Sagan sem breytist sífellt: Segist ekki hafa skipað Cohen að brjóta lög Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2018 15:30 Stormy Daniels, Donald Trump, Michael Cohen og Karen McDougal. Vísir/EPA/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. Hann hafi beðið lögmann sinn um að leysa tiltekið verkefni og Cohen hefði átt að þekkja lögin sjálfur sem lögmaður. Klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi sængað hjá Trump nokkrum mánuðum eftir að Melania Trump fæddi yngsta barn forsetans, fékk 130 þúsund dali frá Cohen einungis nokkrum vikum fyrir kosningarnar 2016. Cohen var í gær, dæmdur í þriggja ára fangelsi, og bendluðu saksóknarar Trump við einn af þeim glæpum sem lögmaðurinn var dæmdur fyrir. Þá hefur fyrirtækið American Media Incorporated, sem gefur út National Enquirer, viðurkennt að hafa keypt sögu Karen McDougal, Playboy fyrirsætu, um meint framhjáhald Trump og hennar fyrir 150 þúsund dali. Útgefandi National Enquirer er David J. Pecker, vinur Trump til langs tíma og er sagður hafa látið Cohen vita af því að Stormy Daniels ætlaði sér að selja sögu sína til fjölmiðla. Blaðið keypti réttinn á sögu McDougal og birti hana aldrei. Forsvarmenn blaðið gerðu samkomulag við saksóknara og viðurkenndu að hafa keypt söguna til að hjálpa framboði Trump. Þá samþykktu forsvarsmenn fyrirtækisins að starfa með saksóknurum.Sjá einnig: Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja TrumpÍ dómsskjölum kemur fram að Pecker hefði hitt Cohen og minnst einn starfsmann framboðs Trump í aðdraganda kosninganna. Útgefandinn stakk upp á því að hann myndi hjálpa framboðinu með því að kaupa réttinn að neikvæðum sögum um Trump og jafnvel nota tengslanet National Enquirer til að benda framboðinu á aðila sem væru að reyna að selja fjölmiðlum slíkar sögur, eins og gert var þegar Daniels reyndi að selja sína sögu.David Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump.AP/Marion CurtisÞetta fyrirkomulag á að hafa komist á laggirnar tveimur mánuðum áður en Trump tilkynnti framboð sitt. Þegar Wall Street Journal birti frétt nokkrum dögum fyrir kosningarnar 2016, um greiðslu AMI til McDougal, sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins að það væri ekki rétt að National Enuirer væri að kaupa neikvæðar sögur um Trump með því markmiði að koma í veg fyrir birtingu þeirra. Dylan Howard, ritstjóri National Enquirer, gaf frá sér afgerandi yfirlýsingu í apríl.„Við birtum eða kæfum ekki fréttir að beiðni stjórnmálamanna. Þó svo að viðkomandi sé forseti Bandaríkjanna.“ Það er nú ljóst að þeir voru að ljúga og hafa þeir játað það við saksóknara. Cohen var í gær dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðleitni hans til að tryggja byggingu Trump-turnar í Moskvu í aðdraganda kosninganna. Cohen bendlaði Trump við brot á kosningalögum. Það brot snýr að greiðslunni til Daniels, sem saksóknarar skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Í röð tísta nú í dag sagði Trump að hann hefði aldrei skipað Cohen að brjóta lög. Sem lögmaður ætti hann að þekkja lögin. Þá segir hann einnig að í raun hafi þetta ekki verið brot á lögum og að fjöldinn allur af lögfræðingum hafi sagt það. Trump vísaði þó ekki í neinn sérstakan slíkan lögfræðing. Trump segir Cohen hafa verið dæmdan fyrir ýmis brot sem komi honum ekkert við og að ákærunum um brot á kosningalögum væri ætlað að koma niður á forsetanum og draga úr dómi Cohen.Sagan breytist og breytist Svör Trump og Cohen varðandi greiðslurnar til kvennanna og þá sérstaklega til Stormy Daniels hefur tekið stakkaskiptum frá því sögur um greiðsluna litu fyrst dagsins ljós. Fyrst sagði Cohen ekkert til í þessum fregnum og að um hreinar og beinar lygar væri að ræða. Þegar í ljós kom að svo var ekki, sagðist Trump ekkert vita af þeim. Síðar sagði Cohen að hann hefði greitt Daniels úr eigin vasa og um einföld einkaviðskipti hafi verið að ræða. Trump tók undir það og sagði málið ekki koma sér við á neinn hátt. Svo eftir að í ljós koma að fyrirtæki Trump hafði endurgreitt Cohen og rúmlega það breyttist sagan enn á ný. Nú segir forsetinn að um einföld einkaviðskipti hafi verið að ræða. Trump hefur áður haldið því fram að greiðslan til Daniels hafi ekki verið framlag til kosningasjóða hans þar sem markmiðið var ekki að hjálpa framboði hans. Þess í stað hafi markmiðið verið að verja fjölskyldu hans gegn vandræðalegum ásökunum.I never directed Michael Cohen to break the law. He was a lawyer and he is supposed to know the law. It is called “advice of counsel,” and a lawyer has great liability if a mistake is made. That is why they get paid. Despite that many campaign finance lawyers have strongly......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2018 ....stated that I did nothing wrong with respect to campaign finance laws, if they even apply, because this was not campaign finance. Cohen was guilty on many charges unrelated to me, but he plead to two campaign charges which were not criminal and of which he probably was not...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2018 ....guilty even on a civil basis. Those charges were just agreed to by him in order to embarrass the president and get a much reduced prison sentence, which he did-including the fact that his family was temporarily let off the hook. As a lawyer, Michael has great liability to me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þvertekur fyrir að hafa skipað Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni sínum, að brjóta lög. Hann hafi beðið lögmann sinn um að leysa tiltekið verkefni og Cohen hefði átt að þekkja lögin sjálfur sem lögmaður. Klámmyndaleikkonan og leikstjórinn Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi sængað hjá Trump nokkrum mánuðum eftir að Melania Trump fæddi yngsta barn forsetans, fékk 130 þúsund dali frá Cohen einungis nokkrum vikum fyrir kosningarnar 2016. Cohen var í gær, dæmdur í þriggja ára fangelsi, og bendluðu saksóknarar Trump við einn af þeim glæpum sem lögmaðurinn var dæmdur fyrir. Þá hefur fyrirtækið American Media Incorporated, sem gefur út National Enquirer, viðurkennt að hafa keypt sögu Karen McDougal, Playboy fyrirsætu, um meint framhjáhald Trump og hennar fyrir 150 þúsund dali. Útgefandi National Enquirer er David J. Pecker, vinur Trump til langs tíma og er sagður hafa látið Cohen vita af því að Stormy Daniels ætlaði sér að selja sögu sína til fjölmiðla. Blaðið keypti réttinn á sögu McDougal og birti hana aldrei. Forsvarmenn blaðið gerðu samkomulag við saksóknara og viðurkenndu að hafa keypt söguna til að hjálpa framboði Trump. Þá samþykktu forsvarsmenn fyrirtækisins að starfa með saksóknurum.Sjá einnig: Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja TrumpÍ dómsskjölum kemur fram að Pecker hefði hitt Cohen og minnst einn starfsmann framboðs Trump í aðdraganda kosninganna. Útgefandinn stakk upp á því að hann myndi hjálpa framboðinu með því að kaupa réttinn að neikvæðum sögum um Trump og jafnvel nota tengslanet National Enquirer til að benda framboðinu á aðila sem væru að reyna að selja fjölmiðlum slíkar sögur, eins og gert var þegar Daniels reyndi að selja sína sögu.David Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump.AP/Marion CurtisÞetta fyrirkomulag á að hafa komist á laggirnar tveimur mánuðum áður en Trump tilkynnti framboð sitt. Þegar Wall Street Journal birti frétt nokkrum dögum fyrir kosningarnar 2016, um greiðslu AMI til McDougal, sögðu forsvarsmenn fyrirtækisins að það væri ekki rétt að National Enuirer væri að kaupa neikvæðar sögur um Trump með því markmiði að koma í veg fyrir birtingu þeirra. Dylan Howard, ritstjóri National Enquirer, gaf frá sér afgerandi yfirlýsingu í apríl.„Við birtum eða kæfum ekki fréttir að beiðni stjórnmálamanna. Þó svo að viðkomandi sé forseti Bandaríkjanna.“ Það er nú ljóst að þeir voru að ljúga og hafa þeir játað það við saksóknara. Cohen var í gær dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðleitni hans til að tryggja byggingu Trump-turnar í Moskvu í aðdraganda kosninganna. Cohen bendlaði Trump við brot á kosningalögum. Það brot snýr að greiðslunni til Daniels, sem saksóknarar skilgreina sem framlög til framboðs Trump og fer það langt yfir hámarkið sem einstaklingar mega gefa til framboðs stjórnmálamanns, sem er 2.700 dalir. Í röð tísta nú í dag sagði Trump að hann hefði aldrei skipað Cohen að brjóta lög. Sem lögmaður ætti hann að þekkja lögin. Þá segir hann einnig að í raun hafi þetta ekki verið brot á lögum og að fjöldinn allur af lögfræðingum hafi sagt það. Trump vísaði þó ekki í neinn sérstakan slíkan lögfræðing. Trump segir Cohen hafa verið dæmdan fyrir ýmis brot sem komi honum ekkert við og að ákærunum um brot á kosningalögum væri ætlað að koma niður á forsetanum og draga úr dómi Cohen.Sagan breytist og breytist Svör Trump og Cohen varðandi greiðslurnar til kvennanna og þá sérstaklega til Stormy Daniels hefur tekið stakkaskiptum frá því sögur um greiðsluna litu fyrst dagsins ljós. Fyrst sagði Cohen ekkert til í þessum fregnum og að um hreinar og beinar lygar væri að ræða. Þegar í ljós kom að svo var ekki, sagðist Trump ekkert vita af þeim. Síðar sagði Cohen að hann hefði greitt Daniels úr eigin vasa og um einföld einkaviðskipti hafi verið að ræða. Trump tók undir það og sagði málið ekki koma sér við á neinn hátt. Svo eftir að í ljós koma að fyrirtæki Trump hafði endurgreitt Cohen og rúmlega það breyttist sagan enn á ný. Nú segir forsetinn að um einföld einkaviðskipti hafi verið að ræða. Trump hefur áður haldið því fram að greiðslan til Daniels hafi ekki verið framlag til kosningasjóða hans þar sem markmiðið var ekki að hjálpa framboði hans. Þess í stað hafi markmiðið verið að verja fjölskyldu hans gegn vandræðalegum ásökunum.I never directed Michael Cohen to break the law. He was a lawyer and he is supposed to know the law. It is called “advice of counsel,” and a lawyer has great liability if a mistake is made. That is why they get paid. Despite that many campaign finance lawyers have strongly......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2018 ....stated that I did nothing wrong with respect to campaign finance laws, if they even apply, because this was not campaign finance. Cohen was guilty on many charges unrelated to me, but he plead to two campaign charges which were not criminal and of which he probably was not...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2018 ....guilty even on a civil basis. Those charges were just agreed to by him in order to embarrass the president and get a much reduced prison sentence, which he did-including the fact that his family was temporarily let off the hook. As a lawyer, Michael has great liability to me!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15 Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26 Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50 Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15 Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Trump reiður eftir að Sanders viðurkenndi tilvist þagnarsamkomulags Leikkonan höfðaði mál gegn forsetanum í vikunni og segir þagnarsamkomulag þeirra dautt og ómerkt vegna þess að Trump hafi ekki skrifað undir það. 8. mars 2018 22:15
Birtu leynilega upptöku af fundi Trump og Cohen CNN birti í gærkvöldi eina af hinum svokölluðu Cohen-upptökum. 25. júlí 2018 06:26
Playboy-fyrirsæta fær loks að segja sannleikann um Trump Fyrrum Playboy-fyrirsætan Karen McDougal hefur gert dómssátt sem gerir henni kleift að tjá sig um kynni sín við Donald Trump fyrir rúmum áratug síðan. 18. apríl 2018 23:50
Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15
Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34
Viðurkennir að hafa vitað af greiðslunum til kvennanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa vitað af greiðslunum fyrr en seinna. 22. ágúst 2018 20:52