Frá Kaupmannahöfn til Katowice – Loftslagsmál og vinnumarkaðurinn Hópur forsvarsmanna aðildarfélaga Norræna verkalýðssambandsins skrifar 3. desember 2018 09:00 Frá Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Evrópu. Í dag er von á 1.200 manns frá öllum heimshornum á þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) í Kaupmannahöfn sem verður höfuðborg alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar í sex daga. Norræna verkalýðshreyfingin er hluti alþjóðlegrar hreyfingar stéttarfélaga sem telur samanlagt um 200 milljónir launafólks. Við bjóðum 167 þjóðir velkomnar til Kaupmannahafnar. Táknrænt gildi felst í því að þingið fer fram í sömu borg og norrænt samstarf hefur höfuðstöðvar sínar og hér fór loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fram fyrir nokkrum árum. Á sama tíma og við komum saman á þinginu til að taka ákvarðanir um stefnuna á næsta starfstímabili, ræða um sjálfbæra þróun og leita lausna á viðfangsefnum sem snerta sameiginlega framtíð okkar hefst loftslagsráðstefna SÞ í Katowice í Póllandi. Það eru blikur á lofti í heiminum. Andlýðræðisleg öfl grafa undan friði og öryggi og lýðræðislegum stofnunum. Hætt er við að tækniframfarir auki ójöfnuð ef ávinningi þeirra er ekki skipt á sanngjarnan hátt. Þar við bætast loftslagsbreytingar með hækkandi yfirborði sjávar, veðurfarsbreytingum og skógareldum, ekki einungis á fjarlægum slóðum eins og Kaliforníu heldur einnig rétt handan við hornið.Sjálfbær þróun verði norrænt vörumerk Saman getum við tekist á við þessar áskoranir. Þess vegna hafa ríki heims með Norðurlönd í fararbroddi gert alþjóðlegar áætlanir um umskipti í átt að sjálfbæru samfélagi, eins og til að mynda Dagskrá 2030 sem inniheldur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þeirri þróun vinnum við að í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu. Löndin okkar hafa skuldbundið sig til að berjast gegn fátækt, loftslagsbreytingum og mengun umhverfisins, að beita sér fyrir jafnrétti og jöfnuði, að bjóða góða menntun fyrir alla, að auka sjálfbærni atvinnugreina og skapa friðsæl samfélög sem útiloka ekki fólk, svo eitthvað sé nefnt. Markmiðin um sjálfbæra þróun ber einnig að skoða í samhengi við aðra þætti. Þar má nefna jafnrétti og framlag kvenna til að takmarka skaðlegar afleiðingar loftslagsbreytinga, til að mynda strauma flóttafólks. Þess vegna fögnum við því að undir formennsku Íslands á næsta ári leggur Norræna ráðherranefndin skýra áherslu á heimsmarkmiðin í Dagskrá 2030. Sjálfbær þróun á að vera norrænt vörumerki. Í verkalýðshreyfingunni leggjum við sjálf lóð á vogarskálar sjálfbærrar þróunar þegar við í samningaviðræðum við atvinnurekendur leggjum áherslu á jöfnuð í samhengi við sjálfbæran vinnumarkaði í anda norrænnar vinnumarkaðsmenningar. Á alþjóðavettvangi er talað um samráð aðila vinnumarkaðarins og er í því sambandi átt við öll lönd og alla heimshluta, ekki einungis Norðurlönd. Því er áttunda heimsmarkmiðið um mannsæmandi atvinnu sérlega mikilvægt fyrir okkur.Mannsæmandi vinnuskilyrði forsendan Tökum okkar svæði í heiminum sem dæmi. Norræn vinnumarkaðsmenning og áttunda heimsmarkmiðið eiga stóran þátt í að auka jafnrétti og jöfnuð á Norðurlöndum og eru mikilvæg tæki til að draga úr ójöfnuði. Það samstarf verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda sem norræna líkanið hefur byggst á getur gert okkur kleift að tryggja öryggi á umbreytingatímum og stuðlað að þátttöku allra í umskiptum í átt að grænu hagkerfi sem tryggja mannsæmandi starfsskilyrði, slík umskipti eru kölluð Just Transition. Auk þess að ræða græn umskipti mun þingið veita öllum þingfulltrúunum 1.200 að tölu innsýn í hvernig við tökum á þessum málum á Norðurlöndum. Haldið verður yfir Eyrarsundið í kynnisferð til Malmö, þar sem krani Kockum skipasmíðastöðvarinnar var löngum stolt og miðpunktur borgarbúa en nú er borgin háskólabær í miklum blóma með sjálfbærni sem leiðarstef. Mannsæmandi vinnuskilyrði og samráð aðila vinnumarkaðarins eru forsendur þess að umskiptin takist vel. Flestum Norðurlandabúum kann að finnast þetta sjálfsagt mál en sú er ekki alltaf raunin. Við þurfum ekki að leita langt til að hitta félaga og vini í verkalýðshreyfingunni sem hafa aðra sögu að segja. Þess vegna verða stjórnvöld á Norðurlöndum, Norræna ráðherranefndin og við í verkalýðshreyfingunni að bregðast við brotum gegn vinnandi fólki með afgerandi hætti. Norðurlönd verða að leggja skýrari áherslu á að áttunda heimsmarkmiðið um mannsæmandi atvinnu er algjört grundvallaratriði. Ekki er hægt að leggja nægilega áherslu á réttindasjónarmiðin. Stéttarfélagsréttindi eru mannréttindi og þau ber að tryggja skilyrðislaust og alls staðar. Innleiða ber meginsamninga Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) að fullu um allan heim.Skýr skilaboð til Norrænu ráðherranefndarinnar Það er engin tilviljun að þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga er haldið á Norðurlöndum. Æ fleiri sækja sér hugmyndir og beina sjónum að löndunum nyrst á norðurhveli jarðar. Í raun kemur það ekki á óvart. Löndin okkar tróna ofarlega í alþjóðlegum samanburði á lífskjaravísitölu, jafnrétti, efnahagslegum jöfnuði, trausti, lítilli spillingu, bjartsýni og hamingju. Hjá OECD kveður við nýjan tón í nýrri atvinnustefnu en hún er leiðbeinandi og hefur mikil áhrif á alþjóðlega umræðu um stefnu í vinnumálum. Þar er bent á Norðurlöndin og undirstrikað að það sé ekki aðeins gerlegt að tengja saman hagvöxt og félagslega velmegun á árangursríkan hátt heldur sé það beinlínis æskilegt. Það kann að koma örlítið á óvart að World Economic Forum tekur einnig í svipaðan streng. Löndin okkar vekja athygli víða um heim þegar fjallað er um sjálfbæra þróun. Við erum einnig þekkt fyrir að láta að okkur kveða í alþjóðamálum. Við í verkalýðshreyfingunni trúum því, líkt og Ísland sem gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019, að Norðurlönd eigi sér öfluga rödd sem eigi að heyrast á allsherjarþingi SÞ, á loftslagsráðstefnum SÞ, í kvennanefnd SÞ og gagnvart G20-hópnum. Sú rödd getur orðið enn öflugri. Og það þarf að gerast strax nú á 24. loftslagsráðstefnunni í Katowice. Heimurinn og komandi kynslóðir vænta þess af okkur öllum að við hefjum umskipti í átt að sjálfbæru samfélagi. En jafnframt að umskiptin verði sanngjörn: Just Transition. Þetta eru skilaboðin til Norrænu ráðherranefndarinnar frá þingi Alþjóðasambands verkalýðsfélaga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, Íslandi Sonja Ýr Þorbergsdóttir, varaforseti Norræna verkalýðssambandsins og formaður BSRB, Íslandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, Íslandi Hans-Christian Gabrielsen, forseti LO, Noregi Ragnhild Lied, formaður Unio, Noregi Erik Kollerud, formaður YS, Noregi Lizette Risgaard, forseti LO, Danmörku Bente Sorgenfrey, formaður FTF, Danmörku Lars Qvistgaard, formaður Akademikerne, Danmörku Jarkko Eloranta, forseti FFC/SAK, Finnlandi Antti Palola, formaður STTK, Finnlandi Karl-Petter Thorwaldsson, forseti Norræna verkalýðssambandsins (NFS), varaforseti Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) og forseti LO, Svíþjóð Eva Nordmark, formaður TCO, Svíþjóð Göran Arrius, formaður Saco, Svíþjóð Jess G. Berthelsen, formaður SIK, Grænlandi Jan Højgaard, formaður SAMTAK, Færeyjum Magnus Gissler, framkvæmdastjóri Norræna verkalýðssambandsins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Drífa Snædal Kjaramál Sonja Ýr Þorbergsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Sjá meira
Frá Norður- og Suður-Ameríku, Afríku, Asíu, Eyjaálfu og Evrópu. Í dag er von á 1.200 manns frá öllum heimshornum á þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) í Kaupmannahöfn sem verður höfuðborg alþjóðlegrar verkalýðshreyfingar í sex daga. Norræna verkalýðshreyfingin er hluti alþjóðlegrar hreyfingar stéttarfélaga sem telur samanlagt um 200 milljónir launafólks. Við bjóðum 167 þjóðir velkomnar til Kaupmannahafnar. Táknrænt gildi felst í því að þingið fer fram í sömu borg og norrænt samstarf hefur höfuðstöðvar sínar og hér fór loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fram fyrir nokkrum árum. Á sama tíma og við komum saman á þinginu til að taka ákvarðanir um stefnuna á næsta starfstímabili, ræða um sjálfbæra þróun og leita lausna á viðfangsefnum sem snerta sameiginlega framtíð okkar hefst loftslagsráðstefna SÞ í Katowice í Póllandi. Það eru blikur á lofti í heiminum. Andlýðræðisleg öfl grafa undan friði og öryggi og lýðræðislegum stofnunum. Hætt er við að tækniframfarir auki ójöfnuð ef ávinningi þeirra er ekki skipt á sanngjarnan hátt. Þar við bætast loftslagsbreytingar með hækkandi yfirborði sjávar, veðurfarsbreytingum og skógareldum, ekki einungis á fjarlægum slóðum eins og Kaliforníu heldur einnig rétt handan við hornið.Sjálfbær þróun verði norrænt vörumerk Saman getum við tekist á við þessar áskoranir. Þess vegna hafa ríki heims með Norðurlönd í fararbroddi gert alþjóðlegar áætlanir um umskipti í átt að sjálfbæru samfélagi, eins og til að mynda Dagskrá 2030 sem inniheldur heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þeirri þróun vinnum við að í hinni alþjóðlegu verkalýðshreyfingu. Löndin okkar hafa skuldbundið sig til að berjast gegn fátækt, loftslagsbreytingum og mengun umhverfisins, að beita sér fyrir jafnrétti og jöfnuði, að bjóða góða menntun fyrir alla, að auka sjálfbærni atvinnugreina og skapa friðsæl samfélög sem útiloka ekki fólk, svo eitthvað sé nefnt. Markmiðin um sjálfbæra þróun ber einnig að skoða í samhengi við aðra þætti. Þar má nefna jafnrétti og framlag kvenna til að takmarka skaðlegar afleiðingar loftslagsbreytinga, til að mynda strauma flóttafólks. Þess vegna fögnum við því að undir formennsku Íslands á næsta ári leggur Norræna ráðherranefndin skýra áherslu á heimsmarkmiðin í Dagskrá 2030. Sjálfbær þróun á að vera norrænt vörumerki. Í verkalýðshreyfingunni leggjum við sjálf lóð á vogarskálar sjálfbærrar þróunar þegar við í samningaviðræðum við atvinnurekendur leggjum áherslu á jöfnuð í samhengi við sjálfbæran vinnumarkaði í anda norrænnar vinnumarkaðsmenningar. Á alþjóðavettvangi er talað um samráð aðila vinnumarkaðarins og er í því sambandi átt við öll lönd og alla heimshluta, ekki einungis Norðurlönd. Því er áttunda heimsmarkmiðið um mannsæmandi atvinnu sérlega mikilvægt fyrir okkur.Mannsæmandi vinnuskilyrði forsendan Tökum okkar svæði í heiminum sem dæmi. Norræn vinnumarkaðsmenning og áttunda heimsmarkmiðið eiga stóran þátt í að auka jafnrétti og jöfnuð á Norðurlöndum og eru mikilvæg tæki til að draga úr ójöfnuði. Það samstarf verkalýðshreyfingar, atvinnurekenda og stjórnvalda sem norræna líkanið hefur byggst á getur gert okkur kleift að tryggja öryggi á umbreytingatímum og stuðlað að þátttöku allra í umskiptum í átt að grænu hagkerfi sem tryggja mannsæmandi starfsskilyrði, slík umskipti eru kölluð Just Transition. Auk þess að ræða græn umskipti mun þingið veita öllum þingfulltrúunum 1.200 að tölu innsýn í hvernig við tökum á þessum málum á Norðurlöndum. Haldið verður yfir Eyrarsundið í kynnisferð til Malmö, þar sem krani Kockum skipasmíðastöðvarinnar var löngum stolt og miðpunktur borgarbúa en nú er borgin háskólabær í miklum blóma með sjálfbærni sem leiðarstef. Mannsæmandi vinnuskilyrði og samráð aðila vinnumarkaðarins eru forsendur þess að umskiptin takist vel. Flestum Norðurlandabúum kann að finnast þetta sjálfsagt mál en sú er ekki alltaf raunin. Við þurfum ekki að leita langt til að hitta félaga og vini í verkalýðshreyfingunni sem hafa aðra sögu að segja. Þess vegna verða stjórnvöld á Norðurlöndum, Norræna ráðherranefndin og við í verkalýðshreyfingunni að bregðast við brotum gegn vinnandi fólki með afgerandi hætti. Norðurlönd verða að leggja skýrari áherslu á að áttunda heimsmarkmiðið um mannsæmandi atvinnu er algjört grundvallaratriði. Ekki er hægt að leggja nægilega áherslu á réttindasjónarmiðin. Stéttarfélagsréttindi eru mannréttindi og þau ber að tryggja skilyrðislaust og alls staðar. Innleiða ber meginsamninga Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) að fullu um allan heim.Skýr skilaboð til Norrænu ráðherranefndarinnar Það er engin tilviljun að þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga er haldið á Norðurlöndum. Æ fleiri sækja sér hugmyndir og beina sjónum að löndunum nyrst á norðurhveli jarðar. Í raun kemur það ekki á óvart. Löndin okkar tróna ofarlega í alþjóðlegum samanburði á lífskjaravísitölu, jafnrétti, efnahagslegum jöfnuði, trausti, lítilli spillingu, bjartsýni og hamingju. Hjá OECD kveður við nýjan tón í nýrri atvinnustefnu en hún er leiðbeinandi og hefur mikil áhrif á alþjóðlega umræðu um stefnu í vinnumálum. Þar er bent á Norðurlöndin og undirstrikað að það sé ekki aðeins gerlegt að tengja saman hagvöxt og félagslega velmegun á árangursríkan hátt heldur sé það beinlínis æskilegt. Það kann að koma örlítið á óvart að World Economic Forum tekur einnig í svipaðan streng. Löndin okkar vekja athygli víða um heim þegar fjallað er um sjálfbæra þróun. Við erum einnig þekkt fyrir að láta að okkur kveða í alþjóðamálum. Við í verkalýðshreyfingunni trúum því, líkt og Ísland sem gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2019, að Norðurlönd eigi sér öfluga rödd sem eigi að heyrast á allsherjarþingi SÞ, á loftslagsráðstefnum SÞ, í kvennanefnd SÞ og gagnvart G20-hópnum. Sú rödd getur orðið enn öflugri. Og það þarf að gerast strax nú á 24. loftslagsráðstefnunni í Katowice. Heimurinn og komandi kynslóðir vænta þess af okkur öllum að við hefjum umskipti í átt að sjálfbæru samfélagi. En jafnframt að umskiptin verði sanngjörn: Just Transition. Þetta eru skilaboðin til Norrænu ráðherranefndarinnar frá þingi Alþjóðasambands verkalýðsfélaga. Drífa Snædal, forseti ASÍ, Íslandi Sonja Ýr Þorbergsdóttir, varaforseti Norræna verkalýðssambandsins og formaður BSRB, Íslandi Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, Íslandi Hans-Christian Gabrielsen, forseti LO, Noregi Ragnhild Lied, formaður Unio, Noregi Erik Kollerud, formaður YS, Noregi Lizette Risgaard, forseti LO, Danmörku Bente Sorgenfrey, formaður FTF, Danmörku Lars Qvistgaard, formaður Akademikerne, Danmörku Jarkko Eloranta, forseti FFC/SAK, Finnlandi Antti Palola, formaður STTK, Finnlandi Karl-Petter Thorwaldsson, forseti Norræna verkalýðssambandsins (NFS), varaforseti Alþjóðasambands verkalýðsfélaga (ITUC) og forseti LO, Svíþjóð Eva Nordmark, formaður TCO, Svíþjóð Göran Arrius, formaður Saco, Svíþjóð Jess G. Berthelsen, formaður SIK, Grænlandi Jan Højgaard, formaður SAMTAK, Færeyjum Magnus Gissler, framkvæmdastjóri Norræna verkalýðssambandsins
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar