Comey lét Trump og Repúblikana heyra það Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 23:00 James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI. AP/J. Scott Applewhite James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sendi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Repúblikönum á þingi tóninn í kvöld. Það gerði Comey eftir að hann var á lokuðum nefndarfundi þar sem þingmenn spurðu hann út í tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, Steele-skýrsluna svokölluðu, rússarannsóknina og fleiri málefni, sem Comey sagði í rauninni ekki skipta máli. „Á meðan er forseti Bandaríkjanna að ljúga um FBI, ráðast gegn FBI og ráðast gegn réttarríkinu. Hvernig heldur þetta einhverju vatni? Repúblikanar skildu áður að aðgerðir forseta skiptu máli, orð forseta skiptu máli, réttarríkið skiptir máli og sannleikurinn skiptir máli. Hvar eru þessir Repúblikanar í dag?“ spurði Comey. Áðurnefndur nefndarfundur tók rúmar fimm klukkustundir. Samkvæmt heimildum CNN varði Comey FBI gegn ásökunum þingamanna Repúblikanaflokksins. Hann sagði að það hefði verið rétt ákvörðun að láta ekki undan þrýstingi frá Hvíta húsinu og tilkynna ekki opinberlega að Trump sjálfur væri ekki til rannsóknar. Comey sagðist ekki hafa viljað lýsa því yfir þar sem hann taldi mögulegt að það gæti breyst og sagði að miðað við þær fréttir sem hann hefði séð undanfarið hefði það breyst og Trump sjálfur væri nú til rannsóknar hjá FBI.„Einhver verður að koma FBI til varnar,“ sagði Comey eftir blaðamannafundinn. „Fólk sem veit betur, þar á meðal Repúblikanar á þessu þingi, verður að hafa hugrekki til að standa upp og segja sannleikann. Að láta ekki undan illgjörnum tístum og ótta við stuðningsmenn. Sannleikurinn er til en þeir segja hann ekki. Þögn þeirra er skammarleg.“ Comey beindi gagnrýni sinni einnig að þeim þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa ákveðið að hætta. „Á einhverjum tímapunkti verður einhver að standa upp og takast á við óttan við Fox News, óttann við stuðningsmennina, óttann við illgjörn tíst og standa upp fyrir gildum þessa lands. Ekki bara lauma sér á eftirlaun, heldur standa upp og segja sannleikann.“Eftir fundinn spurði fréttakona Fox News hvort Comey sjálfur bæri einhverja ábyrgð á því að álit íbúa Bandaríkjanna á Alríkislögreglunni hafi versnað að undanförnu. Svarið var afdráttarlaust. „Nei. Orðspor FBI hefur beðið hnekki vegna þess að forseti Bandaríkjanna og félagar hans hafa logið stanslaust um stofnunina. Vegna þeirra lyga trúir mikið af góðu fólki, sem horfir á þína sjónvarpsstöð, þeirri vitleysu. Það er sorglegt. Það mun ekki vara að eilífu en sá skaði kemur mér ekkert við.“ Þetta svar má sjá undir lok þessa myndbands.COMEY: "Somebody has to stand up and speak for the FBI & the rule of law. I hope there's more somebodies than just me...the FBI's reputation is taking a big hit b/c POTUS has lied about it constantly. A whole lot of people who watch your network [Fox News] believe that nonsense." pic.twitter.com/79j1AYTrl2 — Aaron Rupar (@atrupar) December 17, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06 Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
James Comey, fyrrverandi yfirmaður Alríkislögreglu Bandaríkjanna, sendi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Repúblikönum á þingi tóninn í kvöld. Það gerði Comey eftir að hann var á lokuðum nefndarfundi þar sem þingmenn spurðu hann út í tölvupósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump, Steele-skýrsluna svokölluðu, rússarannsóknina og fleiri málefni, sem Comey sagði í rauninni ekki skipta máli. „Á meðan er forseti Bandaríkjanna að ljúga um FBI, ráðast gegn FBI og ráðast gegn réttarríkinu. Hvernig heldur þetta einhverju vatni? Repúblikanar skildu áður að aðgerðir forseta skiptu máli, orð forseta skiptu máli, réttarríkið skiptir máli og sannleikurinn skiptir máli. Hvar eru þessir Repúblikanar í dag?“ spurði Comey. Áðurnefndur nefndarfundur tók rúmar fimm klukkustundir. Samkvæmt heimildum CNN varði Comey FBI gegn ásökunum þingamanna Repúblikanaflokksins. Hann sagði að það hefði verið rétt ákvörðun að láta ekki undan þrýstingi frá Hvíta húsinu og tilkynna ekki opinberlega að Trump sjálfur væri ekki til rannsóknar. Comey sagðist ekki hafa viljað lýsa því yfir þar sem hann taldi mögulegt að það gæti breyst og sagði að miðað við þær fréttir sem hann hefði séð undanfarið hefði það breyst og Trump sjálfur væri nú til rannsóknar hjá FBI.„Einhver verður að koma FBI til varnar,“ sagði Comey eftir blaðamannafundinn. „Fólk sem veit betur, þar á meðal Repúblikanar á þessu þingi, verður að hafa hugrekki til að standa upp og segja sannleikann. Að láta ekki undan illgjörnum tístum og ótta við stuðningsmenn. Sannleikurinn er til en þeir segja hann ekki. Þögn þeirra er skammarleg.“ Comey beindi gagnrýni sinni einnig að þeim þingmönnum Repúblikanaflokksins sem hafa ákveðið að hætta. „Á einhverjum tímapunkti verður einhver að standa upp og takast á við óttan við Fox News, óttann við stuðningsmennina, óttann við illgjörn tíst og standa upp fyrir gildum þessa lands. Ekki bara lauma sér á eftirlaun, heldur standa upp og segja sannleikann.“Eftir fundinn spurði fréttakona Fox News hvort Comey sjálfur bæri einhverja ábyrgð á því að álit íbúa Bandaríkjanna á Alríkislögreglunni hafi versnað að undanförnu. Svarið var afdráttarlaust. „Nei. Orðspor FBI hefur beðið hnekki vegna þess að forseti Bandaríkjanna og félagar hans hafa logið stanslaust um stofnunina. Vegna þeirra lyga trúir mikið af góðu fólki, sem horfir á þína sjónvarpsstöð, þeirri vitleysu. Það er sorglegt. Það mun ekki vara að eilífu en sá skaði kemur mér ekkert við.“ Þetta svar má sjá undir lok þessa myndbands.COMEY: "Somebody has to stand up and speak for the FBI & the rule of law. I hope there's more somebodies than just me...the FBI's reputation is taking a big hit b/c POTUS has lied about it constantly. A whole lot of people who watch your network [Fox News] believe that nonsense." pic.twitter.com/79j1AYTrl2 — Aaron Rupar (@atrupar) December 17, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06 Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Fleiri fréttir „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Trump búinn að svara sérstaka rannsakandanum og vildi sækja Clinton og Comey til saka Svörin vörðuðu meint samráð framboðs Trump við Rússa. New York Times segir að Trump hafi viljað skipa dómsmálaráðuneytinu að rannsaka pólitíska andstæðinga sína. 21. nóvember 2018 11:06
Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar. 22. nóvember 2018 20:41
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent