Trump lokar góðgerðasamtökum í skugga ásakana um lögbrot Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 16:39 Fyrirtæki Trump og hann sjálfur er sagður hafa hagnast mest á framlögum í góðgerðasjóðinn sem rekinn var í nafni hans. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallist á að loka góðgerðasamtökum sínum og gefa féð sem eftir er í sjóðum þess. Dómsmálaráðherra New York greindi frá þessu í dag en saksóknarar þar hafa sakað forsetann um að hafa notað samtökin í eigin þágu og stjórnmálaframboðs síns. Yfirvöld í New York krefja samtökin enn um 2,8 milljónir dollara í bætur og hafa beðið dómara um að banna Trump og þremur elstu börnum hans að sitja í stjórn félagasamtaka í ríkinu tímabundið. Barbara Underwood, dómsmálaráðherra New York, sagði í dag að rannsókn hefði leitt í ljós „sláandi mynstur ólöglegra gjörninga“ sem tengjast Trump-sjóðnum. Sjóðurinn hefði til að mynda átt í ólöglegu samráði við forsetaframboð Trump og stundað endurtekin viðskipti þar sem Trump-fjölskyldan var beggja vegna borðsins, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Bandaríska blaðið hefur fjallað um meint misferli Trump-sjóðsins. Trump er sagður hafa notað fé sem var safnað í góðgerðaskyni til að greiða fyrir dómssáttir einkafyrirtækis hans, kaupa listaverk fyrir einn golfklúbba sinna og ólögleg framlög í kosningasjóði.Hagnaðist mest sjálfur á sjóðnum Trump hafnaði því að sjóðurinn hefði gert nokkuð ólöglegt árið 2016 og sagðist vilja loka honum. Saksóknarar í New York bönnuðu það á meðan málefni sjóðsins væru til rannsóknar. Lítið fé var í fjárhirslum Trump-sjóðsins en Trump lét sjálfur lítið sem ekkert fé af hendi rakna í hann heldur safnaði framlögum frá öðrum. Það kom þó ekki í veg fyrir að Trump gæfi fé úr sjóðnum í eigin nafni. Trump sjálfur og fyrirtæki hans virðast hafa hagnast á framlögum í sjóðinn. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 lét Trump framboði sínu eftir stjórn á sjóðnum. Safnaði hann meira en tveimur milljónum dollara í góðgerðafélagið á fjáröflunarviðburði í Iowa sem þáverandi kosningastjóri hans sé síðan um að útdeila. Ólöglegt er fyrir góðgerðasamtök að taka þátt í stjórnmálaframboðum. Elstu börn Trump; Donald yngri, Eric og Ivanka, sátu öll í stjórn Trump-sjóðsins. Þau sátu hins vegar aldrei stjórnarfundi. Sá síðasti var enda haldinn árið 1999. Allen Weisselberg, forstjóri Trump-fyrirtækisins, var skráður gjaldkeri sjóðsins en hann sagði saksóknurum að hann hafi ekki vitað af því. Engin stefna hafi verið hjá sjóðnum um hvernig lögmæti greiðslna úr honum var metið. Rannsóknin á Trump-sjóðnum er aðeins ein af fjölmörgum sem beinist að forsetanum og fyrirtækjum hans. Nýlega var greint frá því að rannsókn stæði yfir á fjármálum undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Trump. Grunur leiki á að erlendir aðilar hafi reynt að kaupa sér aðgang að nýju ríkisstjórninni með framlögum til nefndarinnar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fallist á að loka góðgerðasamtökum sínum og gefa féð sem eftir er í sjóðum þess. Dómsmálaráðherra New York greindi frá þessu í dag en saksóknarar þar hafa sakað forsetann um að hafa notað samtökin í eigin þágu og stjórnmálaframboðs síns. Yfirvöld í New York krefja samtökin enn um 2,8 milljónir dollara í bætur og hafa beðið dómara um að banna Trump og þremur elstu börnum hans að sitja í stjórn félagasamtaka í ríkinu tímabundið. Barbara Underwood, dómsmálaráðherra New York, sagði í dag að rannsókn hefði leitt í ljós „sláandi mynstur ólöglegra gjörninga“ sem tengjast Trump-sjóðnum. Sjóðurinn hefði til að mynda átt í ólöglegu samráði við forsetaframboð Trump og stundað endurtekin viðskipti þar sem Trump-fjölskyldan var beggja vegna borðsins, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Bandaríska blaðið hefur fjallað um meint misferli Trump-sjóðsins. Trump er sagður hafa notað fé sem var safnað í góðgerðaskyni til að greiða fyrir dómssáttir einkafyrirtækis hans, kaupa listaverk fyrir einn golfklúbba sinna og ólögleg framlög í kosningasjóði.Hagnaðist mest sjálfur á sjóðnum Trump hafnaði því að sjóðurinn hefði gert nokkuð ólöglegt árið 2016 og sagðist vilja loka honum. Saksóknarar í New York bönnuðu það á meðan málefni sjóðsins væru til rannsóknar. Lítið fé var í fjárhirslum Trump-sjóðsins en Trump lét sjálfur lítið sem ekkert fé af hendi rakna í hann heldur safnaði framlögum frá öðrum. Það kom þó ekki í veg fyrir að Trump gæfi fé úr sjóðnum í eigin nafni. Trump sjálfur og fyrirtæki hans virðast hafa hagnast á framlögum í sjóðinn. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 lét Trump framboði sínu eftir stjórn á sjóðnum. Safnaði hann meira en tveimur milljónum dollara í góðgerðafélagið á fjáröflunarviðburði í Iowa sem þáverandi kosningastjóri hans sé síðan um að útdeila. Ólöglegt er fyrir góðgerðasamtök að taka þátt í stjórnmálaframboðum. Elstu börn Trump; Donald yngri, Eric og Ivanka, sátu öll í stjórn Trump-sjóðsins. Þau sátu hins vegar aldrei stjórnarfundi. Sá síðasti var enda haldinn árið 1999. Allen Weisselberg, forstjóri Trump-fyrirtækisins, var skráður gjaldkeri sjóðsins en hann sagði saksóknurum að hann hafi ekki vitað af því. Engin stefna hafi verið hjá sjóðnum um hvernig lögmæti greiðslna úr honum var metið. Rannsóknin á Trump-sjóðnum er aðeins ein af fjölmörgum sem beinist að forsetanum og fyrirtækjum hans. Nýlega var greint frá því að rannsókn stæði yfir á fjármálum undirbúningsnefndar fyrir valdatöku Trump. Grunur leiki á að erlendir aðilar hafi reynt að kaupa sér aðgang að nýju ríkisstjórninni með framlögum til nefndarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30 Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Upplýsingar útgáfufyrirtækisins AMI styrkja ásakanir um að Trump Bandaríkjaforseti hafi brotið kosningalög með ólöglegum greiðslum til kvenna sem sögðust hafa átt í kynferðislegu sambandi við hann. 13. desember 2018 10:30
Rannsaka eyðslu í tengslum við embættistöku Trump Alríkissaksóknarar í New York hafa hafið sakamálarannsókn á því hvort að nefnd sem bar ábyrgð á innsetningu Donald Trump í embætti hafi misfarið með hluta þess fé sem hún hafi safnað. 13. desember 2018 23:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent