Viðskiptin 2018: Sviptivindar og Simmi Vill Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. desember 2018 09:00 Flugið var fyrirferðamikið á viðskiptaárinu en Sigmar Vilhjálmsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir reyndust óvænt vera umfjöllunarefni margra af víðlesnustu viðskiptafréttum ársins. Vísir/Hjalti „Stýrivextir hækka, krónan veikist og atvinnuleysi eykst.“ Þessi fyrirsögn birtist á Vísi í október og má í raun segja að fáar fyrirsagnir nái að fanga betur stemninguna í innlendum viðskiptafréttum á árinu sem er að líða. Ástæður og birtingarmyndir fyrirsagnarinnar á síðustu mánuðum hafa verið margvíslegar og vakið mismikla athygli. Hér verður reynt að stikla á stóru um helstu vendingar á yfirstandandi viðskiptaári, auk þess sem þeim viðskiptafréttum sem vöktu athygli á Vísi verða gerð skil. Og hvar er annars staðar hægt að byrja en á blessaða fluginu?WOWfréttir af Icelandair Einn helsti hausverkurinn sem vefmiðlar kljáðust við á árinu var hvaða útfærslu af líkingunni „lækkar flugið“ ætti að nota þann daginn um vanda íslensku flugfélaganna. Áhyggjur af afdrifum þessara mikilvægu máttarstólpa í íslensku efnahagslífi settu sterkan svip á viðskiptafréttir ársins, enda gætir áhrifa WOW Air og Icelandair langt út fyrir flugstjórnarklefann. Það má segja að áhyggjuboltinn hafi fyrst byrjað að rúlla af alvöru í júlíbyrjun þegar Icelandair lækkaði afkomuspá sína fyrir árið. Ýmsar ástæður voru gefnar; til að mynda óhagstætt veðurfar, hækkun á olíuverði og hörð samkeppni. Síðastnefndi þátturinn hafði ekki síst mikil áhrif, enda spornaði hann við því að meðalfargjöld myndu hækka líkt og spár félagsins gerðu ráð fyrir. Tíðindin lögðust illa í fjárfesta og hlutabréfaverð í Icelandair féll um næstum fjórðung morguninn eftir. Fáir komu andrúmsloftinu betur í orð en Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem sagði þann 10. júlí: „Fréttir af afkomuviðvörun Icelandair og verðfalli hlutabréfa fyrirtækisins í kjölfarið eru fyrstu eiginlegu staðfestu fregnirnar af samdrætti í greininni. Hér áður fyrr voru þetta bara sögusagnir án þess að vera staðfestar fregnir.“Ekkert varð af kaupum Icelandair á WOW air í nóvember síðastliðnum en segja má að óvissa hafi ríkt um framtíð WOW allt frá því í ágúst.VÍSIR/VILHELMMilljarða tap og skipti í brúnni Nokkrum dögum síðar sendi WOW Air svo frá sér afkomutilkynningu þar sem fram kom að tap flugfélagsins á árinu 2017 hefði numið 2,2 milljónum dala. Tilgreindar ástæður voru sambærilegar og hjá Icelandair; hækkandi olíuverð, styrking krónunnar, dýrt rekstrarumhverfi á Íslandi og mikil samkeppni á lykilmörkuðum félagsins. Áður en júlí var úti lá fyrir að Icelandair hafði tapað alls 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Björgólfur Jóhannesson lét af starfi forstjóra Icelandair í lok ágúst og sagði hann að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni. Hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum.Vart þarf að tíunda mikilvægi flugfélaganna fyrir íslenskt hagkerfi. Ferðaþjónustan er mikilvægasta atvinnugrein þjóðarbúsins með hliðsjón af gjaldeyristekjum og hlutdeildar í landsframleiðslu, en hún trónir á toppnum í báðum flokkum. Þessar sviptingar í rekstri WOW og Icelandair þóttu því skiljanlega ekki góðs viti. Ekki leið á löngu áður en greint var frá því að fjögur ráðuneyti ynnu að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja, flugfélaganna þar á meðal. Skuldabréfkaup úr eigin vasa Um miðjan ágúst hófst svo nýr kafli í flugfréttum þegar fyrstu fregnir bárust af fyrirætlunum WOW um að ráðast í skuldabréfaútboð til að tryggja starfsemi félagsins. Einum mánuði og ótal fréttum síðar var ljóst að WOW hafði tekist að ljúka 60 milljón evra fjármögnun, þar af höfðu 5,5 milljónir evra komið úr vasa stofnandans, Skúla Mogensen. Vandi WOW var þó ekki úr sögunni. Ljóst varð þegar nóvember gekk í garð, við útborgun launa til starfsmanna WOW, hve slæm lausafjárstaða félagsins var orðin. Olíuverðslækkun og veiking krónunnar á undangengnum vikum náðu ekki einu sinni að vega upp á móti stöðunni. Grípa þurfti til róttækra aðgerða ef ekki ætti illa að fara.Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, brá oft fyrir í viðskiptafréttum ársins.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonHelgarviðræður skila stórtíðindum Þessar róttæku aðgerðir komu í formi tilkynningar til Kauphallarinnar, mánudagsmorguninn 5. nóvember. Leynilegar viðræður helgarinnar höfðu skilað sér í kauptilboði, stjórnendur Icelandair vildu kaupa WOW Air. Tíðindin vöktu mikla athygli - má í því samhengi nefna að fyrstu tíðindin voru ein af tíu mest lesnu viðskiptafréttum ársins á Vísi. Ýmsir fögnuðu að WOW yrði bjargað á meðan aðrir grétu dauða samkeppninnar í millilandaflugi. Sameinað félag Icelandair og WOW yrði með um 80% markaðshlutdeild á Keflavíkurflugvelli. Frá upphafi var þó vitað að samruninn yrði flókinn, „með flóknari samrunum til þess að eiga við,“ eins og Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, komst að orði. Þá þótti ólíklegt að hægt yrði að uppfylla öll skilyrði í kaupsamningnum áður en hluthafafundur Icelandair gekk í garð í lok nóvember. Það kom því greinendum ekkert gífurlega á óvart þegar ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW, eftir bollaleggingar sem stóðu í tæpan mánuð. Engu að síður þóttu tíðindin óþægileg enda aftur komin upp óvissa um framtíð WOW. Sást það til að mynda vel á viðbrögðum markaðarins þann morguninn, 29. nóvember. Úrvalsvísitalan féll skarpt og rautt á öllum tölum. Þá sagði Airport Associates, stærsti þjónustuaðili WOW í Keflavík, upp 237 starfsmönnum á starfmannafundi þann sama dag. (Indi)góð tíðindi Óvissan lifði þó ekki lengi. Síðar um kvöldið sendi WOW frá sér tilkynningu þess efnis að bandarískur fjárfestingarsjóður hefði áhuga á að fjárfesta í flugfélaginu. Indigo Partners LLC hefur mikla reynslu af rekstri lággjaldaflugfélaga og þótti því fagnaðarefni þegar síðar kom í ljós að fjárfesting félagsins í WOW gæti numið rúmum 9 milljörðum króna. Engu að síður voru tíðindi ekki sársaukalaus. Til að aðlagast betur rekstrarlíkani Indigo réðst WOW í fjöldauppsagnir, flugvélafækkun og róttækar skipulagsbreytingar um miðjan desember. Endanleg upphæð fjárfestingarinnar, útfærsla viðskiptanna og framtíð WOW mun að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en um miðjan janúar næstkomandi, þegar til stendur að ljúka viðræðum við skuldabréfaeigendur flugfélagsins.Ben Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners LLC, kom til landsins í byrjun desember til að funda með Skúla um fjárfestinguna í WOW.Eftir stormasama mánuði virðast íslensku flugfélögin vera að rétta aftur úr kútnum. Nýr forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, sér fram á grunnvöxt félagsins upp á um níu prósent á næsta ári og útilokar ekki að með núverandi flota og starfsemi verði hægt að auka vöxtinn enn frekar, jafnvel um fjórtán prósent til viðbótar. Hvað ferðamennskuframtíðin ber í skauti sér er þó óljóst á þessari stundu. Mun ferðamönnum á Íslandi fækka um 10 til 12 prósent vegna flugvélafækkunar WOW? Eða munu Icelandair og önnur flugfélög hlaupa í skarðið og „milda höggið“? Nýja árið fær það hlutverk að leiða þessar vangaveltur til lykta. Hér var hins vegar aðeins stiklað á mjög stóru, hundruð frétta af WOW og Icelandair hafa birst á Vísi undanfarna mánuði og má nálgast þær með því að smella á meðfylgjandi hlekki. Fréttir af WOW Air - Fréttir af IcelandairEn nú að einhverju allt öðru:Tekjur.is/lokað Áhugi Íslendinga á tekjum samlanda sinna hefur alltaf verið mikill. Árlega birtast úttektir á tekjuhæstu Íslendingunum og eru fréttir þess efnis yfirleitt lesnar upp til agna. Það má til að mynda sjá af lestrartölum Vísis, tekjur íslensks íþrótta- og listafólks - auk útlistunar ríkisskattstjóra á þeim sem greiddu hæstu skattana í ár - voru meðal vinsælustu viðskiptafrétta ársins. Katrín Tanja Davíðsdóttir, crossfitkappi með meiru, var einmitt tekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi í fyrra. Þessar fréttir eru þó ekki óumdeildar. Til að mynda hafa fjölmiðlar alltaf þurft að vinna með áætlar tekjur fólks, sem býður upp á ónákvæmni, auk þess sem ýmsum þykir sem friðhelgi einkalífsins sé fótum troðið með þessum fréttaflutningi. Það færðist því töluvert fjör í leikana um miðjan október þegar greint var frá upplýsingavefnum Tekjur.is, þar sem fletta mátti upp launa- og fjármagnstekjum allra Íslendinga sem náð hafa 18 ára aldri.Ingvar Smári Birgisson með lögbannskröfuna fyrir utan skrifstofu sýslumanns um miðjan október.Vísir/vilhelm„Hingað til hefur birting takmarkast við laun nokkur þúsund einstaklinga og því ekki endilega gefið raunsanna mynd af tekjum Íslendinga. Þeir sem fagnað hafa útgáfu tímaritanna geta nú glaðst yfir tilkomu tekjur.is, enda sýnir vefurinn framlag allra skattgreiðenda í sameiginlega sjóði og stuðlar að auknu gagnsæi í umræðu um tekjudreifingu í samfélaginu,“ sagði í tilkynningunni þar sem greint var frá tilurð vefsíðunnar. Hinn forvitni Adam átti þó ekki eftir að vera lengi í Paradís. Allt frá upphafi mátti greina efasemdir um lögmæti síðunnar og höfðu Tekjur.is vart verið opnar í sólarhring áður en búið var að tilkynna vefinn til Persónuvendar. Þremur dögum eftir gangsetningu hafði formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna bætt um betur og krafist lögbanns á síðuna.Þrátt fyrir að sýslumaður hafi hafnað lögbannskröfu formannsins tjáði Persónuvernd stjórnendum Tekjur.is í lok nóvember að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám væri óheimil. Þeim var því gert að loka síðunni og eyða öllum gögnum, sem orðið var við.Engu að síður segjast aðstandendur síðunnar telja að ákvörðun Persónuverndar stangist á við lög. Því séu þeir að kanna réttarstöðu sína - „enda er ljóst að ákvörðunin veldur umtalsverðu fjártjóni.“ Gjaldþrot, lokanir og uppsagnir Eftir hraðan uppgang síðustu ára virðist vera farið að hægja á vexti hagkerfisins. Dregið hefur úr fjölgun ferðamanna, krónan hefur veikst, hlutabréfaverð lækkað, atvinnuleysi hefur aukist og verðbólgan sömuleiðis. Sumir tala um mjúka lendingu - aðrir um snöggkólnun. Hvort sem það er þá hefur mátt merkja þessa þróun úr mörgum af þeim viðskiptafréttum sem vöktu mesta athygli á Vísi á árinu. Áður hefur verið drepið á tveimur umfangsmiklum hópuppsögnum sem framkvæmdar voru á árinu - hjá WOW og Airport Assosicates. Icelandair þurfti þó einnig að ráðast í hagræðingar á starfsmannahliðinni. Til að mynda var á þriðja tug starfsmanna flugfélagsins sagt upp í september, um svipað leyti og flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair var gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna. Umræddum starfsmönnum þóttu tíðindin mikið áfall og formaður Flugfreyjufélags Íslands sagði afarkost Icelandair vera gróft brot á kjarasamningum. Hvað sem þeim ásökunum líður ákváðu „langflestir“ þessara starfsmanna að endingu að fara í fullt starf hjá Icelandair og reyndist fréttin af umdeilda valkostinum næst mest lesna viðskiptafrétt ársins.Steikhúsinu Argentínu var lokað í apríl eftir árangurslaust fjárnám.Það voru þó fleiri fyrirtæki sem þurftu að segja upp tugum starfsmanna á árinu. Það gerði til að mynda Norðurál, Oddi, Eimskip, Festi, HB Grandi, Útgerðarfélag Reykjavíkur auk fjölda fyrirtækja. Þessar uppsagnir ríma að einhverju leyti við könnun sem Samtök Atvinnulífsins framkvæmdu og greindu frá um miðjan nóvember. Niðurstöður hennar bentu til að um 3100 manns hafði verið sagt upp frá því um miðjan ágúst. Samtökin sögðust þar að auki gera ráð fyrir því að aðildarfyrirtæki sín myndu þurfa að segja upp 2800 manns til viðbótar á næstu mánuðum. Þá vöktu ýmis konar lokanir og gjaldþrot fyrirtækja athygli á árinu. Mörg þeirra voru í veitingageiranum, eins og veitingastaðurinn á Hótel Holti,Egill Jacobsen, Nora Magasin, Ugly Pizza, Laundromat Cafe, steikhúsið Argentína, veitingastaðurinn að Laugavegi 73, Lof í Mýrargötu og Borðið á Ægissíðu.Það var því kannski ekki nema von að það hafi verið þungt hljóð í þeim veitingamönnum sem Vísir ræddi við í september - spjall sem var meðal vinsælustu viðskiptafrétta ársins. Ómögulegt væri að gera öllum gjaldþrotum ársins skil í þessari yfirferð, ekki síst í ljósi þess að þeim fjölgaði um 60 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Áhugasömum er bent á undirflokk á Vísi sem heldur utan um fréttir þess efnis og ber einfaldlega heitið „Gjaldþrot.“ „Viðskiptamaður ársins“ úr óvæntri átt Fréttablaðið hefur lagt það í vana sinn að heiðra þann viðskiptamann sem blaðinu þykir á einhvern hátt hafa skarað fram úr á liðnu ári. Vísir ætlar hins vegar ekki að leggja mat á það hvaða bisnisskarl eða kona stóð sig best árið 2018 - heldur aðeins greina frá því hvaða athafnamaður vakti mesta athygli lesenda Vísis undanfarna 12 mánuði. Þann heiður á fyrrum fjölmiðlamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson skuldlaust. Sigmar var viðfangsefni hvorki meira né minna en þriggja af tuttugu mest lesnu viðskiptafréttum síðasta árs - þar með talið þeirrar allra vinsælustu. Enda var árið viðburðaríkt hjá Sigmari. Í vor var til að mynda greint frá því að hann hafi selt öll hlutabréf sín í Hamborgarafabrikkunni og Keiluhöllinni. Salan þótti athyglisverð enda hefur Sigmar, ásamt viðskiptafélaga sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni, verið andlit Fabrikkunnar allt frá opnun fyrsta staðarins árið 2010.Sigmar Vilhjálmsson er landsþekktur fyrir störf sín í fjölmiðlum á árum áður. Í störfum sínum sem viðskiptamaður hefur hann þó einnig verið fréttamatur.Vísir/AntonAnnars konar matvæli, samlokur nánar tiltekið, komu við sögu í dómsmáli sem Sigmar höfðaði gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, oftast kenndur við Subway, og rekið var fyrir dómstólum í vor. Sigmar og Skúli voru í samstarfi á árum áður en upp kom ósætti þeirra á milli eftir sölu tveggja lóða á Hvolsvelli árið 2016. Málareksturinn þótti áhugaverður og lauk honum að endingu með sigri Sigmars í Héraðsdómi Reykjavíkur. Það voru þó hvorki hamborgarar né samlokur sem vöktu mesta athygli viðskiptafréttalesenda Vísis á árinu sem er að líða. Það gerði hins vegar fundarstjórn Sigmars á ráðstefnu í lok nóvember - nánar tiltekið vangaveltur sem hann viðraði þar um stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Sigmar sagðist efast um að þessi fyrirtæki gætu staðið undir miklum launahækkum á næstunni en fullyrti um leið að lágmarkslaunum væru ekki til mikils búandi á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði það jafnframt algengt að fólk á lágmarkslaunum í löndunum í kringum byggi oft fyrir utan höfuðborgirnar, þó svo að það sæki vinnu þangað. „Af hverju er það ekki inni í myndinni að menn horfi til þess að búa jafnvel úti á landi. Það er eins og það sé jafnvel einhver dauðadómur,“ sagði Sigmar, í mest lesnu viðskiptafrétt ársins.Fjölbreytt viðskiptaár Óþarfi er að taka fram að það sem nefnt hefur verið hér að ofan er engan veginn tæmandi listi yfir það sem gerðist á viðskiptaárinu 2018. Til að mynda hefur ekki enn verið drepið á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air,hvítbókinni um fjármálakerfið sem kynnt var í haust, komu alþjóðlegra verslanakeðja, vendingum í Samherjamálinu svokallaða, samrunum stórfyrirtækja, komu þýsks netbanka og fleiru og fleiru. Það dylst þó engum að þessa viðskiptaárs verður fyrst og fremst minnst fyrir fyrrnefndar fréttir af stöðu WOW Air og Icelandair. Hver sem þróunin verður mun Vísir áfram flytja fréttir af þeim málum, rétt eins og öðrum viðskiptavendingum sem mestu máli skipta.Hér að neðan má svo sjá hluta af þeim fréttum sem fönguðu hvað mesta athygli lesenda á síðasta ári. Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Kom ekki til greina að fara í Bónus til að halda Hagavagninum opnum eftir að allt kláraðist Hagavagninn opnaði á nýjan leik um helgina eftir langt hlé á föstudaginn í glænýjum búningi en viðskiptavinir þurftu margir hverjir frá að hverfa á laugardaginn vegna þess að hamborgararnir, og annað hráefni, kláruðust fyrr en áætlað var. 12. nóvember 2018 08:00 Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Eitt herbergja hótelsins við Bláa lónið er ekki auglýst. 18. júlí 2018 08:30 Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Þjóðleikhússtjóra blöskraði þegar hann leit yfir símareikning tengdamóður sinnar Mér finnst það mjög mikið fyrir konu sem á ekki tölvu eða GSM-síma,“ segir Ari Matthíasson. 16. apríl 2018 22:45 Hátt núðluverð í Þrastalundi kom eigandanum á óvart Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. 5. september 2018 14:45 „Dettur ekki í hug“ að fara inn í H&M á Íslandi Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spyr sig hvers vegna afnám tolla og vörugjalda á fatnað hafi ekki skilað sér betur til neytenda. 10. september 2018 13:53 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
„Stýrivextir hækka, krónan veikist og atvinnuleysi eykst.“ Þessi fyrirsögn birtist á Vísi í október og má í raun segja að fáar fyrirsagnir nái að fanga betur stemninguna í innlendum viðskiptafréttum á árinu sem er að líða. Ástæður og birtingarmyndir fyrirsagnarinnar á síðustu mánuðum hafa verið margvíslegar og vakið mismikla athygli. Hér verður reynt að stikla á stóru um helstu vendingar á yfirstandandi viðskiptaári, auk þess sem þeim viðskiptafréttum sem vöktu athygli á Vísi verða gerð skil. Og hvar er annars staðar hægt að byrja en á blessaða fluginu?WOWfréttir af Icelandair Einn helsti hausverkurinn sem vefmiðlar kljáðust við á árinu var hvaða útfærslu af líkingunni „lækkar flugið“ ætti að nota þann daginn um vanda íslensku flugfélaganna. Áhyggjur af afdrifum þessara mikilvægu máttarstólpa í íslensku efnahagslífi settu sterkan svip á viðskiptafréttir ársins, enda gætir áhrifa WOW Air og Icelandair langt út fyrir flugstjórnarklefann. Það má segja að áhyggjuboltinn hafi fyrst byrjað að rúlla af alvöru í júlíbyrjun þegar Icelandair lækkaði afkomuspá sína fyrir árið. Ýmsar ástæður voru gefnar; til að mynda óhagstætt veðurfar, hækkun á olíuverði og hörð samkeppni. Síðastnefndi þátturinn hafði ekki síst mikil áhrif, enda spornaði hann við því að meðalfargjöld myndu hækka líkt og spár félagsins gerðu ráð fyrir. Tíðindin lögðust illa í fjárfesta og hlutabréfaverð í Icelandair féll um næstum fjórðung morguninn eftir. Fáir komu andrúmsloftinu betur í orð en Daði Már Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem sagði þann 10. júlí: „Fréttir af afkomuviðvörun Icelandair og verðfalli hlutabréfa fyrirtækisins í kjölfarið eru fyrstu eiginlegu staðfestu fregnirnar af samdrætti í greininni. Hér áður fyrr voru þetta bara sögusagnir án þess að vera staðfestar fregnir.“Ekkert varð af kaupum Icelandair á WOW air í nóvember síðastliðnum en segja má að óvissa hafi ríkt um framtíð WOW allt frá því í ágúst.VÍSIR/VILHELMMilljarða tap og skipti í brúnni Nokkrum dögum síðar sendi WOW Air svo frá sér afkomutilkynningu þar sem fram kom að tap flugfélagsins á árinu 2017 hefði numið 2,2 milljónum dala. Tilgreindar ástæður voru sambærilegar og hjá Icelandair; hækkandi olíuverð, styrking krónunnar, dýrt rekstrarumhverfi á Íslandi og mikil samkeppni á lykilmörkuðum félagsins. Áður en júlí var úti lá fyrir að Icelandair hafði tapað alls 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Björgólfur Jóhannesson lét af starfi forstjóra Icelandair í lok ágúst og sagði hann að ákvarðanir sem teknar hafi verið á hans vakt hafa valdið félaginu fjárhagslegu tjóni. Hann bæri ábyrgð á því gagnvart stjórn og hluthöfum.Vart þarf að tíunda mikilvægi flugfélaganna fyrir íslenskt hagkerfi. Ferðaþjónustan er mikilvægasta atvinnugrein þjóðarbúsins með hliðsjón af gjaldeyristekjum og hlutdeildar í landsframleiðslu, en hún trónir á toppnum í báðum flokkum. Þessar sviptingar í rekstri WOW og Icelandair þóttu því skiljanlega ekki góðs viti. Ekki leið á löngu áður en greint var frá því að fjögur ráðuneyti ynnu að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja, flugfélaganna þar á meðal. Skuldabréfkaup úr eigin vasa Um miðjan ágúst hófst svo nýr kafli í flugfréttum þegar fyrstu fregnir bárust af fyrirætlunum WOW um að ráðast í skuldabréfaútboð til að tryggja starfsemi félagsins. Einum mánuði og ótal fréttum síðar var ljóst að WOW hafði tekist að ljúka 60 milljón evra fjármögnun, þar af höfðu 5,5 milljónir evra komið úr vasa stofnandans, Skúla Mogensen. Vandi WOW var þó ekki úr sögunni. Ljóst varð þegar nóvember gekk í garð, við útborgun launa til starfsmanna WOW, hve slæm lausafjárstaða félagsins var orðin. Olíuverðslækkun og veiking krónunnar á undangengnum vikum náðu ekki einu sinni að vega upp á móti stöðunni. Grípa þurfti til róttækra aðgerða ef ekki ætti illa að fara.Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air, brá oft fyrir í viðskiptafréttum ársins.Vísir/Friðrik Þór HalldórssonHelgarviðræður skila stórtíðindum Þessar róttæku aðgerðir komu í formi tilkynningar til Kauphallarinnar, mánudagsmorguninn 5. nóvember. Leynilegar viðræður helgarinnar höfðu skilað sér í kauptilboði, stjórnendur Icelandair vildu kaupa WOW Air. Tíðindin vöktu mikla athygli - má í því samhengi nefna að fyrstu tíðindin voru ein af tíu mest lesnu viðskiptafréttum ársins á Vísi. Ýmsir fögnuðu að WOW yrði bjargað á meðan aðrir grétu dauða samkeppninnar í millilandaflugi. Sameinað félag Icelandair og WOW yrði með um 80% markaðshlutdeild á Keflavíkurflugvelli. Frá upphafi var þó vitað að samruninn yrði flókinn, „með flóknari samrunum til þess að eiga við,“ eins og Eggert B. Ólafsson, sérfræðingur í samkeppnisrétti, komst að orði. Þá þótti ólíklegt að hægt yrði að uppfylla öll skilyrði í kaupsamningnum áður en hluthafafundur Icelandair gekk í garð í lok nóvember. Það kom því greinendum ekkert gífurlega á óvart þegar ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Icelandair á WOW, eftir bollaleggingar sem stóðu í tæpan mánuð. Engu að síður þóttu tíðindin óþægileg enda aftur komin upp óvissa um framtíð WOW. Sást það til að mynda vel á viðbrögðum markaðarins þann morguninn, 29. nóvember. Úrvalsvísitalan féll skarpt og rautt á öllum tölum. Þá sagði Airport Associates, stærsti þjónustuaðili WOW í Keflavík, upp 237 starfsmönnum á starfmannafundi þann sama dag. (Indi)góð tíðindi Óvissan lifði þó ekki lengi. Síðar um kvöldið sendi WOW frá sér tilkynningu þess efnis að bandarískur fjárfestingarsjóður hefði áhuga á að fjárfesta í flugfélaginu. Indigo Partners LLC hefur mikla reynslu af rekstri lággjaldaflugfélaga og þótti því fagnaðarefni þegar síðar kom í ljós að fjárfesting félagsins í WOW gæti numið rúmum 9 milljörðum króna. Engu að síður voru tíðindi ekki sársaukalaus. Til að aðlagast betur rekstrarlíkani Indigo réðst WOW í fjöldauppsagnir, flugvélafækkun og róttækar skipulagsbreytingar um miðjan desember. Endanleg upphæð fjárfestingarinnar, útfærsla viðskiptanna og framtíð WOW mun að öllum líkindum ekki liggja fyrir fyrr en um miðjan janúar næstkomandi, þegar til stendur að ljúka viðræðum við skuldabréfaeigendur flugfélagsins.Ben Franke, stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners LLC, kom til landsins í byrjun desember til að funda með Skúla um fjárfestinguna í WOW.Eftir stormasama mánuði virðast íslensku flugfélögin vera að rétta aftur úr kútnum. Nýr forstjóri Icelandair, Bogi Nils Bogason, sér fram á grunnvöxt félagsins upp á um níu prósent á næsta ári og útilokar ekki að með núverandi flota og starfsemi verði hægt að auka vöxtinn enn frekar, jafnvel um fjórtán prósent til viðbótar. Hvað ferðamennskuframtíðin ber í skauti sér er þó óljóst á þessari stundu. Mun ferðamönnum á Íslandi fækka um 10 til 12 prósent vegna flugvélafækkunar WOW? Eða munu Icelandair og önnur flugfélög hlaupa í skarðið og „milda höggið“? Nýja árið fær það hlutverk að leiða þessar vangaveltur til lykta. Hér var hins vegar aðeins stiklað á mjög stóru, hundruð frétta af WOW og Icelandair hafa birst á Vísi undanfarna mánuði og má nálgast þær með því að smella á meðfylgjandi hlekki. Fréttir af WOW Air - Fréttir af IcelandairEn nú að einhverju allt öðru:Tekjur.is/lokað Áhugi Íslendinga á tekjum samlanda sinna hefur alltaf verið mikill. Árlega birtast úttektir á tekjuhæstu Íslendingunum og eru fréttir þess efnis yfirleitt lesnar upp til agna. Það má til að mynda sjá af lestrartölum Vísis, tekjur íslensks íþrótta- og listafólks - auk útlistunar ríkisskattstjóra á þeim sem greiddu hæstu skattana í ár - voru meðal vinsælustu viðskiptafrétta ársins. Katrín Tanja Davíðsdóttir, crossfitkappi með meiru, var einmitt tekjuhæsti íþróttamaðurinn á Íslandi í fyrra. Þessar fréttir eru þó ekki óumdeildar. Til að mynda hafa fjölmiðlar alltaf þurft að vinna með áætlar tekjur fólks, sem býður upp á ónákvæmni, auk þess sem ýmsum þykir sem friðhelgi einkalífsins sé fótum troðið með þessum fréttaflutningi. Það færðist því töluvert fjör í leikana um miðjan október þegar greint var frá upplýsingavefnum Tekjur.is, þar sem fletta mátti upp launa- og fjármagnstekjum allra Íslendinga sem náð hafa 18 ára aldri.Ingvar Smári Birgisson með lögbannskröfuna fyrir utan skrifstofu sýslumanns um miðjan október.Vísir/vilhelm„Hingað til hefur birting takmarkast við laun nokkur þúsund einstaklinga og því ekki endilega gefið raunsanna mynd af tekjum Íslendinga. Þeir sem fagnað hafa útgáfu tímaritanna geta nú glaðst yfir tilkomu tekjur.is, enda sýnir vefurinn framlag allra skattgreiðenda í sameiginlega sjóði og stuðlar að auknu gagnsæi í umræðu um tekjudreifingu í samfélaginu,“ sagði í tilkynningunni þar sem greint var frá tilurð vefsíðunnar. Hinn forvitni Adam átti þó ekki eftir að vera lengi í Paradís. Allt frá upphafi mátti greina efasemdir um lögmæti síðunnar og höfðu Tekjur.is vart verið opnar í sólarhring áður en búið var að tilkynna vefinn til Persónuvendar. Þremur dögum eftir gangsetningu hafði formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna bætt um betur og krafist lögbanns á síðuna.Þrátt fyrir að sýslumaður hafi hafnað lögbannskröfu formannsins tjáði Persónuvernd stjórnendum Tekjur.is í lok nóvember að birting þeirra á tekjum Íslendinga upp úr skattskrám væri óheimil. Þeim var því gert að loka síðunni og eyða öllum gögnum, sem orðið var við.Engu að síður segjast aðstandendur síðunnar telja að ákvörðun Persónuverndar stangist á við lög. Því séu þeir að kanna réttarstöðu sína - „enda er ljóst að ákvörðunin veldur umtalsverðu fjártjóni.“ Gjaldþrot, lokanir og uppsagnir Eftir hraðan uppgang síðustu ára virðist vera farið að hægja á vexti hagkerfisins. Dregið hefur úr fjölgun ferðamanna, krónan hefur veikst, hlutabréfaverð lækkað, atvinnuleysi hefur aukist og verðbólgan sömuleiðis. Sumir tala um mjúka lendingu - aðrir um snöggkólnun. Hvort sem það er þá hefur mátt merkja þessa þróun úr mörgum af þeim viðskiptafréttum sem vöktu mesta athygli á Vísi á árinu. Áður hefur verið drepið á tveimur umfangsmiklum hópuppsögnum sem framkvæmdar voru á árinu - hjá WOW og Airport Assosicates. Icelandair þurfti þó einnig að ráðast í hagræðingar á starfsmannahliðinni. Til að mynda var á þriðja tug starfsmanna flugfélagsins sagt upp í september, um svipað leyti og flugfreyjum og flugþjónum í hlutastarfi hjá Icelandair var gert að velja á milli þess að fara í fulla vinnu ellegar missa vinnuna. Umræddum starfsmönnum þóttu tíðindin mikið áfall og formaður Flugfreyjufélags Íslands sagði afarkost Icelandair vera gróft brot á kjarasamningum. Hvað sem þeim ásökunum líður ákváðu „langflestir“ þessara starfsmanna að endingu að fara í fullt starf hjá Icelandair og reyndist fréttin af umdeilda valkostinum næst mest lesna viðskiptafrétt ársins.Steikhúsinu Argentínu var lokað í apríl eftir árangurslaust fjárnám.Það voru þó fleiri fyrirtæki sem þurftu að segja upp tugum starfsmanna á árinu. Það gerði til að mynda Norðurál, Oddi, Eimskip, Festi, HB Grandi, Útgerðarfélag Reykjavíkur auk fjölda fyrirtækja. Þessar uppsagnir ríma að einhverju leyti við könnun sem Samtök Atvinnulífsins framkvæmdu og greindu frá um miðjan nóvember. Niðurstöður hennar bentu til að um 3100 manns hafði verið sagt upp frá því um miðjan ágúst. Samtökin sögðust þar að auki gera ráð fyrir því að aðildarfyrirtæki sín myndu þurfa að segja upp 2800 manns til viðbótar á næstu mánuðum. Þá vöktu ýmis konar lokanir og gjaldþrot fyrirtækja athygli á árinu. Mörg þeirra voru í veitingageiranum, eins og veitingastaðurinn á Hótel Holti,Egill Jacobsen, Nora Magasin, Ugly Pizza, Laundromat Cafe, steikhúsið Argentína, veitingastaðurinn að Laugavegi 73, Lof í Mýrargötu og Borðið á Ægissíðu.Það var því kannski ekki nema von að það hafi verið þungt hljóð í þeim veitingamönnum sem Vísir ræddi við í september - spjall sem var meðal vinsælustu viðskiptafrétta ársins. Ómögulegt væri að gera öllum gjaldþrotum ársins skil í þessari yfirferð, ekki síst í ljósi þess að þeim fjölgaði um 60 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við sama tímabil í fyrra. Áhugasömum er bent á undirflokk á Vísi sem heldur utan um fréttir þess efnis og ber einfaldlega heitið „Gjaldþrot.“ „Viðskiptamaður ársins“ úr óvæntri átt Fréttablaðið hefur lagt það í vana sinn að heiðra þann viðskiptamann sem blaðinu þykir á einhvern hátt hafa skarað fram úr á liðnu ári. Vísir ætlar hins vegar ekki að leggja mat á það hvaða bisnisskarl eða kona stóð sig best árið 2018 - heldur aðeins greina frá því hvaða athafnamaður vakti mesta athygli lesenda Vísis undanfarna 12 mánuði. Þann heiður á fyrrum fjölmiðlamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson skuldlaust. Sigmar var viðfangsefni hvorki meira né minna en þriggja af tuttugu mest lesnu viðskiptafréttum síðasta árs - þar með talið þeirrar allra vinsælustu. Enda var árið viðburðaríkt hjá Sigmari. Í vor var til að mynda greint frá því að hann hafi selt öll hlutabréf sín í Hamborgarafabrikkunni og Keiluhöllinni. Salan þótti athyglisverð enda hefur Sigmar, ásamt viðskiptafélaga sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni, verið andlit Fabrikkunnar allt frá opnun fyrsta staðarins árið 2010.Sigmar Vilhjálmsson er landsþekktur fyrir störf sín í fjölmiðlum á árum áður. Í störfum sínum sem viðskiptamaður hefur hann þó einnig verið fréttamatur.Vísir/AntonAnnars konar matvæli, samlokur nánar tiltekið, komu við sögu í dómsmáli sem Sigmar höfðaði gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, oftast kenndur við Subway, og rekið var fyrir dómstólum í vor. Sigmar og Skúli voru í samstarfi á árum áður en upp kom ósætti þeirra á milli eftir sölu tveggja lóða á Hvolsvelli árið 2016. Málareksturinn þótti áhugaverður og lauk honum að endingu með sigri Sigmars í Héraðsdómi Reykjavíkur. Það voru þó hvorki hamborgarar né samlokur sem vöktu mesta athygli viðskiptafréttalesenda Vísis á árinu sem er að líða. Það gerði hins vegar fundarstjórn Sigmars á ráðstefnu í lok nóvember - nánar tiltekið vangaveltur sem hann viðraði þar um stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja á Íslandi. Sigmar sagðist efast um að þessi fyrirtæki gætu staðið undir miklum launahækkum á næstunni en fullyrti um leið að lágmarkslaunum væru ekki til mikils búandi á höfuðborgarsvæðinu. Hann sagði það jafnframt algengt að fólk á lágmarkslaunum í löndunum í kringum byggi oft fyrir utan höfuðborgirnar, þó svo að það sæki vinnu þangað. „Af hverju er það ekki inni í myndinni að menn horfi til þess að búa jafnvel úti á landi. Það er eins og það sé jafnvel einhver dauðadómur,“ sagði Sigmar, í mest lesnu viðskiptafrétt ársins.Fjölbreytt viðskiptaár Óþarfi er að taka fram að það sem nefnt hefur verið hér að ofan er engan veginn tæmandi listi yfir það sem gerðist á viðskiptaárinu 2018. Til að mynda hefur ekki enn verið drepið á gjaldþroti flugfélagsins Primera Air,hvítbókinni um fjármálakerfið sem kynnt var í haust, komu alþjóðlegra verslanakeðja, vendingum í Samherjamálinu svokallaða, samrunum stórfyrirtækja, komu þýsks netbanka og fleiru og fleiru. Það dylst þó engum að þessa viðskiptaárs verður fyrst og fremst minnst fyrir fyrrnefndar fréttir af stöðu WOW Air og Icelandair. Hver sem þróunin verður mun Vísir áfram flytja fréttir af þeim málum, rétt eins og öðrum viðskiptavendingum sem mestu máli skipta.Hér að neðan má svo sjá hluta af þeim fréttum sem fönguðu hvað mesta athygli lesenda á síðasta ári.
Fréttir ársins 2018 Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Kom ekki til greina að fara í Bónus til að halda Hagavagninum opnum eftir að allt kláraðist Hagavagninn opnaði á nýjan leik um helgina eftir langt hlé á föstudaginn í glænýjum búningi en viðskiptavinir þurftu margir hverjir frá að hverfa á laugardaginn vegna þess að hamborgararnir, og annað hráefni, kláruðust fyrr en áætlað var. 12. nóvember 2018 08:00 Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Eitt herbergja hótelsins við Bláa lónið er ekki auglýst. 18. júlí 2018 08:30 Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44 Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28 Þjóðleikhússtjóra blöskraði þegar hann leit yfir símareikning tengdamóður sinnar Mér finnst það mjög mikið fyrir konu sem á ekki tölvu eða GSM-síma,“ segir Ari Matthíasson. 16. apríl 2018 22:45 Hátt núðluverð í Þrastalundi kom eigandanum á óvart Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. 5. september 2018 14:45 „Dettur ekki í hug“ að fara inn í H&M á Íslandi Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spyr sig hvers vegna afnám tolla og vörugjalda á fatnað hafi ekki skilað sér betur til neytenda. 10. september 2018 13:53 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43
Kom ekki til greina að fara í Bónus til að halda Hagavagninum opnum eftir að allt kláraðist Hagavagninn opnaði á nýjan leik um helgina eftir langt hlé á föstudaginn í glænýjum búningi en viðskiptavinir þurftu margir hverjir frá að hverfa á laugardaginn vegna þess að hamborgararnir, og annað hráefni, kláruðust fyrr en áætlað var. 12. nóvember 2018 08:00
Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Eitt herbergja hótelsins við Bláa lónið er ekki auglýst. 18. júlí 2018 08:30
Ísland stóðst ekki mat McDonald's Ekkert er til í fréttum þess efnis að hamborgarkeðjan McDonald's hafi í hyggju að opna útibú hér á Íslandi. 12. nóvember 2018 10:44
Hættir sem yfirritstjóri Birtíngs eftir mánuð í starfi Helga Arnardóttir hefur hætt sem yfirritstjóri Birtíngs. 31. janúar 2018 22:28
Þjóðleikhússtjóra blöskraði þegar hann leit yfir símareikning tengdamóður sinnar Mér finnst það mjög mikið fyrir konu sem á ekki tölvu eða GSM-síma,“ segir Ari Matthíasson. 16. apríl 2018 22:45
Hátt núðluverð í Þrastalundi kom eigandanum á óvart Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. 5. september 2018 14:45
„Dettur ekki í hug“ að fara inn í H&M á Íslandi Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, spyr sig hvers vegna afnám tolla og vörugjalda á fatnað hafi ekki skilað sér betur til neytenda. 10. september 2018 13:53