Miðflokksmenn á Suðurlandi lýsa yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2018 13:03 Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Er það krafa grasrótarinnar að hann leiði flokkinn áfram. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu, en stjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi. Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu.Sagði nauðsynlegt að bregðast við Einar G Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag að málið væri skelfilegt og hið ömurlegasta og að flokkurinn yrði að bregðast við málinu með einhverjum hætti.Einar G Harðarson er formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Sama dag sögðust þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi vona að þingflokkur flokksins kæmist að „ásættanlegri niðurstöðu“ fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur þann 20. nóvember. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið,“ sagði í yfirlýsingu þeirra Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margrétar Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasar Ellerts Tómassonar í Árborg. Síðar sama dag var tilkynnt að þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason myndu taka sér leyfi frá þingmennsku um ótiltekinn tíma.Ásættanleg niðurstaða Í ályktun stjórnar Miðflokksfélags Suðurkjördæmi segir að samþykkt hafi verið að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi segir Hallfríður að hún telji þá niðurstöðu að Gunnar Bragi og Bergþór víki vera ásættanlega og tekur hún undir ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis frá í gær. Ekki hefur náðst í þau Margréti og Tómas Ellert. Stjórn Miðflokksfélags Suðurlands skipa þau Einar G Harðarson formaður, Sigrún Bates varaformaður, Óskar H Þórmundsson, Sverrir Ómar Victorsson, Margrét Jónsdóttir, Baldur Róbertsson og G Svana Sigurjónsdóttir.Að neðan má lesa yfirlýsingu Miðflokksfélags Suðurkjördæmis í heild sinni:Á stjórnarfundi Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, haldinn 3. desember 2018, var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Sæmundur Jón Jónsson ætti sæti í stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis. Ábending barst fréttastofu um að Baldur Róbertsson hafi tekið sæti Sæmundar Jóns á síðasta aðalfundi félagsins. Alþingi Árborg Grindavík Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis hefur lýst yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann flokksins. Er það krafa grasrótarinnar að hann leiði flokkinn áfram. Þetta kemur fram í ályktun frá félaginu, en stjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi. Mikill styr hefur staðið um þingflokk Miðflokksins í kjölfar frétta fjölmiðla sem unnar voru upp úr Klaustursupptökunum svokölluðu.Sagði nauðsynlegt að bregðast við Einar G Harðarson, formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, sagði í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag að málið væri skelfilegt og hið ömurlegasta og að flokkurinn yrði að bregðast við málinu með einhverjum hætti.Einar G Harðarson er formaður Miðflokksfélags Suðurkjördæmis.Sama dag sögðust þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi vona að þingflokkur flokksins kæmist að „ásættanlegri niðurstöðu“ fyrir almenning varðandi áframhaldandi þingmennsku þeirra þingmanna sem létu niðrandi ummæli falla um samborgara sína og samstarfsfólk á Klaustur þann 20. nóvember. „Að öðrum kosti óskum við eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið,“ sagði í yfirlýsingu þeirra Hallfríðar G. Hólmgrímsdóttur, bæjarfulltrúa í Grindavík, Margrétar Þórarinsdóttur í Reykjanesbæ og Tómasar Ellerts Tómassonar í Árborg. Síðar sama dag var tilkynnt að þingmennirnir Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason myndu taka sér leyfi frá þingmennsku um ótiltekinn tíma.Ásættanleg niðurstaða Í ályktun stjórnar Miðflokksfélags Suðurkjördæmi segir að samþykkt hafi verið að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. „Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf,“ segir í yfirlýsingunni. Í samtali við Vísi segir Hallfríður að hún telji þá niðurstöðu að Gunnar Bragi og Bergþór víki vera ásættanlega og tekur hún undir ályktun Miðflokksfélags Suðurkjördæmis frá í gær. Ekki hefur náðst í þau Margréti og Tómas Ellert. Stjórn Miðflokksfélags Suðurlands skipa þau Einar G Harðarson formaður, Sigrún Bates varaformaður, Óskar H Þórmundsson, Sverrir Ómar Victorsson, Margrét Jónsdóttir, Baldur Róbertsson og G Svana Sigurjónsdóttir.Að neðan má lesa yfirlýsingu Miðflokksfélags Suðurkjördæmis í heild sinni:Á stjórnarfundi Miðflokksfélags Suðurkjördæmis, haldinn 3. desember 2018, var samþykkt að lýsa yfir fullum stuðningi við formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Krafa grasrótarinnar er um að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leiði áfram það öfluga starf sem hann hóf.Uppfært: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Sæmundur Jón Jónsson ætti sæti í stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis. Ábending barst fréttastofu um að Baldur Róbertsson hafi tekið sæti Sæmundar Jóns á síðasta aðalfundi félagsins.
Alþingi Árborg Grindavík Reykjanesbær Sveitarstjórnarmál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00 Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Einn krefst viðbragða Miðflokks en annar stendur þétt við bak Sigmundar Viðbrögð formanna kjördæmisfélaga Miðflokksins um landið við Klausturupptökunum eru ólík. 30. nóvember 2018 13:00
Krefjast "ásættanlegrar niðurstöðu“ á þingflokksfundi Miðflokksins Þrír bæjarfulltrúar Miðflokksins á Suðurlandi munu óska eftir flokkráðsfundi þar sem félagar Miðflokksins taka ákvörðun um framhaldið, náist ekki "ásættanleg niðurstaða“ í dag. 30. nóvember 2018 13:44