Meistara-Ernirnir eru enn á lífi í NFL-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2018 09:30 Carson Wentz leiddi sína menn í Philadelphia Eagles til mikilvægs sigurs í nótt. Vísir/Getty NFL-meistarar Philadelphia Eagles unnu nauðsynlegan sigur í mánudagsleik ameríska fótboltans í nótt og eiga því enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir skelfingarbyrjun á tímabilinu. Philadelphia Eagles vann 28-13 heimasigur á meiðslahrjáðu liði Washington Redskins en þetta var annar sigur meistaranna í röð og sá sjötti á tímabilinu. Þetta er samt í fyrsta sinn í þessari titilvörn sem Ernirnir vinna tvo leiki í röð. Philadelphia Eagles komst fyrir vikið upp fyrir Washington Redskins í Austurriðli Þjóðardeildarinnar. Dallas Cowboys er á toppi hans með einum sigurleik meira en Eagles. Það stefnir í mjög harða baráttu og liðin mætast einmitt í næsta leik.FINAL: The @Eagles win 28-13 on #MNF! #FlyEaglesFly#WASvsPHI (by @Lexus) pic.twitter.com/wUa604ShIA — NFL (@NFL) December 4, 2018Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, átti tvær snertimarkssendingar í leiknum á útherjana Jordan Matthews og Golden Tate auk þess að hlauparinn Darren Sproles skoraði líka eitt snertimark í leiknum. Alex Smith, aðalleikstjórnandi Washington Redskins, fótbrotnaði illa á dögunum og snemma í nótt fótbrotnaði varamaður hans, Colt McCoy, líka. Óheppnin eltir því Redskins liðið í vetur en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Það var því undir Mark Sanchez komið að leiða sóknarleik liðsins en hann er nýkominn til félagsins.All Day. 90 yards. TOUCHDOWN. #HTTR : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/wRckQ3NtUm — NFL (@NFL) December 4, 2018Hlauparinn Adrian Peterson náði að skora 90 jarda snertimark fyrir Washington í upphafi leiks þegar hann kom Redskins í 10-7 en Darren Sproles svaraði með snertimarki í öðrum leikhluta og Carson Wentz landaði síðan sigri fyrir sína menn með snertimarkssendingum í þeim síðari..@DarrenSproles IS BACK! #FlyEaglesFly : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/4yqEofRgxn — NFL (@NFL) December 4, 2018Umrætt snertimark hlauparans Darren Sproles var langþráð en þetta var hans fyrsta síðan 22. desember 2016. Sproles spilaði aðeins þrjá leiki á síðasta tímabili en hann bæði sleit krossband og handleggsbrotnaði þá í sömu sókninni. Tognun aftan í læri hélt Sproles frá fyrstu tólf leikjunum á þessu tímabili en hann snéri aftur í nótt og lét til sína taka í mikilvægum sigri. NFL Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Sjá meira
NFL-meistarar Philadelphia Eagles unnu nauðsynlegan sigur í mánudagsleik ameríska fótboltans í nótt og eiga því enn möguleika á að komast í úrslitakeppnina þrátt fyrir skelfingarbyrjun á tímabilinu. Philadelphia Eagles vann 28-13 heimasigur á meiðslahrjáðu liði Washington Redskins en þetta var annar sigur meistaranna í röð og sá sjötti á tímabilinu. Þetta er samt í fyrsta sinn í þessari titilvörn sem Ernirnir vinna tvo leiki í röð. Philadelphia Eagles komst fyrir vikið upp fyrir Washington Redskins í Austurriðli Þjóðardeildarinnar. Dallas Cowboys er á toppi hans með einum sigurleik meira en Eagles. Það stefnir í mjög harða baráttu og liðin mætast einmitt í næsta leik.FINAL: The @Eagles win 28-13 on #MNF! #FlyEaglesFly#WASvsPHI (by @Lexus) pic.twitter.com/wUa604ShIA — NFL (@NFL) December 4, 2018Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, átti tvær snertimarkssendingar í leiknum á útherjana Jordan Matthews og Golden Tate auk þess að hlauparinn Darren Sproles skoraði líka eitt snertimark í leiknum. Alex Smith, aðalleikstjórnandi Washington Redskins, fótbrotnaði illa á dögunum og snemma í nótt fótbrotnaði varamaður hans, Colt McCoy, líka. Óheppnin eltir því Redskins liðið í vetur en þetta var þriðja tap liðsins í röð. Það var því undir Mark Sanchez komið að leiða sóknarleik liðsins en hann er nýkominn til félagsins.All Day. 90 yards. TOUCHDOWN. #HTTR : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/wRckQ3NtUm — NFL (@NFL) December 4, 2018Hlauparinn Adrian Peterson náði að skora 90 jarda snertimark fyrir Washington í upphafi leiks þegar hann kom Redskins í 10-7 en Darren Sproles svaraði með snertimarki í öðrum leikhluta og Carson Wentz landaði síðan sigri fyrir sína menn með snertimarkssendingum í þeim síðari..@DarrenSproles IS BACK! #FlyEaglesFly : #WASvsPHI on ESPN pic.twitter.com/4yqEofRgxn — NFL (@NFL) December 4, 2018Umrætt snertimark hlauparans Darren Sproles var langþráð en þetta var hans fyrsta síðan 22. desember 2016. Sproles spilaði aðeins þrjá leiki á síðasta tímabili en hann bæði sleit krossband og handleggsbrotnaði þá í sömu sókninni. Tognun aftan í læri hélt Sproles frá fyrstu tólf leikjunum á þessu tímabili en hann snéri aftur í nótt og lét til sína taka í mikilvægum sigri.
NFL Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn