Sport

Van Gerwen vann Tabern í bjórbaði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Michael van Gerwen hefur orðið heimsmeistari tvisvar
Michael van Gerwen hefur orðið heimsmeistari tvisvar vísir/getty
Efsti maður heimslistans Michael van Gerwen fékk óvelkomna bjórsturtu yfir sig á meðan viðureign hans og Alan Tabern stóð yfir á heimsmeistaramótinu í pílukasti.

Stuðningsmaður hellti úr bjórglasi sínu yfir van Gerwen þegar hann gekk inn á völlinn og tók það Hollendinginn úr jafnvægi.

„Þetta hefur aldrei komið fyrir mér áður og ég vissi ekki hvernig ég ætti að bregðast við. Ég var svo reiður,“ sagði van Gerwen eftir leikinn.

„Það eina sem ég gat gert var að skipta um treyju. Þetta var erfitt og ég var í þokkalegu uppnámi.“ 

Það kom hins vegar ekki að sök því van Gerwen, sem hefur tvisvar orðið heimsmeistari, vann Tabern 3-1.

Áhorfandinn var rekinn úr húsinu og á yfir höfði sér lífstíðarbann fyrir atvikið.

Hann mun mæta Max Hopp í þriðju umferðinni næsta laugardag.



Þrjár viðureignir í fyrstu umferðinni fóru fram í gærkvöldi, Toni Alcinas vann Craig Ross, Ryan Searle hafði betur gegn Stephen Burton og Keegan Brown vann Karel Sedlacek. Allar viðureignirnar fóru 3-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×