Á grænni grein Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. desember 2018 07:00 Í þrígang hafa þingmenn Pírata lagt fram tillögu til þingsályktunar um notkun og ræktun kannabiss í lækningaskyni. Tillagan var síðast til umræðu í þinginu um miðjan síðasta mánuð. Hún gekk í kjölfarið til umfjöllunar í velferðarnefnd, sem nú hefur óskað eftir umsögnum. Þingmönnunum ber að hrósa fyrir þrautseigjuna, enda er hér um að ræða mikilvægt mál sem iðulega er afgreitt og afskrifað með einfeldningslegum hætti – jafnvel með yfirlæti – án þess að efnisleg umræða hafi átt sér stað. Slík umræða hefur raunar átt sér stað víða um heim á undanförnum árum. Helmingur ríkja Bandaríkjanna hefur ýmist lögleitt kannabisnotkun í læknisfræðilegum tilgangi, eða afnumið refsingar vegna neyslu efnisins. Svipuð þróun hefur átt sér stað í tíu Evrópulöndum, auk Kanada og Ástralíu. Í ritrýndri úttekt Bandarísku vísindanefndarinnar (NASEM) á þeirri þekkingu sem aflast hefur undanfarið á áhrifum kannabiss og kannabínóíða á heilsu fólks kemur fram að veigamiklar vísbendingar séu um tölfræðilegt samhengi milli neyslu á kannabis og geðklofa og annarra geðtruflana. Sama athugun leiðir í ljós að tiltölulega miklar vísbendingar séu um samhengi milli slíkrar neyslu og vitsmunaskerðingar, lágrar fæðingarþyngdar nýbura og aukinnar áhættu á alvarlegum slysum í umferðinni. Vísindanefndin kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu að fullvíst sé að kannabis geti linað þjáningar þeirra sem þjást af krónískum sársauka, hjálpað þeim sem glíma við velgju eftir krabbameinsmeðferð og bætt lífsgæði þeirra sem þjást af hreyfiröskun og krampa sökum MS. Margt er enn á huldu um áhrif þessarar alræmdu jurtar á heilsu fólks. Ein af ástæðunum fyrir þessum skorti á gögnum og niðurstöðum er sú staðreynd að það er hægara sagt en gert að stunda yfirgripsmiklar rannsóknir á efni sem er ólöglegt. Sally Davies, prófessor og landlæknir á Englandi, tók mið af þessari skýrslu NASEM, og öðrum vísindalegum úttektum, þegar hún lagði til í júní síðastliðnum að algjört bann við notkun kannabislyfja yrði afnumið. Hún sagði óyggjandi vísbendingar til staðar um notagildi kannabislyfja við ákveðnum sjúkdómum. Hún ítrekaði jafnframt að breyting á lagalegri skilgreiningu efnisins opnaði dyrnar fyrir frekari rannsóknum á kostum og göllum þess. Kannabis hefur sína kosti og sannarlega sína galla, rétt eins og öll lyf. Því er mikilvægt að hugmyndir þingmannanna fái þá umræðu sem hún á skilið. Umræðan er bæði tímabær og sanngjörn þeim sem kunna að njóta góðs af henni; sjúklingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í þrígang hafa þingmenn Pírata lagt fram tillögu til þingsályktunar um notkun og ræktun kannabiss í lækningaskyni. Tillagan var síðast til umræðu í þinginu um miðjan síðasta mánuð. Hún gekk í kjölfarið til umfjöllunar í velferðarnefnd, sem nú hefur óskað eftir umsögnum. Þingmönnunum ber að hrósa fyrir þrautseigjuna, enda er hér um að ræða mikilvægt mál sem iðulega er afgreitt og afskrifað með einfeldningslegum hætti – jafnvel með yfirlæti – án þess að efnisleg umræða hafi átt sér stað. Slík umræða hefur raunar átt sér stað víða um heim á undanförnum árum. Helmingur ríkja Bandaríkjanna hefur ýmist lögleitt kannabisnotkun í læknisfræðilegum tilgangi, eða afnumið refsingar vegna neyslu efnisins. Svipuð þróun hefur átt sér stað í tíu Evrópulöndum, auk Kanada og Ástralíu. Í ritrýndri úttekt Bandarísku vísindanefndarinnar (NASEM) á þeirri þekkingu sem aflast hefur undanfarið á áhrifum kannabiss og kannabínóíða á heilsu fólks kemur fram að veigamiklar vísbendingar séu um tölfræðilegt samhengi milli neyslu á kannabis og geðklofa og annarra geðtruflana. Sama athugun leiðir í ljós að tiltölulega miklar vísbendingar séu um samhengi milli slíkrar neyslu og vitsmunaskerðingar, lágrar fæðingarþyngdar nýbura og aukinnar áhættu á alvarlegum slysum í umferðinni. Vísindanefndin kemst jafnframt að þeirri niðurstöðu að fullvíst sé að kannabis geti linað þjáningar þeirra sem þjást af krónískum sársauka, hjálpað þeim sem glíma við velgju eftir krabbameinsmeðferð og bætt lífsgæði þeirra sem þjást af hreyfiröskun og krampa sökum MS. Margt er enn á huldu um áhrif þessarar alræmdu jurtar á heilsu fólks. Ein af ástæðunum fyrir þessum skorti á gögnum og niðurstöðum er sú staðreynd að það er hægara sagt en gert að stunda yfirgripsmiklar rannsóknir á efni sem er ólöglegt. Sally Davies, prófessor og landlæknir á Englandi, tók mið af þessari skýrslu NASEM, og öðrum vísindalegum úttektum, þegar hún lagði til í júní síðastliðnum að algjört bann við notkun kannabislyfja yrði afnumið. Hún sagði óyggjandi vísbendingar til staðar um notagildi kannabislyfja við ákveðnum sjúkdómum. Hún ítrekaði jafnframt að breyting á lagalegri skilgreiningu efnisins opnaði dyrnar fyrir frekari rannsóknum á kostum og göllum þess. Kannabis hefur sína kosti og sannarlega sína galla, rétt eins og öll lyf. Því er mikilvægt að hugmyndir þingmannanna fái þá umræðu sem hún á skilið. Umræðan er bæði tímabær og sanngjörn þeim sem kunna að njóta góðs af henni; sjúklingum.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun