Minjastofnun segir friðun Víkurgarðs ekki hafa áhrif á hótelbyggingu Heimir Már Pétursson skrifar 18. desember 2018 18:45 Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu vikum eða mánuðum taka afstöðu til tillögu Minjastofnunar um friðun Víkurgarðs, gamla kirkjugarðsins, í miðborg Reykjavíkur. Stofnunin telur mikilvægt að varðveita minjar um elsta kirkjustað Reykvíkinga og kirkjugarð. Töluverðar deilur hafa staðið um byggingu hótels á gamla Landsímareitnum undanfarin misseri og hefur hópur sem kallar sig vini Víkurgarðs reynt að stöðva að minnsta kosti hluta byggingarinnar. Nú í byrjun desember sendi Minjastofnun ítarlega tillögu til menntamálaráðherra um friðun Víkurgarðs. Byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar á nýju hóteli við Víkurkirkjugarð og nú þegar er búið að rífa stóran hluta gömlu höfuðstöðva Landssímans. Eftir því sem við komumst næst mun friðlýsing Minjastofnunar ef að verður ekki hafa áhrif á þessar byggingaframkvæmdir. Fornminjanefnd styður hugmyndir Minjastofnunar samkvæmt því erindi sem stofnunin hefur sent mennta- og menniungarmálaráðherra vegna þess að um sé að ræða menningarsögulegar minjar með mikið varðveislugildi sem hefði átt að friða fyrir löngu. Innan Minjastofnunar er vilji til þess að sögu garðsins sé gert hærra undir höfði og að sögulegar minjar í miðborg Reykjavíkur verði almennt betur kortlagðar og hugsanlega friðlýstar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur endanlegt úrskurðarvald um friðlýsingu garðsins, sem nær frá vesturhlið væntanlegs hótels að Aðalstræti.Hvað gerist þá næst í málinu? „Það sem við erum að gera er að fara yfir erindið. Við þurfum auðvitað að gera það mjög gaumgæfilega eins og öll erindi sem berast hingað. Þannig að málið er í skoðun í þessu ráðuneyti eins og staðan er í dag.“Er þetta eitthvað sem ráðuneytið mun afgreiða á þessu ári eða fer þetta eitthvað inn á næsta ár? „Það er erfitt að segja til um það. Ég er að fara yfir gögnin á þessu stigi málsins. Eins og hefur komið fram er þetta er stórt mál. Við viljum vanda hér til verks og við munum gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Borgarstjórn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Mennta- og menningarmálaráðherra mun á næstu vikum eða mánuðum taka afstöðu til tillögu Minjastofnunar um friðun Víkurgarðs, gamla kirkjugarðsins, í miðborg Reykjavíkur. Stofnunin telur mikilvægt að varðveita minjar um elsta kirkjustað Reykvíkinga og kirkjugarð. Töluverðar deilur hafa staðið um byggingu hótels á gamla Landsímareitnum undanfarin misseri og hefur hópur sem kallar sig vini Víkurgarðs reynt að stöðva að minnsta kosti hluta byggingarinnar. Nú í byrjun desember sendi Minjastofnun ítarlega tillögu til menntamálaráðherra um friðun Víkurgarðs. Byggingaframkvæmdir eru þegar hafnar á nýju hóteli við Víkurkirkjugarð og nú þegar er búið að rífa stóran hluta gömlu höfuðstöðva Landssímans. Eftir því sem við komumst næst mun friðlýsing Minjastofnunar ef að verður ekki hafa áhrif á þessar byggingaframkvæmdir. Fornminjanefnd styður hugmyndir Minjastofnunar samkvæmt því erindi sem stofnunin hefur sent mennta- og menniungarmálaráðherra vegna þess að um sé að ræða menningarsögulegar minjar með mikið varðveislugildi sem hefði átt að friða fyrir löngu. Innan Minjastofnunar er vilji til þess að sögu garðsins sé gert hærra undir höfði og að sögulegar minjar í miðborg Reykjavíkur verði almennt betur kortlagðar og hugsanlega friðlýstar. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur endanlegt úrskurðarvald um friðlýsingu garðsins, sem nær frá vesturhlið væntanlegs hótels að Aðalstræti.Hvað gerist þá næst í málinu? „Það sem við erum að gera er að fara yfir erindið. Við þurfum auðvitað að gera það mjög gaumgæfilega eins og öll erindi sem berast hingað. Þannig að málið er í skoðun í þessu ráðuneyti eins og staðan er í dag.“Er þetta eitthvað sem ráðuneytið mun afgreiða á þessu ári eða fer þetta eitthvað inn á næsta ár? „Það er erfitt að segja til um það. Ég er að fara yfir gögnin á þessu stigi málsins. Eins og hefur komið fram er þetta er stórt mál. Við viljum vanda hér til verks og við munum gefa okkur þann tíma sem við þurfum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.
Borgarstjórn Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira