Mikil fjölgun umsókna í Tækniþróunarsjóð þýðir að færri fá styrki Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. desember 2018 07:30 Rannís sér um rekstur Tækniþróunarsjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI „Þessi mikla fjölgun umsókna er vissulega jákvæð og sýnir að það er mikil gróska í nýsköpunarsamfélaginu. En þar sem sjóðurinn hefur ekkert stækkað síðan 2016 segir það sig sjálft að hlutfall þeirra verkefna sem fá styrk er að lækka. Við höfum aðeins áhyggjur af því,“ segir Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís, um stöðu Tækniþróunarsjóðs. Árið 2016 voru gerðar breytingar á sjóðnum og styrktarflokkum fjölgað samhliða auknum fjárveitingum. „Umsóknarfjöldinn jókst þá og hefur haldið áfram að vaxa en sjóðurinn tekur við umsóknum um styrki til nýsköpunar úr öllum geirum atvinnulífsins,“ segir Lýður. Á yfirstandandi ári bárust 602 umsóknir um styrki úr sjóðnum en einungis var hægt að styrkja 14 prósent verkefna. Á síðasta ári voru umsóknirnar 507 talsins og þá fengu 20 prósent verkefna styrk og 2016 bárust 489 umsóknir og var hlutfall styrktra verkefna 22 prósent. Í tilkynningu frá Rannís, sem annast rekstur sjóðsins, segir að þetta lága hlutfall skýrist að einhverju leyti af gróskumiklu nýsköpunarumhverfi en að sama skapi fái mörg góð verkefni ekki framgang. Stjórn sjóðsins samþykkti úthlutun nýrra verkefnastyrkja upp á 350 milljónir króna og verður farið í samningaviðræður við fulltrúa frá 21 nýsköpunarfyrirtæki. Sjóðurinn úthlutar alls styrkjum fyrir tæpa 2,4 milljarða á ári og þar af rúmum milljarði til nýrra verkefna en verkefni geta verið styrkt til allt að þriggja ára. Ekki er gert ráð fyrir að framlög til sjóðsins aukist á næstu árum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Þessi mikla fjölgun umsókna er vissulega jákvæð og sýnir að það er mikil gróska í nýsköpunarsamfélaginu. En þar sem sjóðurinn hefur ekkert stækkað síðan 2016 segir það sig sjálft að hlutfall þeirra verkefna sem fá styrk er að lækka. Við höfum aðeins áhyggjur af því,“ segir Lýður Skúli Erlendsson, sérfræðingur hjá Rannís, um stöðu Tækniþróunarsjóðs. Árið 2016 voru gerðar breytingar á sjóðnum og styrktarflokkum fjölgað samhliða auknum fjárveitingum. „Umsóknarfjöldinn jókst þá og hefur haldið áfram að vaxa en sjóðurinn tekur við umsóknum um styrki til nýsköpunar úr öllum geirum atvinnulífsins,“ segir Lýður. Á yfirstandandi ári bárust 602 umsóknir um styrki úr sjóðnum en einungis var hægt að styrkja 14 prósent verkefna. Á síðasta ári voru umsóknirnar 507 talsins og þá fengu 20 prósent verkefna styrk og 2016 bárust 489 umsóknir og var hlutfall styrktra verkefna 22 prósent. Í tilkynningu frá Rannís, sem annast rekstur sjóðsins, segir að þetta lága hlutfall skýrist að einhverju leyti af gróskumiklu nýsköpunarumhverfi en að sama skapi fái mörg góð verkefni ekki framgang. Stjórn sjóðsins samþykkti úthlutun nýrra verkefnastyrkja upp á 350 milljónir króna og verður farið í samningaviðræður við fulltrúa frá 21 nýsköpunarfyrirtæki. Sjóðurinn úthlutar alls styrkjum fyrir tæpa 2,4 milljarða á ári og þar af rúmum milljarði til nýrra verkefna en verkefni geta verið styrkt til allt að þriggja ára. Ekki er gert ráð fyrir að framlög til sjóðsins aukist á næstu árum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira