Erlent

Handtökuskipun gefin út á hendur Grace Mugabe

Atli Ísleifsson skrifar
Robert og grace Mugebe, fyrrverandi forsetahjón Simbabve.
Robert og grace Mugebe, fyrrverandi forsetahjón Simbabve. Getty/Anadolu
Dómstóll í Suður-Afríku hefur gefið út handtökuskipun á hendur Grace Mugabe, eiginkonu Robert Mugabe, fyrrverandi forseta Simbabve. Hún er grunuð um að hafa ráðist á fyrirsætu á hótelherbergi í ágúst 2017.

Eftir árásina í Jóhannesarborg hét ríkisstjórn Suður-Afríku Mugabe friðhelgi, en dómstóll felldi síðar ákvörðunina úr gildi.

Lögregla í Suður-Afríku hefur nú leitað liðsinnis Interpol til að hafa hendur í hári Grace Mugabe.

Fyrirsætan Gabriella Engels sakar Grace Mugabe um að hafa slegið til sín með rafmagnssnúru, en Mugabe segir sjálf að Engels hafi ráðist á hana með hníf.

Grace Mugabe var talin líklegur arftaki 94 ára eiginmanns síns í embætti forseta Simbabve sem stýrði landinu frá 1980 til 2017. Robert Mubage var hins vegar bolað úr embætti og tók Emmerson Mnangagwa við embættinu.


Tengdar fréttir

Rannsaka doktorsgráðu Grace Mugabe

Stofnun sem rannsakar spillingu í Simbabve kannar nú hvort að fyrrverandi forsetafrúin Grace Mugabe hafi öðlast doktorsgráðu sína með sviksamlegum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×