Herinn í viðbragðsstöðu vegna Brexit Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2018 23:51 Gert er ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu 29. mars með eða án samnings og ríkisstjórnin býr sig undir það versta. vísir/ap Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja breska herinn í viðbragðsstöðu til að búa sig undir þann möguleika að Bretland fari úr Evrópusambandinu án samnings í lok mars á næsta ári en hvorki gengur né rekur að sigla Brexit-sáttmálanum í höfn. Á þriðjudaginn síðasta átti að fara fram atkvæðagreiðsla um samninginn en Theresa May forsætisráðherra Bretlands sló henni á frest því hún vissi að hann yrði felldur í þinginu. Á skyndifundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu í dag sammæltust ráðherrarnir um að ráðast að fullum krafti í að búa almenning og stofnanir landsins undir að takast á við þá erfiðleika sem gætu komið upp ef enginn samningur verður fyrir hendi í lok mars. Ríkisstjórnin hefur smíðað svokallaðar „varaáætlanir“ fari það svo að Bretland yfirgefi sambandið án samnings. Í áætlunum ríkisstjórnarinnar felst að 3500 hermenn verða í viðbragðsstöðu, upplýsingabæklingum verður dreift til fyrirtækja um hugsanlegra breytinga á landamærum og þannig á inn-og útflutningi að því er fram kemur á vef Sky News. Tveir milljarðar punda verða eyrnamerktir samningslausu Brexit, landsmenn munu fá upplýsingar um hvernig þeir eigi að undirbúa sig ef engir samningar nást og þá fer einnig auglýsingaherferð í gang. Auk þessa verður neyðarnefnd bresku ríkisstjórnarinnar COBRA virkjuð – en hún er virkjuð þegar neyðarástand skapast í landinu – og mun hún funda reglulega. Gert er ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu 29. mars með eða án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantrauststillögu á May Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands,tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins. 17. desember 2018 21:26 Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja breska herinn í viðbragðsstöðu til að búa sig undir þann möguleika að Bretland fari úr Evrópusambandinu án samnings í lok mars á næsta ári en hvorki gengur né rekur að sigla Brexit-sáttmálanum í höfn. Á þriðjudaginn síðasta átti að fara fram atkvæðagreiðsla um samninginn en Theresa May forsætisráðherra Bretlands sló henni á frest því hún vissi að hann yrði felldur í þinginu. Á skyndifundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu í dag sammæltust ráðherrarnir um að ráðast að fullum krafti í að búa almenning og stofnanir landsins undir að takast á við þá erfiðleika sem gætu komið upp ef enginn samningur verður fyrir hendi í lok mars. Ríkisstjórnin hefur smíðað svokallaðar „varaáætlanir“ fari það svo að Bretland yfirgefi sambandið án samnings. Í áætlunum ríkisstjórnarinnar felst að 3500 hermenn verða í viðbragðsstöðu, upplýsingabæklingum verður dreift til fyrirtækja um hugsanlegra breytinga á landamærum og þannig á inn-og útflutningi að því er fram kemur á vef Sky News. Tveir milljarðar punda verða eyrnamerktir samningslausu Brexit, landsmenn munu fá upplýsingar um hvernig þeir eigi að undirbúa sig ef engir samningar nást og þá fer einnig auglýsingaherferð í gang. Auk þessa verður neyðarnefnd bresku ríkisstjórnarinnar COBRA virkjuð – en hún er virkjuð þegar neyðarástand skapast í landinu – og mun hún funda reglulega. Gert er ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu 29. mars með eða án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantrauststillögu á May Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands,tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins. 17. desember 2018 21:26 Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Ætlar að leggja fram vantrauststillögu á May Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands,tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins. 17. desember 2018 21:26
Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35
Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04
Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06
Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19