Erlent

Refsing fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákveðin í dag

Kjartan Kjartansson skrifar
Michael Flynn laug að FBI að hann hefði ekki rætt refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi við Kislyak sendiherra.
Michael Flynn laug að FBI að hann hefði ekki rætt refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Rússlandi við Kislyak sendiherra. Vísir/AFP
Dómari í Washington-borg ákvarðar refsingu Michaels Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta í dag. Saksóknarar sem rannsaka meint samráð framboðs Trump við Rússa hafa mælt með því að Flynn verði ekki dæmdur í fangelsi vegna aðstoðar hans við rannsóknina.

Flynn játaði sig sekan um að hafa logið að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússa í Washington, í desember í fyrra. Hóf hann í kjölfarið samstarf við saksóknara sem er sögð hafa verið „veruleg“.

Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að ljúga að alríkislögreglunni. Með sátt sem Flynn gerði við saksóknarana gæti hann vænst innan við hálfs árs fangelsisdóms, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Dómurinn verður kveðinn upp klukkan fjögur síðdegis að íslenskum tíma.

Trump réði Flynn sem fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa sinn. Flynn entist hins vegar aðeins innan við mánuð í starfi. Þá var hann rekinn fyrir að hafa logið að Mike Pence, varaforseta, um samskiptin við Kislyak, að sögn Hvíta hússins.

Tveir viðskiptafélagar Flynn hafa verið ákærðir fyrir að hafa starfað með leynd fyrir tyrknesk stjórnvöld. Reyndu þeir að þrýsta á bandaríska þingmenn um að framselja helsta pólitíska andstæðing Receps Erdogan forseta.


Tengdar fréttir

Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn

Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn.

Nornirnar fuðra upp á báli Mueller

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×