Agndofa yfir lendingu Icelandair-vélar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 23:40 Vélin lenti við afar erfiðar aðstæður. Skjáskot/Youtube Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds. Í myndskeiðinu má heyra myndatökumanninn, eða einhvern sem staddur er nálægt myndavélinni, lýsa lendingu vélarinnar á ansi skrautlegan hátt. Í upphafi myndskeiðsins má heyra lendingarlýsandann tala um að íslenskir flugmenn séu vanir köldum aðstæðum en hann setur spurningarmerki við hvort þeir séu reyndir þegar kemur að lendingum í miklu roki. Því næst heyrist hann benda á að flugvélar annarra flugfélaga hafi þurft fleiri en eina tilraun til þess að lenda, meðal þeirra var vél frá British Airways. Þegar vélin, sem verður auðsjáanlega fyrir miklum áhrifum þess mikla roks sem var á flugvellinum, loks lendir á flugbrautinni með miklum tilþrifum ræður lýsandinn sér varla fyrir hrifningu. „Guð. Minn. Góður. Sáuð þið þetta? Sjáið þetta, sjáið þetta! Jesús! Heitasta helvíti! Þetta var rosalegt!“ Samkvæmt heimildum Vísis var það Snæbjörn Jónsson sem var flugstjóri í þessari vél Icelandair. Gerði hann félagana á Big Jet TV agndofa með lendingu sinni. „Ef það er eitthvað sem við erum virkilega góð í er það nákvæmlega þetta. Við erum oft að kljást við mikinn vind og hliðarvind í Keflavík,“ sagði Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, í samtali við mbl.is fyrr í kvöld. Myndskeið af lendingunni má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira
Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds. Í myndskeiðinu má heyra myndatökumanninn, eða einhvern sem staddur er nálægt myndavélinni, lýsa lendingu vélarinnar á ansi skrautlegan hátt. Í upphafi myndskeiðsins má heyra lendingarlýsandann tala um að íslenskir flugmenn séu vanir köldum aðstæðum en hann setur spurningarmerki við hvort þeir séu reyndir þegar kemur að lendingum í miklu roki. Því næst heyrist hann benda á að flugvélar annarra flugfélaga hafi þurft fleiri en eina tilraun til þess að lenda, meðal þeirra var vél frá British Airways. Þegar vélin, sem verður auðsjáanlega fyrir miklum áhrifum þess mikla roks sem var á flugvellinum, loks lendir á flugbrautinni með miklum tilþrifum ræður lýsandinn sér varla fyrir hrifningu. „Guð. Minn. Góður. Sáuð þið þetta? Sjáið þetta, sjáið þetta! Jesús! Heitasta helvíti! Þetta var rosalegt!“ Samkvæmt heimildum Vísis var það Snæbjörn Jónsson sem var flugstjóri í þessari vél Icelandair. Gerði hann félagana á Big Jet TV agndofa með lendingu sinni. „Ef það er eitthvað sem við erum virkilega góð í er það nákvæmlega þetta. Við erum oft að kljást við mikinn vind og hliðarvind í Keflavík,“ sagði Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, í samtali við mbl.is fyrr í kvöld. Myndskeið af lendingunni má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Fleiri fréttir Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Sjá meira