Agndofa yfir lendingu Icelandair-vélar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. desember 2018 23:40 Vélin lenti við afar erfiðar aðstæður. Skjáskot/Youtube Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds. Í myndskeiðinu má heyra myndatökumanninn, eða einhvern sem staddur er nálægt myndavélinni, lýsa lendingu vélarinnar á ansi skrautlegan hátt. Í upphafi myndskeiðsins má heyra lendingarlýsandann tala um að íslenskir flugmenn séu vanir köldum aðstæðum en hann setur spurningarmerki við hvort þeir séu reyndir þegar kemur að lendingum í miklu roki. Því næst heyrist hann benda á að flugvélar annarra flugfélaga hafi þurft fleiri en eina tilraun til þess að lenda, meðal þeirra var vél frá British Airways. Þegar vélin, sem verður auðsjáanlega fyrir miklum áhrifum þess mikla roks sem var á flugvellinum, loks lendir á flugbrautinni með miklum tilþrifum ræður lýsandinn sér varla fyrir hrifningu. „Guð. Minn. Góður. Sáuð þið þetta? Sjáið þetta, sjáið þetta! Jesús! Heitasta helvíti! Þetta var rosalegt!“ Samkvæmt heimildum Vísis var það Snæbjörn Jónsson sem var flugstjóri í þessari vél Icelandair. Gerði hann félagana á Big Jet TV agndofa með lendingu sinni. „Ef það er eitthvað sem við erum virkilega góð í er það nákvæmlega þetta. Við erum oft að kljást við mikinn vind og hliðarvind í Keflavík,“ sagði Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, í samtali við mbl.is fyrr í kvöld. Myndskeið af lendingunni má sjá hér að neðan. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Heldur athyglisvert myndband af lendingu Icelandair-vélar af gerðinni Boeing 767 birtist á YouTube í gær. Um er að ræða myndband af því þegar vél íslenska flugfélagsins lendir á Heathrow-flugvelli í London fimmtudaginn 29. nóvember við aðstæður sem verða að teljast gríðarlega erfiðar sökum vinds. Í myndskeiðinu má heyra myndatökumanninn, eða einhvern sem staddur er nálægt myndavélinni, lýsa lendingu vélarinnar á ansi skrautlegan hátt. Í upphafi myndskeiðsins má heyra lendingarlýsandann tala um að íslenskir flugmenn séu vanir köldum aðstæðum en hann setur spurningarmerki við hvort þeir séu reyndir þegar kemur að lendingum í miklu roki. Því næst heyrist hann benda á að flugvélar annarra flugfélaga hafi þurft fleiri en eina tilraun til þess að lenda, meðal þeirra var vél frá British Airways. Þegar vélin, sem verður auðsjáanlega fyrir miklum áhrifum þess mikla roks sem var á flugvellinum, loks lendir á flugbrautinni með miklum tilþrifum ræður lýsandinn sér varla fyrir hrifningu. „Guð. Minn. Góður. Sáuð þið þetta? Sjáið þetta, sjáið þetta! Jesús! Heitasta helvíti! Þetta var rosalegt!“ Samkvæmt heimildum Vísis var það Snæbjörn Jónsson sem var flugstjóri í þessari vél Icelandair. Gerði hann félagana á Big Jet TV agndofa með lendingu sinni. „Ef það er eitthvað sem við erum virkilega góð í er það nákvæmlega þetta. Við erum oft að kljást við mikinn vind og hliðarvind í Keflavík,“ sagði Linda Gunnarsdóttir, yfirflugstjóri hjá Icelandair, í samtali við mbl.is fyrr í kvöld. Myndskeið af lendingunni má sjá hér að neðan.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira