Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík Birgir Olgeirsson skrifar 3. september 2018 11:30 Formaður Matvís segist vonast til að menn fari ekki fram úr sér í veitingageiranum. Vísir/Getty Þungt hljóð er í veitingamönnum í Reykjavík vegna mikillar þenslu á markaði og slæmrar tíðar í sumar. Þetta segir formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands en nokkrir staðir hafa lagt upp laupana í ár og segir formaðurinn marga halda að sér höndum vegna stöðunar. Greint var frá því í síðustu viku að rekstri veitingastaðanna Holts og Nora hefði verið hætt. Eigandi Nora sagði miklar endurbætur á staðnum, breytt landslag í ferðaþjónustunni og sólarlítið sumar hafa gert róðurinn þungan. Nýir eigendur hafa tekið við húsnæðinu og þá sagði eigandi Hótel Holts í samtali við Vísi að leitað yrði að nýjum rekstraraðilum fyrir veitingastað hótelsins.Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í síðustu viku. Vísir/VilhelmÞá hafa staðir eins og Vegamót, Laundromat og Borðið horfið af markaði en aðrir komið í staðinn. Dæmi eru um að veitingastaðir sem opnaðir voru á árinu hafi verið lokað nokkrum mánuðum síðar, til að mynda veitingastaðnum LOF í Mýrargötu. Steikhúsinu Argentínu var lokað fyrr á árinu sem og veitingastaðnum að Laugavegi 73. Steikhúsinu Argentínu var lokað í apríl síðastliðnum.Vísir/VilhemÓskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís, segir í samtali við Vísi að þetta sé gangurinn í veitingageiranum. Sumir staðir gangi einfaldlega ekki upp og aðrir ganga kaupum og sölum. „Og sumir hafa verið seldir oftar en hinir,“ segir Óskar. Hann segir þó að ástandið sé þyngra í dag. Veitingastaðnum Lof á Mýrargötu var lokað eftir nokkra mánaða rekstur í ár.Vísir/Vilhelm„Árið í heild hefur ekki verið erfitt en maður er farinn að heyra að hljóðið er aðeins þyngra í mönnum í dag. Það hefur verið svo gríðarleg þensla,“ segir Óskar og nefnir að veitingastöðum frá Laugavegi og niður í Grjótaþorp í Reykjavík skipti tugum. Breyting hefur einnig orðið á ferðamannastraumi. „Þetta er einsdæmi í sögunni og ég að hvergi annarstaðar í heiminum lendi land í því að ferðamönnum fjölgi um 30 prósent fimm ár í röð. Þó svo að þeim fari ekki fækkandi þá er fjölgunin ekki eins mikil og verið hefur,“ segir Óskar. „Það eru blikur á lofti og ég held að menn séu aðeins farnir að halda að sér höndum og ætli ekki að fara fram úr sér, ég vona það allavega.“ Ferðamennska á Íslandi Matur Tengdar fréttir Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18 Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Þungt hljóð er í veitingamönnum í Reykjavík vegna mikillar þenslu á markaði og slæmrar tíðar í sumar. Þetta segir formaður Matvæla- og veitingafélags Íslands en nokkrir staðir hafa lagt upp laupana í ár og segir formaðurinn marga halda að sér höndum vegna stöðunar. Greint var frá því í síðustu viku að rekstri veitingastaðanna Holts og Nora hefði verið hætt. Eigandi Nora sagði miklar endurbætur á staðnum, breytt landslag í ferðaþjónustunni og sólarlítið sumar hafa gert róðurinn þungan. Nýir eigendur hafa tekið við húsnæðinu og þá sagði eigandi Hótel Holts í samtali við Vísi að leitað yrði að nýjum rekstraraðilum fyrir veitingastað hótelsins.Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í síðustu viku. Vísir/VilhelmÞá hafa staðir eins og Vegamót, Laundromat og Borðið horfið af markaði en aðrir komið í staðinn. Dæmi eru um að veitingastaðir sem opnaðir voru á árinu hafi verið lokað nokkrum mánuðum síðar, til að mynda veitingastaðnum LOF í Mýrargötu. Steikhúsinu Argentínu var lokað fyrr á árinu sem og veitingastaðnum að Laugavegi 73. Steikhúsinu Argentínu var lokað í apríl síðastliðnum.Vísir/VilhemÓskar Hafnfjörð Gunnarsson, formaður Matvís, segir í samtali við Vísi að þetta sé gangurinn í veitingageiranum. Sumir staðir gangi einfaldlega ekki upp og aðrir ganga kaupum og sölum. „Og sumir hafa verið seldir oftar en hinir,“ segir Óskar. Hann segir þó að ástandið sé þyngra í dag. Veitingastaðnum Lof á Mýrargötu var lokað eftir nokkra mánaða rekstur í ár.Vísir/Vilhelm„Árið í heild hefur ekki verið erfitt en maður er farinn að heyra að hljóðið er aðeins þyngra í mönnum í dag. Það hefur verið svo gríðarleg þensla,“ segir Óskar og nefnir að veitingastöðum frá Laugavegi og niður í Grjótaþorp í Reykjavík skipti tugum. Breyting hefur einnig orðið á ferðamannastraumi. „Þetta er einsdæmi í sögunni og ég að hvergi annarstaðar í heiminum lendi land í því að ferðamönnum fjölgi um 30 prósent fimm ár í röð. Þó svo að þeim fari ekki fækkandi þá er fjölgunin ekki eins mikil og verið hefur,“ segir Óskar. „Það eru blikur á lofti og ég held að menn séu aðeins farnir að halda að sér höndum og ætli ekki að fara fram úr sér, ég vona það allavega.“
Ferðamennska á Íslandi Matur Tengdar fréttir Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18 Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45 Mest lesið Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Viðskipti innlent „Fer út í daginn uppfull af hundaknúsi“ Atvinnulíf Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Sjá meira
Veitingastaðnum á Hótel Holti var lokað í gær: Þetta fer allt vel að lokum“ Hálft ár síðan nýr rekstraraðili tók við veitingastaðnum. 29. ágúst 2018 16:18
Nora Magasin skellir í lás eftir sólarlítið sumar Veitingastaðnum Noru Magasin við Austurvöll var lokað í byrjun ágúst og hefur núverandi eigendahópur sagt sig frá rekstrinum. 30. ágúst 2018 15:45