Stærsta líkamlega áskorunin Starri Freyr Jónsson skrifar 13. desember 2018 09:00 Sigurjón Ernir Sturluson keppti í Spartan Race Iceland World Championship síðustu helgi. MYND/ANTON BRINK Um síðustu helgi var Spartan Race Iceland World Championship haldið í Hveragerði en um er að ræða alþjóðlegt hindrunar- og þrekhlaup þar sem hlaupnar eru mislangar vegalengdir með mismunandi hindrunum sem hlauparar þekkja ekki fyrirfram. Meðal keppenda var Sigurjón Ernir Sturluson sem lenti í þriðja sæti í svokölluðum elítuflokki. Hann segir keppnina hafa verið stærstu áskorun sem hann hefur tekið þátt í hingað til. „Áskorunin stóð yfir í 24 klukkustundir og samanstóð af krefjandi utanvegahlaupi og fjölbreyttum, krefjandi og oft á tíðum ansi þreytandi hindrunum. Sólarhringskeppnin er alls ekki á allra færi og ég mæli sterklega með því að reyna þetta ekki nema viðkomandi sé í frábæru formi. Annars eru Spartan hlaupin stórskemmtileg áskorun enda eru þau svo fjölbreytt, reyna á úthald, styrk og þol auk þess sem engar tvær keppnir eru eins.“Lagt af stað í 24 stunda hindrunar- og þrekhlaup.Fjórar vegalengdir Spartan hlaupin fara fram víða um heim allt árið um kring og er yfirleitt keppt í fjórum stöðluðum vegalengdum. „Um er að ræða sprint, þar sem hlaupnar eru þrjár mílur með 20 hindrunum, super, þar sem hlaupnar eru 8 mílur með 25 hindrunum, beast, sem eru 13 mílur sem innihalda 30 hindranir og svo ultra en þá eru hlaupnar 26 mílur sem innihalda 60 hindranir. Umræddar vegalengdir og fjöldi þrauta eru þó viðmið því oft er hlaupið lengra og tekist á við fleiri þrautir.“Krefjandi þrautir Keppnin hófst á hádegi síðasta laugardag og byrjaði hópurinn á að hlaupa 5 km hring í Hveragerði áður en haldið var út á brautina sem var 10,6 km löng með 25 hindrunum og 555 metra hækkun. „Við byrjuðum á að hlaupa upp krefjandi fjall, um 250-300 metra hækkun, næst hlupum við 2-3 km á fjallinu sjálfu og niður það í fljúgandi hálku. Þegar niður var komið tók við röð af hindrunum en þar má nefna sandpokaburð, kaðlaklifur, hermannaskrið undir gaddavír, við þurftum að lyfta þungum steinum, komast ákveðna vegalengd á höndum og draga þungan sleða svo ég nefni nokkrar.“ Sigurjón ákvað að elta fyrstu menn í fyrsta hringnum til þess að sjá á hvaða hraða þeir væru að hlaupa og einnig til að sjá hvernig þeir tækluðu hindranirnar. „Ég ákvað að taka smá forskot á sæluna og fara þrjá hringi í röð án þess að stoppa, til að vinna upp smá forskot og læra inn á brautina. Ég sá fljótlega að brautin var afar krefjandi með mörgum hindrunum sem tóku mikla orku. Í fyrsta hringnum klikkaði ég aðeins á einni grein en tókst í næstu tveimur að leysa allar hindranir og var þá kominn með nokkuð góða sýn á brautina og þær hindranir sem þurfti að leysa.“Sigurjón ásamt Katrínu Sigrúnu Tómasdóttur sem keppti í sömu keppni og náði 5. sæti meðal kvenna.Heittelskaða stóð vaktina Sigurjóni er þakklæti efst í huga, ekki síst í garð unnustu sinnar Símonu Vareikaite. „Ég hefði aldrei náð svona langt, hvað þá klárað keppnina, ef það hefði ekki verið fyrir mína heittelskuðu Símonu. Hún stóð með mér vaktina og passaði upp á mig alla keppnina þrátt fyrir að vera komin 38 vikur á leið. Hún var stoð mín og stytta gegnum alla keppnina og passaði upp á mig í gegnum alla tíu hringina. Ég fékk líka mikið af hvatningarorðum sem gáfu mér ótrúlegan styrk en eftir sjöunda hring gæti ég þó hafa heyrt ímyndaðar raddir þar sem ég var orðinn svo ringlaður.“ Hann segir mikilvægt að hafa sterkan haus í svona keppni. „Gott form er nauðsynlegt en hausinn er jafnvel mikilvægari. Ég sýni svo frá öllum keppnum mínum, æfingum og fleiru á Snapchat (sigurjon1352)og hvet alla til að fylgjast með.“ Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira
Um síðustu helgi var Spartan Race Iceland World Championship haldið í Hveragerði en um er að ræða alþjóðlegt hindrunar- og þrekhlaup þar sem hlaupnar eru mislangar vegalengdir með mismunandi hindrunum sem hlauparar þekkja ekki fyrirfram. Meðal keppenda var Sigurjón Ernir Sturluson sem lenti í þriðja sæti í svokölluðum elítuflokki. Hann segir keppnina hafa verið stærstu áskorun sem hann hefur tekið þátt í hingað til. „Áskorunin stóð yfir í 24 klukkustundir og samanstóð af krefjandi utanvegahlaupi og fjölbreyttum, krefjandi og oft á tíðum ansi þreytandi hindrunum. Sólarhringskeppnin er alls ekki á allra færi og ég mæli sterklega með því að reyna þetta ekki nema viðkomandi sé í frábæru formi. Annars eru Spartan hlaupin stórskemmtileg áskorun enda eru þau svo fjölbreytt, reyna á úthald, styrk og þol auk þess sem engar tvær keppnir eru eins.“Lagt af stað í 24 stunda hindrunar- og þrekhlaup.Fjórar vegalengdir Spartan hlaupin fara fram víða um heim allt árið um kring og er yfirleitt keppt í fjórum stöðluðum vegalengdum. „Um er að ræða sprint, þar sem hlaupnar eru þrjár mílur með 20 hindrunum, super, þar sem hlaupnar eru 8 mílur með 25 hindrunum, beast, sem eru 13 mílur sem innihalda 30 hindranir og svo ultra en þá eru hlaupnar 26 mílur sem innihalda 60 hindranir. Umræddar vegalengdir og fjöldi þrauta eru þó viðmið því oft er hlaupið lengra og tekist á við fleiri þrautir.“Krefjandi þrautir Keppnin hófst á hádegi síðasta laugardag og byrjaði hópurinn á að hlaupa 5 km hring í Hveragerði áður en haldið var út á brautina sem var 10,6 km löng með 25 hindrunum og 555 metra hækkun. „Við byrjuðum á að hlaupa upp krefjandi fjall, um 250-300 metra hækkun, næst hlupum við 2-3 km á fjallinu sjálfu og niður það í fljúgandi hálku. Þegar niður var komið tók við röð af hindrunum en þar má nefna sandpokaburð, kaðlaklifur, hermannaskrið undir gaddavír, við þurftum að lyfta þungum steinum, komast ákveðna vegalengd á höndum og draga þungan sleða svo ég nefni nokkrar.“ Sigurjón ákvað að elta fyrstu menn í fyrsta hringnum til þess að sjá á hvaða hraða þeir væru að hlaupa og einnig til að sjá hvernig þeir tækluðu hindranirnar. „Ég ákvað að taka smá forskot á sæluna og fara þrjá hringi í röð án þess að stoppa, til að vinna upp smá forskot og læra inn á brautina. Ég sá fljótlega að brautin var afar krefjandi með mörgum hindrunum sem tóku mikla orku. Í fyrsta hringnum klikkaði ég aðeins á einni grein en tókst í næstu tveimur að leysa allar hindranir og var þá kominn með nokkuð góða sýn á brautina og þær hindranir sem þurfti að leysa.“Sigurjón ásamt Katrínu Sigrúnu Tómasdóttur sem keppti í sömu keppni og náði 5. sæti meðal kvenna.Heittelskaða stóð vaktina Sigurjóni er þakklæti efst í huga, ekki síst í garð unnustu sinnar Símonu Vareikaite. „Ég hefði aldrei náð svona langt, hvað þá klárað keppnina, ef það hefði ekki verið fyrir mína heittelskuðu Símonu. Hún stóð með mér vaktina og passaði upp á mig alla keppnina þrátt fyrir að vera komin 38 vikur á leið. Hún var stoð mín og stytta gegnum alla keppnina og passaði upp á mig í gegnum alla tíu hringina. Ég fékk líka mikið af hvatningarorðum sem gáfu mér ótrúlegan styrk en eftir sjöunda hring gæti ég þó hafa heyrt ímyndaðar raddir þar sem ég var orðinn svo ringlaður.“ Hann segir mikilvægt að hafa sterkan haus í svona keppni. „Gott form er nauðsynlegt en hausinn er jafnvel mikilvægari. Ég sýni svo frá öllum keppnum mínum, æfingum og fleiru á Snapchat (sigurjon1352)og hvet alla til að fylgjast með.“
Birtist í Fréttablaðinu Hveragerði Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Sjá meira