskra ráðherra, höfum við lagt áherslu á að taka virkari þátt í starfi þess á ábyrgan og markvissan hátt. Kjör okkar í ráðið fyrr á árinu felur í sér ákveðna viðurkenningu á því starfi. Sú staðreynd að við njótum stuðnings til að stýra ráðinu er enn frekari viðurkenning á framlagi Íslands,“ segir Guðlaugur Þór. Hlutverk varaforseta ráðsins er að stýra fundum þess og öðrum verkefnum, líkt og jafningarýninni svokölluðu (e. Universal Period Review), í samstarfi við forseta ráðsins hverju sinni. Fastafulltrúi Íslands býst við að þetta hlutverk verði enn mikilvægara á næsta ári vegna yfirstandandi umræðu um endurbætur á ráðinu. „Við höfum lagt áherslu á bætta starfshætti ráðsins með það að markmiði að styrkja starfið í þágu mannréttinda í heiminum. Þessi umræða mun halda áfram undir stjórn nýs forseta ráðsins,“ segir Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands. Ísland var kosið í mannréttindaráðið í sérstökum aukakosningum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðastliðið sumar þegar sæti losnaði við úrsögn Bandaríkjanna úr ráðinu. Ísland tók þátt sem fullgilt aðildarríki í 39. fundarlotu ráðsins í haust þar sem íslensku fulltrúarnir fluttu alls fjórtán ávörp og áttu auk þess aðild að tíu ræðum til viðbótar. Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Senegal Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna hefur kosið Ísland til að fara með embætti varaforseta ráðsins. Fastafulltrúi Íslands stýrir því starfi mannréttindaráðsins á næsta ári með forseta þess. Greint er frá þessu á vef stjórnarráðsins. Kosningin fór fram á fundi ráðsins í Genf í gær. Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands, tekur við embætti varaforseta 1. janúar næstkomandi sem fulltrúi Vestur-Evrópu og annarra ríkja (WEOG-hópsins). Auk Haralds verða fastafulltrúi Króatíu ásamt fulltrúum frá Asíu og Suður-Ameríku varaforsetar ráðsins að þessu sinni. Forseti mannréttindaráðsins, Coly Seck, er frá Senegal. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslandi vera sýnt mikið traust með því að vera falið þetta ábyrgðarstarf fyrir hönd Vesturlanda. „Frá því að ég sótti fund mannréttindaráðsins vorið 2016, fyrstur íslenskra ráðherra, höfum við lagt áherslu á að taka virkari þátt í starfi þess á ábyrgan og markvissan hátt. Kjör okkar í ráðið fyrr á árinu felur í sér ákveðna viðurkenningu á því starfi. Sú staðreynd að við njótum stuðnings til að stýra ráðinu er enn frekari viðurkenning á framlagi Íslands,“ segir Guðlaugur Þór. Hlutverk varaforseta ráðsins er að stýra fundum þess og öðrum verkefnum, líkt og jafningarýninni svokölluðu (e. Universal Period Review), í samstarfi við forseta ráðsins hverju sinni. Fastafulltrúi Íslands býst við að þetta hlutverk verði enn mikilvægara á næsta ári vegna yfirstandandi umræðu um endurbætur á ráðinu. „Við höfum lagt áherslu á bætta starfshætti ráðsins með það að markmiði að styrkja starfið í þágu mannréttinda í heiminum. Þessi umræða mun halda áfram undir stjórn nýs forseta ráðsins,“ segir Harald Aspelund, fastafulltrúi Íslands. Ísland var kosið í mannréttindaráðið í sérstökum aukakosningum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna síðastliðið sumar þegar sæti losnaði við úrsögn Bandaríkjanna úr ráðinu. Ísland tók þátt sem fullgilt aðildarríki í 39. fundarlotu ráðsins í haust þar sem íslensku fulltrúarnir fluttu alls fjórtán ávörp og áttu auk þess aðild að tíu ræðum til viðbótar.
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Senegal Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira