Flynn bað um frest á dómsuppkvaðningu Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2018 18:06 Michael Flynn, fyrrverandi hershöfðingi og þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna. AP/Carolyn Kaster Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, óskaði eftir því í dómsal í dag að dómsuppkvaðningu hans yrði frestað. Hann hefur játað að hafa logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, um fundi hans með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn játaði sekt og sagðist hafa verið meðvitaður um að það væri glæpur að ljúga að rannsakendum FBI, þegar hann var yfirheyrður. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafði farið fram á að Flynn yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar vegna þess að hann hefði tekið ábyrgð á brotum sínum og hann hefði veitt rannsakendum Mueller samstarf sitt. Lögmenn Flynn höfðu einnig farið fram á að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar. Lögmenn Flynn báðu um að dómsuppkvaðningu yrði frestað, eins og dómarinn hafði stungið upp á, svo Flynn gæti nýtt sér samstarf hans með rannsakendum til að minnka mögulegan dóm sinn. Ekki liggur fyrir dómsuppkvaðning mun fara fram en það verður ekki fyrr en í mars í fyrsta lagi. Dómarinn hafði stungið upp á því að Flynn gæti verið beðinn um frekara samstarf á næstunni og gaf Flynn möguleika á því að fresta dómsuppkvaðningu. Eftir hlé lögðu lögmenn Flynn beiðni um frestun. Áður en beiðni Flynn var lögð fram fór dómarinn Emmet Sullivan hörðum orðum um Flynn og sagði hann í rauninni hafa svikið Bandaríkin. Flynn hefur verið sakaður um að starfa á vegum ríkisstjórnar Tyrklands þó hann hafi ekki verið ákærður fyrir það. Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að vinna á laun fyrir tyrknesk stjórnvöld.Sjá einnig: Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðirSullivan sagði brot Flynn vera mjög alvarleg. Hann, sem hátt settur embættismaður, hefði logið að rannsakendum og öðrum embættismönnum í Hvíta húsinu. Á meðan hann hafi starfað í Hvíta húsinu hafi hann unnið fyrir önnur stjórnvöld. Dómarinn gekk það langt að spyrja saksóknarann hvort athæfi Flynn væri landráð og hvort saksóknarar hefðu íhugað að ákæra hann fyrir landráð. Þegar saksóknarinn Brandon Van Grack sagði að það hefði ekki verið íhugað spurði Sullivan hvort það væri hægt. Því vildi Grack ekki svara. Seinna tók Sullivan þó fram að hann hefði ekki verið að stinga upp á því að Flynn hefði framið landráð, heldur hefði hann verið forvitinn og bað hann fólk ekki að lesa of mikið í spurningar hans til Flynn og saksóknarans. Dómarinn dró einnig ummæli sín um störf Flynn fyrir stjórnvöld Tyrklands til baka. Hann hefði áttað sig á því að það hefði verið rangt að Flynn hefði unnið fyrir Tyrki á sama tíma og hann var að vinna í Hvíta húsinu. Bandaríkin Donald Trump Norður-Ameríka Rússarannsóknin Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseti, óskaði eftir því í dómsal í dag að dómsuppkvaðningu hans yrði frestað. Hann hefur játað að hafa logið að rannsakendum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, um fundi hans með Sergei Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn játaði sekt og sagðist hafa verið meðvitaður um að það væri glæpur að ljúga að rannsakendum FBI, þegar hann var yfirheyrður. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafði farið fram á að Flynn yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar vegna þess að hann hefði tekið ábyrgð á brotum sínum og hann hefði veitt rannsakendum Mueller samstarf sitt. Lögmenn Flynn höfðu einnig farið fram á að hann yrði ekki dæmdur til fangelsisvistar. Lögmenn Flynn báðu um að dómsuppkvaðningu yrði frestað, eins og dómarinn hafði stungið upp á, svo Flynn gæti nýtt sér samstarf hans með rannsakendum til að minnka mögulegan dóm sinn. Ekki liggur fyrir dómsuppkvaðning mun fara fram en það verður ekki fyrr en í mars í fyrsta lagi. Dómarinn hafði stungið upp á því að Flynn gæti verið beðinn um frekara samstarf á næstunni og gaf Flynn möguleika á því að fresta dómsuppkvaðningu. Eftir hlé lögðu lögmenn Flynn beiðni um frestun. Áður en beiðni Flynn var lögð fram fór dómarinn Emmet Sullivan hörðum orðum um Flynn og sagði hann í rauninni hafa svikið Bandaríkin. Flynn hefur verið sakaður um að starfa á vegum ríkisstjórnar Tyrklands þó hann hafi ekki verið ákærður fyrir það. Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að vinna á laun fyrir tyrknesk stjórnvöld.Sjá einnig: Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðirSullivan sagði brot Flynn vera mjög alvarleg. Hann, sem hátt settur embættismaður, hefði logið að rannsakendum og öðrum embættismönnum í Hvíta húsinu. Á meðan hann hafi starfað í Hvíta húsinu hafi hann unnið fyrir önnur stjórnvöld. Dómarinn gekk það langt að spyrja saksóknarann hvort athæfi Flynn væri landráð og hvort saksóknarar hefðu íhugað að ákæra hann fyrir landráð. Þegar saksóknarinn Brandon Van Grack sagði að það hefði ekki verið íhugað spurði Sullivan hvort það væri hægt. Því vildi Grack ekki svara. Seinna tók Sullivan þó fram að hann hefði ekki verið að stinga upp á því að Flynn hefði framið landráð, heldur hefði hann verið forvitinn og bað hann fólk ekki að lesa of mikið í spurningar hans til Flynn og saksóknarans. Dómarinn dró einnig ummæli sín um störf Flynn fyrir stjórnvöld Tyrklands til baka. Hann hefði áttað sig á því að það hefði verið rangt að Flynn hefði unnið fyrir Tyrki á sama tíma og hann var að vinna í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Ameríka Rússarannsóknin Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Sjá meira