Lokanir í miðbænum á Þorláksmessu að venju Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. desember 2018 06:45 Frá friðargöngunni á Laugavegi á Þorláksmessu 2015. Fréttablaðið/Stefán „Stundum fer maður þótt maður eigi ekkert annað erindi en að upplifa stemninguna,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um andrúmsloftið sem jafnan er í miðbæ Reykjavíkur á Þorlákssmessu. Takmarkanir á umferð verða talsverðar í miðborginni á Þorláksmessu eins og oft áður og göngusvæðið stærra en jafnan. Frá klukkan ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Bankastræti að Þingholtsstræti. Búist er við fjölda fólks í miðbæinn en Elfa segist ekki hafa á reiðum höndum hversu margir séu þar yfirleitt á Þorláksmessu. „En ef það er gott veður þá getur þetta alveg verið á við Menningarótt,“ segir hún. Og í gærkvöldi var veðurspáin býsna góð fyrir Þorláksmessukvöld í höfuðborginni, tveggja stiga hiti og hægur vindur klukkan 18.00. Sumir verslunareigendur hafa sett sig upp á móti götulokunum í miðbænum en Elfa telur það ekki eiga við um Þorláksmessu. „Það er bara svo mikil hefð fyrir því að fara gangandi niður Laugaveginn og um miðborgina á Þorláksmessu.“ Þegar líður að kvöldi verða lokanirnar umfangsmeiri því frá klukkan 18.00 ná þær að mótum Barónsstígs og Laugavegs, auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verður líka lokaður frá klukkan 17.00 til 18.00 vegna upphafs hinnar árlegu friðargöngu niður Laugaveg. Fyrir friðargöngunni stendur samstarfshópur ýmissa hreyfinga friðarsinna. Hún verður nú gengin í 39. árið í röð. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segist sérstaklega vilja minna á bílastæðahús sem stundum gleymist; við Vitatorg og undir Arnarhóli. Einnig benda borgaryfirvöld á almenningssamgöngur þennan dag. Auk hefðbundinna verslana sem hafa opið til klukkan ellefu er jólmarkaður starfandi í Hjartagarðinum. Á Ingólfstorgi geta þeir sprækustu brugðið undir sig betri fætinum á skautasvelli sem þar var nýlega sett upp. Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
„Stundum fer maður þótt maður eigi ekkert annað erindi en að upplifa stemninguna,“ segir Elfa Björk Ellertsdóttir, upplýsingafulltrúi í Ráðhúsi Reykjavíkur, um andrúmsloftið sem jafnan er í miðbæ Reykjavíkur á Þorlákssmessu. Takmarkanir á umferð verða talsverðar í miðborginni á Þorláksmessu eins og oft áður og göngusvæðið stærra en jafnan. Frá klukkan ellefu verður Laugavegur lokaður frá Vatnsstíg og Skólavörðustígur frá Bergstaðastræti og niður Bankastræti að Þingholtsstræti. Búist er við fjölda fólks í miðbæinn en Elfa segist ekki hafa á reiðum höndum hversu margir séu þar yfirleitt á Þorláksmessu. „En ef það er gott veður þá getur þetta alveg verið á við Menningarótt,“ segir hún. Og í gærkvöldi var veðurspáin býsna góð fyrir Þorláksmessukvöld í höfuðborginni, tveggja stiga hiti og hægur vindur klukkan 18.00. Sumir verslunareigendur hafa sett sig upp á móti götulokunum í miðbænum en Elfa telur það ekki eiga við um Þorláksmessu. „Það er bara svo mikil hefð fyrir því að fara gangandi niður Laugaveginn og um miðborgina á Þorláksmessu.“ Þegar líður að kvöldi verða lokanirnar umfangsmeiri því frá klukkan 18.00 ná þær að mótum Barónsstígs og Laugavegs, auk þess sem kaflinn frá Barónsstíg að Snorrabraut verður líka lokaður frá klukkan 17.00 til 18.00 vegna upphafs hinnar árlegu friðargöngu niður Laugaveg. Fyrir friðargöngunni stendur samstarfshópur ýmissa hreyfinga friðarsinna. Hún verður nú gengin í 39. árið í röð. Bjarni Brynjólfsson, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segist sérstaklega vilja minna á bílastæðahús sem stundum gleymist; við Vitatorg og undir Arnarhóli. Einnig benda borgaryfirvöld á almenningssamgöngur þennan dag. Auk hefðbundinna verslana sem hafa opið til klukkan ellefu er jólmarkaður starfandi í Hjartagarðinum. Á Ingólfstorgi geta þeir sprækustu brugðið undir sig betri fætinum á skautasvelli sem þar var nýlega sett upp.
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira