Á ábyrgð þingmanna að upplýsingar á vef Alþingis séu réttar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 4. desember 2018 10:44 Helgi Bernódusson er skrifstofustjóri Alþingis. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. Starfsmenn gera ekki kröfur um að þingmenn skili inn gögnum sem sýni fram á að þeir hafi lokið þeirri menntun sem þeir segjast hafa gert. Ekki stendur til að breyta þessu, að sögn Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis. „Við erum náttúrulega ekki vinnuveitendur. Við bara tökum þær upplýsingar sem við fáum frá þingmönnum. Við förum ekki í neina rannsóknarvinnu um það. Ef við sjáum augljósar villur þá leiðréttum við þær eða höfum samband við þingmann og spyrjumst nánar fyrir ef okkur finnst ástæða til þess. En við gerum það ekki að sjálfsdáðum eða stöndum í mikilli rannsóknarvinnu. Þetta er meira og minna á þeirra eigin ábyrgð,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í gær.Vísir/VilhelmStendur til að breyta þessu eitthvað? „Við gerum það ekki eftir þetta samtal og við erum ekkert eins og ég segi að elta þetta.“ Skrifstofa Alþingis ritstýrir og samræmir heildarsvip æviágripa, en lengra nær það ekki. „Við höfum ekki sest niður til að rannsaka eitt eða neitt og bregðumst yfirleitt ekkert við beinlínis ábendingum úti í bæ. Við beinum því þá bara til þingmannanna sjálfra.“ Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í gær.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. „Ég veit ekkert um þetta mál formlega. Ég hef heyrt einhverja sögu um þetta en ég veit ekki hvort þetta er satt eða rétt eða rangt. Þetta eru upplýsingar þingmannsins sem hann veitir um sig,“ segir Helgi. „Ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst skrítið þá spyrjum við þingmennina en við erum ekkert að eltast við þetta að öðru leyti það verður bara að beinast að þingmönnunum sjálfum.“Þannig að þið treystið því að þingmenn segi satt og rétt frá í þessu ágripi? „Já við verðum að gera það og eins og ég segi ef það er eitthvað sérstakt þá kannski spyrjum við þá og leitum skýringa á upplýsingum.“ Ekki náðist í Önnu Kolbrúnu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Skrifstofa Alþingis treystir á að þingmenn skili réttum upplýsingum sem rata í æviágrip þingmanna á vef Alþingis. Starfsmenn gera ekki kröfur um að þingmenn skili inn gögnum sem sýni fram á að þeir hafi lokið þeirri menntun sem þeir segjast hafa gert. Ekki stendur til að breyta þessu, að sögn Helga Bernódussonar skrifstofustjóra Alþingis. „Við erum náttúrulega ekki vinnuveitendur. Við bara tökum þær upplýsingar sem við fáum frá þingmönnum. Við förum ekki í neina rannsóknarvinnu um það. Ef við sjáum augljósar villur þá leiðréttum við þær eða höfum samband við þingmann og spyrjumst nánar fyrir ef okkur finnst ástæða til þess. En við gerum það ekki að sjálfsdáðum eða stöndum í mikilli rannsóknarvinnu. Þetta er meira og minna á þeirra eigin ábyrgð,“ segir Helgi í samtali við Vísi.Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í gær.Vísir/VilhelmStendur til að breyta þessu eitthvað? „Við gerum það ekki eftir þetta samtal og við erum ekkert eins og ég segi að elta þetta.“ Skrifstofa Alþingis ritstýrir og samræmir heildarsvip æviágripa, en lengra nær það ekki. „Við höfum ekki sest niður til að rannsaka eitt eða neitt og bregðumst yfirleitt ekkert við beinlínis ábendingum úti í bæ. Við beinum því þá bara til þingmannanna sjálfra.“ Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripinu var breytt í gær.Vinstra megin má sjá æviágripið eins og það leit út þann 17. júni síðastliðinn. Hægra megin má sjá ævigágripið eins og það er í dag. Búið er að taka orðið þroskaþjálfi út á tveimur stöðum. Hægt er að draga stikuna fram og til baka til að bera saman útgáfurnar. „Ég veit ekkert um þetta mál formlega. Ég hef heyrt einhverja sögu um þetta en ég veit ekki hvort þetta er satt eða rétt eða rangt. Þetta eru upplýsingar þingmannsins sem hann veitir um sig,“ segir Helgi. „Ef við sjáum eitthvað sem okkur finnst skrítið þá spyrjum við þingmennina en við erum ekkert að eltast við þetta að öðru leyti það verður bara að beinast að þingmönnunum sjálfum.“Þannig að þið treystið því að þingmenn segi satt og rétt frá í þessu ágripi? „Já við verðum að gera það og eins og ég segi ef það er eitthvað sérstakt þá kannski spyrjum við þá og leitum skýringa á upplýsingum.“ Ekki náðist í Önnu Kolbrúnu við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Tilkynna notkun Önnu Kolbrúnar á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis Þroskaþjálfafélag Íslands hefur tilkynnt notkun Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins, á starfsheitinu þroskaþjálfi til Landlæknis. Í æviágripi hennar á vef Alþingis stóð að hún hafi starfað sem þroskaþjálfi en ágripunu var breytt í dag. Orðið þroskaþjálfi kemur ekki lengur fyrir í ágripinu 3. desember 2018 22:50