Veittu vistheimilanefnd ekki viðtal vegna ótta við refsingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. desember 2018 07:30 Guðrún Ögmundsdóttir, tengiliður vistheimila síðastliðin átta ár, kom að kynningu skýrslunnar í gær. Fréttablaðið/GVA Margir fyrrverandi nemenda við Heimavistarskólann að Jaðri í Elliðavatnslandi treystu sér ekki til að greina vistheimilanefnd frá upplifun sinni af skólanum eða gáfu ekki rétta skýrslu af ótta við að vera refsað fyrir rógburð ef þeir greindu frá því sem átti sér stað innan veggja skólans, sem var í rekstri frá 1946 til 1973. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd á greiðslu sanngirnisbóta. Alls bárust 152 umsóknir um sanngirnisbætur frá fyrrverandi nemendum skólans og í skýrslunni er greint frá því að frásagnir þeirra væru með töluvert öðrum hætti en greint var frá í skýrslu vistheimilanefndar sem kom út árið 2010. Ótti við refsingu var ekki eina ástæðan fyrir röngum framburði heldur var mörgum fyrrverandi nemendum hlýtt til Björgvins Magnússonar sem var lengst af skólastjóri skólans og vildu nemendurnir ekki að skuggi félli á starf hans „vegna atburða sem hann bar enga sök á“, eins og segir í skýrslunni. Tæplega 400 einstaklingar sóttu nám á Jaðri, oftast í tvo til þrjá vetur en allt upp í sex til sjö vetur. Margir nemendanna greindu frá því að þeir hefðu orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu eldri nemenda og mjög takmarkað eftirlit hefði verið með nemendum vegna þess hve undirmannaður skólinn var. Alls hafa 1.162 fengið greiddar bætur á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Fjárhæðin sem ríkið hefur greitt eða skuldbundið sig til að greiða nemur nálægt þremur milljörðum króna. Hæsta bótagreiðslan nam 7,3 milljónum en sú lægsta 150 þúsundum. Bætur hafa verið greiddar vegna dvalar í Breiðuvík, Heyrnleysingjaskólanum, á Kumbaravogi, Bjargi á Seltjarnarnesi, í Reykjahlíð í Mývatnssveit, á Jaðri í Elliðavatnslandi, Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins. Á fimmta tug umsókna um bætur bárust vegna dvalar á öðrum stofnununum og var þeim vísað frá þar sem stofnanirnar féllu ekki undir lögin. Þó var ákveðið að greiða bætur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla þótt vistheimilanefnd hefði ekki fjallað um skólann. Nefndin kannaði starfsemi Kópavogshælis á síðari stigum og fengu einstaklingar sem þar höfðu dvalið einnig bætur. Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Margir fyrrverandi nemenda við Heimavistarskólann að Jaðri í Elliðavatnslandi treystu sér ekki til að greina vistheimilanefnd frá upplifun sinni af skólanum eða gáfu ekki rétta skýrslu af ótta við að vera refsað fyrir rógburð ef þeir greindu frá því sem átti sér stað innan veggja skólans, sem var í rekstri frá 1946 til 1973. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um framkvæmd á greiðslu sanngirnisbóta. Alls bárust 152 umsóknir um sanngirnisbætur frá fyrrverandi nemendum skólans og í skýrslunni er greint frá því að frásagnir þeirra væru með töluvert öðrum hætti en greint var frá í skýrslu vistheimilanefndar sem kom út árið 2010. Ótti við refsingu var ekki eina ástæðan fyrir röngum framburði heldur var mörgum fyrrverandi nemendum hlýtt til Björgvins Magnússonar sem var lengst af skólastjóri skólans og vildu nemendurnir ekki að skuggi félli á starf hans „vegna atburða sem hann bar enga sök á“, eins og segir í skýrslunni. Tæplega 400 einstaklingar sóttu nám á Jaðri, oftast í tvo til þrjá vetur en allt upp í sex til sjö vetur. Margir nemendanna greindu frá því að þeir hefðu orðið fyrir miklu ofbeldi af hálfu eldri nemenda og mjög takmarkað eftirlit hefði verið með nemendum vegna þess hve undirmannaður skólinn var. Alls hafa 1.162 fengið greiddar bætur á grundvelli laga um sanngirnisbætur. Fjárhæðin sem ríkið hefur greitt eða skuldbundið sig til að greiða nemur nálægt þremur milljörðum króna. Hæsta bótagreiðslan nam 7,3 milljónum en sú lægsta 150 þúsundum. Bætur hafa verið greiddar vegna dvalar í Breiðuvík, Heyrnleysingjaskólanum, á Kumbaravogi, Bjargi á Seltjarnarnesi, í Reykjahlíð í Mývatnssveit, á Jaðri í Elliðavatnslandi, Upptökuheimili ríkisins og Unglingaheimili ríkisins. Á fimmta tug umsókna um bætur bárust vegna dvalar á öðrum stofnununum og var þeim vísað frá þar sem stofnanirnar féllu ekki undir lögin. Þó var ákveðið að greiða bætur til fyrrverandi nemenda Landakotsskóla þótt vistheimilanefnd hefði ekki fjallað um skólann. Nefndin kannaði starfsemi Kópavogshælis á síðari stigum og fengu einstaklingar sem þar höfðu dvalið einnig bætur.
Birtist í Fréttablaðinu Skútustaðahreppur Tengdar fréttir Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11 Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Þrír milljarðar í sanngirnisbætur til hátt í 1200 einstaklinga Hátt í 1200 einstaklingar hafa fengið greiddar sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum eða heimilum fyrir börn og nema bótagreiðslur um þremur milljörðum króna. 14. desember 2018 13:11
Segir að eftirlit með vistheimilum barna hafi verið mjög ábótavant Hátt í tólfhundruð einstaklingar fá um þrjá milljarða króna í sanngirnisbætur frá ríkinu vegna ofbeldis og illrar meðferðar í barnæsku meðan þeir dvöldu á ellefu heimilinum eða stofnunum sem voru reknar af hinu opinbera á síðustu öld. 14. desember 2018 19:00