Hvetjum ungmenni til að rækta góðar svefnvenjur Sigurbjörn Árni og Steinn Jóhannsson skrifar 14. desember 2018 14:15 Nýlega var fjallað um að svefntími og hreyfing ungmenna færi minnkandi samkvæmt rannsóknum fræðimanna í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsókninni kom fram að „svefntími unglinga styttist að meðaltali um nærri hálfa klukkustund milli 15 og 17 ára aldurs og á sama tíma dregur töluvert úr hreyfingu á virkum dögum hjá þessum hópi.“ Það er vissulega áhyggjuefni ef íslensk ungmenn fá minni svefntíma en áður og ekki nægan svefn fyrir nám og dagleg störf. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem fjallað var um bendir allt til þess að íslensk ungmenni vanti nokkra klukkutíma til að uppfylla viðmið um ráðlagða hreyfingu og svefn. Á vef Landlæknis kemur fram að unglingar þurfi að jafnaði 8-10 klukkustunda svefn. Góður svefn ungmenna er undirstaða fyrir árangur í námi og vinnu og nauðsynlegt að skólar og foreldrar/forráðamenn veiti ungmennum aðhald og hvatningu um mikilvægi svefns. Svefn er mikilvægur því þá erum við að vinna úr þeim upplýsingum sem við meðtökum yfir daginn. Í því ljósi hlýtur að vera enn mikilvægara fyrir ungmenni í námi að fá næga hvíld. Líf ungmenna er að vissu leyti flóknara en á árum áður og áreitið sem dynur á unga fólkinu meira en fyrir 20-30 árum. Það er staðreynd að ungmenni eyða miklum tíma á samskiptamiðlum, þ.e. Snapchat, Twitter, Instagram, Facebook, o.fl. Samskiptamiðlar eru órjúfanlegur hluti af lífi ungmenna og því verður ekki breytt. Það sem þarf að gera er að kenna börnum og ungmennum að umgangast samskiptamiðlana á þann máta að þeir snúi ekki sólarhringnum við. Því er afar mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með hvernig börn og ungmenni eru að nota samskiptamiðla og hversu mikið á hverjum degi. Fjölmörg ungmenni nota samskiptamiðla í námi sem er jákvætt en það sem e.t.v. skiptir mestu máli er að gleyma sér ekki í notkun samskiptamiðla og vita sín takmörk um tímanotkun. Skólar og foreldrar/forráðamenn ættu að setja reglur um notkun til að tryggja að ungmennin séu með fulla athygli í skólanum en einnig heima hjá sér. Með reglum um notkun þá má t.d. auka samverustundir fjölskyldunnar og jafnvel verja meiri tíma í hreyfingu. Annar hugsanlegur áhrifaþáttur á æ minni svefntíma ungmenna er neysla koffeindrykkja. Neysla ungmenna á koffeindrykkjum hefur farið vaxandi og áhyggjuefni að margir af þeim drykkjum sem eru í boði innihalda koffein og einnig vítamín í margföldum ráðlögðum dagskömmtun. Slík neysla ruglar auðveldlega líkamsklukkuna og getur haft mikil áhrif á svefn. Einnig ber að nefna áhrif vinnu ungmenna með skóla. Fjölmargir nemendur í framhaldsskólum vinna mikið með námi og í góðu atvinnuástandi kallar atvinnulífið á unga fólkið. Nám er full vinna og kallar á fulla athygli og því þurfa skólasamfélagið og foreldrar/forráðamenn að vinna stöðugt í forvörnum til að tryggja hag íslenskra ungmenna. Það er staðreynd að ungmenni sem fá nægan svefn eru að standa sig betur í námi, eru líklegri til að hreyfa sig reglulega og eru ánægðari með lífið og tilveruna. Hvetjum því ungmennin okkar til að sofa nóg og vera þannig móttækilegri fyrir lærdómi í skólum landsins og ekki síður í daglegu lífi. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinn Jóhannsson Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var fjallað um að svefntími og hreyfing ungmenna færi minnkandi samkvæmt rannsóknum fræðimanna í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsókninni kom fram að „svefntími unglinga styttist að meðaltali um nærri hálfa klukkustund milli 15 og 17 ára aldurs og á sama tíma dregur töluvert úr hreyfingu á virkum dögum hjá þessum hópi.“ Það er vissulega áhyggjuefni ef íslensk ungmenn fá minni svefntíma en áður og ekki nægan svefn fyrir nám og dagleg störf. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem fjallað var um bendir allt til þess að íslensk ungmenni vanti nokkra klukkutíma til að uppfylla viðmið um ráðlagða hreyfingu og svefn. Á vef Landlæknis kemur fram að unglingar þurfi að jafnaði 8-10 klukkustunda svefn. Góður svefn ungmenna er undirstaða fyrir árangur í námi og vinnu og nauðsynlegt að skólar og foreldrar/forráðamenn veiti ungmennum aðhald og hvatningu um mikilvægi svefns. Svefn er mikilvægur því þá erum við að vinna úr þeim upplýsingum sem við meðtökum yfir daginn. Í því ljósi hlýtur að vera enn mikilvægara fyrir ungmenni í námi að fá næga hvíld. Líf ungmenna er að vissu leyti flóknara en á árum áður og áreitið sem dynur á unga fólkinu meira en fyrir 20-30 árum. Það er staðreynd að ungmenni eyða miklum tíma á samskiptamiðlum, þ.e. Snapchat, Twitter, Instagram, Facebook, o.fl. Samskiptamiðlar eru órjúfanlegur hluti af lífi ungmenna og því verður ekki breytt. Það sem þarf að gera er að kenna börnum og ungmennum að umgangast samskiptamiðlana á þann máta að þeir snúi ekki sólarhringnum við. Því er afar mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með hvernig börn og ungmenni eru að nota samskiptamiðla og hversu mikið á hverjum degi. Fjölmörg ungmenni nota samskiptamiðla í námi sem er jákvætt en það sem e.t.v. skiptir mestu máli er að gleyma sér ekki í notkun samskiptamiðla og vita sín takmörk um tímanotkun. Skólar og foreldrar/forráðamenn ættu að setja reglur um notkun til að tryggja að ungmennin séu með fulla athygli í skólanum en einnig heima hjá sér. Með reglum um notkun þá má t.d. auka samverustundir fjölskyldunnar og jafnvel verja meiri tíma í hreyfingu. Annar hugsanlegur áhrifaþáttur á æ minni svefntíma ungmenna er neysla koffeindrykkja. Neysla ungmenna á koffeindrykkjum hefur farið vaxandi og áhyggjuefni að margir af þeim drykkjum sem eru í boði innihalda koffein og einnig vítamín í margföldum ráðlögðum dagskömmtun. Slík neysla ruglar auðveldlega líkamsklukkuna og getur haft mikil áhrif á svefn. Einnig ber að nefna áhrif vinnu ungmenna með skóla. Fjölmargir nemendur í framhaldsskólum vinna mikið með námi og í góðu atvinnuástandi kallar atvinnulífið á unga fólkið. Nám er full vinna og kallar á fulla athygli og því þurfa skólasamfélagið og foreldrar/forráðamenn að vinna stöðugt í forvörnum til að tryggja hag íslenskra ungmenna. Það er staðreynd að ungmenni sem fá nægan svefn eru að standa sig betur í námi, eru líklegri til að hreyfa sig reglulega og eru ánægðari með lífið og tilveruna. Hvetjum því ungmennin okkar til að sofa nóg og vera þannig móttækilegri fyrir lærdómi í skólum landsins og ekki síður í daglegu lífi. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun