Icelandair geti vaxið um allt að fjórðung Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2018 13:32 Ekkert varð af kaupum Icelandair á WOW air í nóvember síðastliðnum en segja má að óvissa hafi ríkt um framtíð WOW allt frá því í ágúst. VÍSIR/VILHELM Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. WOW air tilkynnti í vikunni að félagið ætlaði að hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað 2016 og fækka flugvélum úr tuttugu í ellefu. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir líklegt að önnur flugfélög nýti tækifærið og auki hjá sér. „Það eru ýmis merki um það að þó að WOW muni draga saman eitthvað og fara niður í það sem þau voru 2016 þá muni ýmsir aðrir auka vi sig. Það liggur fyrir að Icelandair muni auka við sig. Það er ekki ástæða til að, í mínum huga, að gera ráð fyrir samdrætti,“ segir Skarphéðinn. Bogi Nils Bogason var áður starfandi forstjóri Icelandair Group.Stöð 2Núverandi starfsmenn þoli vöxt Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að hægt sé að auka vöxt félagsins um allt að fjórðung. „Eins og við sögðum á hluthafafundi í byrjun mánaðarins þá erum við að horfa á grunnvöxt á næsta ári upp á svona níu prósent. En myndum hugsanlega breyta því ef aðstæður myndu breytast í umhverfinu og nú erum við að sjá þær breytast. Með núverandi flota og núverandi starfsemi getum við aukið vöxtinn enn frekar um fjórtán prósent í viðbót,“ segir Bogi. „Við erum ekki búin að taka neinar ákvarðanir. Við erum bara að greina stöðuna og hvar tækifærin liggja og munu taka ákvarðanir mjög fljótlega hvað þetta varðar. Við höfum sannarlega tækifæri til að vaxa frekar með núverandi flugflota og núverandi innviðum.“ Hann leggur áherslu á að núverandi starfsemi þoli slíkan vöxt og þetta þýði því ekki endilega fjölgun starfsfólks. Þegar við vöxum erum við alltaf að bæta við en það verður engin gríðarleg fjölgun hér. Við höfum sivgrúm til að vaxa með núverandi innviðum, starfsfólki og þess háttar. WOW air hefur þegar tilkynnt að hætt verði að fljúga til Nýju Dehli og Los Angeles. Bogi segir að Icelandair stefni á flug til Indlands haustið 2019. Eins með Los Angeles. Við erum að fljúga til San Francisco og höfum ekki ákveðið hvort við bætum í þar heldur en það eru sannarlega tækifæri til staðar og við höfum allt til að vaxa frekar og grípa þessi tækifæri ef við teljum þau vera arðbær. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. 14. desember 2018 20:30 Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Ferðamálastjóri telur að önnur flugfélög muni auka starfsemi sína í kjölfar þess að Wow air hefur tilkynnt að það ætli að draga verulega saman. Forstjóri Icelandair segir að félagið geti vaxið um allt að fjórðung. WOW air tilkynnti í vikunni að félagið ætlaði að hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað 2016 og fækka flugvélum úr tuttugu í ellefu. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segir líklegt að önnur flugfélög nýti tækifærið og auki hjá sér. „Það eru ýmis merki um það að þó að WOW muni draga saman eitthvað og fara niður í það sem þau voru 2016 þá muni ýmsir aðrir auka vi sig. Það liggur fyrir að Icelandair muni auka við sig. Það er ekki ástæða til að, í mínum huga, að gera ráð fyrir samdrætti,“ segir Skarphéðinn. Bogi Nils Bogason var áður starfandi forstjóri Icelandair Group.Stöð 2Núverandi starfsmenn þoli vöxt Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair segir að hægt sé að auka vöxt félagsins um allt að fjórðung. „Eins og við sögðum á hluthafafundi í byrjun mánaðarins þá erum við að horfa á grunnvöxt á næsta ári upp á svona níu prósent. En myndum hugsanlega breyta því ef aðstæður myndu breytast í umhverfinu og nú erum við að sjá þær breytast. Með núverandi flota og núverandi starfsemi getum við aukið vöxtinn enn frekar um fjórtán prósent í viðbót,“ segir Bogi. „Við erum ekki búin að taka neinar ákvarðanir. Við erum bara að greina stöðuna og hvar tækifærin liggja og munu taka ákvarðanir mjög fljótlega hvað þetta varðar. Við höfum sannarlega tækifæri til að vaxa frekar með núverandi flugflota og núverandi innviðum.“ Hann leggur áherslu á að núverandi starfsemi þoli slíkan vöxt og þetta þýði því ekki endilega fjölgun starfsfólks. Þegar við vöxum erum við alltaf að bæta við en það verður engin gríðarleg fjölgun hér. Við höfum sivgrúm til að vaxa með núverandi innviðum, starfsfólki og þess háttar. WOW air hefur þegar tilkynnt að hætt verði að fljúga til Nýju Dehli og Los Angeles. Bogi segir að Icelandair stefni á flug til Indlands haustið 2019. Eins með Los Angeles. Við erum að fljúga til San Francisco og höfum ekki ákveðið hvort við bætum í þar heldur en það eru sannarlega tækifæri til staðar og við höfum allt til að vaxa frekar og grípa þessi tækifæri ef við teljum þau vera arðbær.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. 14. desember 2018 20:30 Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. 14. desember 2018 20:30
Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00