„Réttlæti“ samkvæmt VG Bolli Héðinsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Fyrir réttu ári sagði formaður Vinstri grænna í ræðu á Alþingi að það væru aðilar í samfélaginu sem gætu ekki beðið eftir réttlæti. Þjóðin hélt að hér væri átt við okkar allra minnstu bræður sem hefðu úr litlu að spila vegna örorku eða elli. Nú hefur komið á daginn að það var tómur misskilningur, þetta voru útgerðarmenn sem átt var við. Það voru útgerðarmenn sem gátu ekki beðið eftir „réttlætinu“ sem VG hefur nú í tvígang reynt að framfylgja. Fyrst voru þau gerð afturreka í vor en nú skal „réttlætinu“ fullnægt. Sama er upp á teningnum með formann atvinnuveganefndar Alþingis, þingmann VG. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur etja þingmanninum í foraðið fyrir lækkun veiðileyfagjalda en halda sig sjálfir til hlés. Þessi þingmaður hélt fram nánast öllu hinu gagnstæða um veiðileyfagjöld í þingræðu fyrir fáeinum árum þegar staða sjávarútvegs var svipuð og hún er nú. Þá taldi þingmaðurinn að útgerðin væri aflögufær, þessi sami þingmaður og nú berst um á hæla og hnakka að fá gjöldin lækkuð.Byggðastefnu hafnað Fyrir okkur, dauðlegt fólk, er óskiljanlegt hvernig að því er virðast dagfarsprúðir einstaklingar verða sem umskiptingar við það að komast í valdastólana. Ótvíræðar yfirlýsingar þeirra sjálfra frá fyrri tíma virðast ekki skipta þetta fólk neinu máli þegar hagsmunir útgerðarinnar eru annars vegar. Við umræður á Alþingi kom fram tillaga um að örlitlum hluta kvótans yrði úthlutað þannig að andvirði hans gæti gengið til byggða sem ættu í vök að verjast. Þessa tillögu gat VG ekki sætt sig við þrátt fyrir sambærilegar tillögur í stefnuskrá þeirra en sem kunnugt er höfnuðu þeir að framfylgja eigin stefnumálum þegar þeim stóð það til boða í ríkisstjórninni með Samfylkingunni. En hvers vegna er alltaf verið að agnúast út í VG en ekki hina flokkana? Ástæðan er einföld. Fyrir kosningar er VG úlfur í sauðargæru en bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru einfaldlega úlfar í úlfagærum og hafa aldrei dulið auðsveipni sína gagnvart útgerðinni í landinu.Höfundur er hagfræðinguir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Bolli Héðinsson Skipulag Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrir réttu ári sagði formaður Vinstri grænna í ræðu á Alþingi að það væru aðilar í samfélaginu sem gætu ekki beðið eftir réttlæti. Þjóðin hélt að hér væri átt við okkar allra minnstu bræður sem hefðu úr litlu að spila vegna örorku eða elli. Nú hefur komið á daginn að það var tómur misskilningur, þetta voru útgerðarmenn sem átt var við. Það voru útgerðarmenn sem gátu ekki beðið eftir „réttlætinu“ sem VG hefur nú í tvígang reynt að framfylgja. Fyrst voru þau gerð afturreka í vor en nú skal „réttlætinu“ fullnægt. Sama er upp á teningnum með formann atvinnuveganefndar Alþingis, þingmann VG. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur etja þingmanninum í foraðið fyrir lækkun veiðileyfagjalda en halda sig sjálfir til hlés. Þessi þingmaður hélt fram nánast öllu hinu gagnstæða um veiðileyfagjöld í þingræðu fyrir fáeinum árum þegar staða sjávarútvegs var svipuð og hún er nú. Þá taldi þingmaðurinn að útgerðin væri aflögufær, þessi sami þingmaður og nú berst um á hæla og hnakka að fá gjöldin lækkuð.Byggðastefnu hafnað Fyrir okkur, dauðlegt fólk, er óskiljanlegt hvernig að því er virðast dagfarsprúðir einstaklingar verða sem umskiptingar við það að komast í valdastólana. Ótvíræðar yfirlýsingar þeirra sjálfra frá fyrri tíma virðast ekki skipta þetta fólk neinu máli þegar hagsmunir útgerðarinnar eru annars vegar. Við umræður á Alþingi kom fram tillaga um að örlitlum hluta kvótans yrði úthlutað þannig að andvirði hans gæti gengið til byggða sem ættu í vök að verjast. Þessa tillögu gat VG ekki sætt sig við þrátt fyrir sambærilegar tillögur í stefnuskrá þeirra en sem kunnugt er höfnuðu þeir að framfylgja eigin stefnumálum þegar þeim stóð það til boða í ríkisstjórninni með Samfylkingunni. En hvers vegna er alltaf verið að agnúast út í VG en ekki hina flokkana? Ástæðan er einföld. Fyrir kosningar er VG úlfur í sauðargæru en bæði Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru einfaldlega úlfar í úlfagærum og hafa aldrei dulið auðsveipni sína gagnvart útgerðinni í landinu.Höfundur er hagfræðinguir
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun