Erlent

Færist í fyrra horf á Srí Lanka

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sirisena og Wickremesinghe.
Sirisena og Wickremesinghe. Nordicphotos/AFP
Srílanska rúpían styrktist töluvert og grænar tölur voru á markaði á Srí Lanka í gær. Rekja má þetta til þess að Ranil Wickremesinghe var á ný skipaður forsætisráðherra eftir stjórnarskrárkrísu frá því hann var settur af í lok október.

Eftir að Maithripala Sirisena forseti sparkaði Wickremesinghe, meðal annars vegna fyrirhugaðs morðtilræðis sem samflokksmaður Wickremesinghe er sagður hafa verið viðriðinn, var Mahinda Rajap­aksa, áður forseti, skipaður forsætisráðherra.

Þingið hafnaði Rajapaksa, samþykkti vantraust tvisvar og sérstaka traustsyfirlýsingu í garð Wickrem­esinghe. Því sá Sirisena sig knúinn til þess að framfylgja vilja þingsins.

Að auki þurfti Sirisena að taka þessa ákvörðun þar sem samþykkja þarf fjárlög fyrir nýársdag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×