Rússar í úrslit eftir öruggan sigur 14. desember 2018 17:58 Hart barist í leiknum í dag. Vísir/EPA Rússland er komið í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handknattleik eftir öruggan sigur á Rúmeníu í undanúrslitum í dag. Lokatölur 28-22 þar sem Rússar stungu af í síðari hálfleik. Það kemur síðan í ljós síðar í kvöld hverjum þær mæta í úrslitum. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og aðeins munaði einu marki í leikhléi þar sem Rússar leiddu 16-15. Þær byrjuðu síðan síðari hálfleik af krafti og náðu fljótt fjögurra marka forskoti. Anna Vyakhireva fór fyrir sínu liði eins og svo oft áður og skoraði að vild. Rúmenar, sem léku án stórstjörnunnar Cristinu Neagu, náðu aldrei að jafna eftir þetta. Rússar juku forystuna smátt og smátt og unnu að lokum þægilegan sex marka sigur. Vyakhireva skoraði 13 mörk úr 18 skotum í kvöld og var mögnuð. Anna Sen kom næst með 4 mörk og þá átti markvörðurinn Anna Sedoykina góðan leik í markinu. Hjá Rúmenum voru Ana Maria Savu og Crina Elena Pintea markahæstar með 4 mörk en augljóst var að liðið saknaði Neagu mikið. Það kemur síðan í ljós á eftir hvort það verða heimastúlkur í Frakklandi eða Hollendingar sem mæta Rússum í úrslitum á sunnudaginn. Rússland hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari kvenna í handknattleik og einu sinni Ólympíusmeistari. Þær hafa hins vegar aldrei orðið Evrópumeistarar en fá tækifæri til að bæta þeim titli í safnið á sunnudaginn. Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Rússland er komið í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í handknattleik eftir öruggan sigur á Rúmeníu í undanúrslitum í dag. Lokatölur 28-22 þar sem Rússar stungu af í síðari hálfleik. Það kemur síðan í ljós síðar í kvöld hverjum þær mæta í úrslitum. Fyrri hálfleikur var jafn og spennandi og aðeins munaði einu marki í leikhléi þar sem Rússar leiddu 16-15. Þær byrjuðu síðan síðari hálfleik af krafti og náðu fljótt fjögurra marka forskoti. Anna Vyakhireva fór fyrir sínu liði eins og svo oft áður og skoraði að vild. Rúmenar, sem léku án stórstjörnunnar Cristinu Neagu, náðu aldrei að jafna eftir þetta. Rússar juku forystuna smátt og smátt og unnu að lokum þægilegan sex marka sigur. Vyakhireva skoraði 13 mörk úr 18 skotum í kvöld og var mögnuð. Anna Sen kom næst með 4 mörk og þá átti markvörðurinn Anna Sedoykina góðan leik í markinu. Hjá Rúmenum voru Ana Maria Savu og Crina Elena Pintea markahæstar með 4 mörk en augljóst var að liðið saknaði Neagu mikið. Það kemur síðan í ljós á eftir hvort það verða heimastúlkur í Frakklandi eða Hollendingar sem mæta Rússum í úrslitum á sunnudaginn. Rússland hefur fjórum sinnum orðið heimsmeistari kvenna í handknattleik og einu sinni Ólympíusmeistari. Þær hafa hins vegar aldrei orðið Evrópumeistarar en fá tækifæri til að bæta þeim titli í safnið á sunnudaginn.
Handbolti Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Sport Fleiri fréttir Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti