Tilfinningin var ólýsanleg Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. desember 2018 06:00 Arnór Sigurðsson fagnar eftir að hafa komið CSKA Moskvu í 0-3 gegn Real Madrid á heimavelli Evrópumeistaranna, Santiago Bernabéu. Nordicphotos/Getty „Það er skrítið að segja að maður sé pínu svekktur eftir 0-3 sigur og mark á Santiago Bernabéu. Við ætluðum okkur í Evrópudeildina en svona er þetta stundum. Við erum mjög ánægðir með okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í samtali við Fréttablaðið eftir frækinn sigur CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli þrettánfaldra Evrópumeistaranna í gærkvöldi. Leikurinn á Santiago Bernabéu rennur Arnóri eflaust seint úr minni. Ekki nóg með að CSKA hafi unnið heldur skoraði Skagamaðurinn eitt mark í leiknum og lagði upp annað fyrir Fedor Chalov. Þetta var stærsta tap Real Madrid á heimavelli í Evrópuleik frá upphafi og fyrsta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í níu ár. En þrátt fyrir að hafa unnið báða leikina gegn Real Madrid endaði CSKA í fjórða og neðsta sæti G-riðils og missti þar með af sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Pólska liðið Viktoria Plzen tryggði sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með sigri á Roma í gær. „Við ætluðum að sækja stigin gegn Viktoria Plzen og reyna að halda í við hin liðin. Hið þveröfuga gerðist. Við unnum báða leikina gegn Real Madrid en töpuðum á móti Plzen sem varð okkur að falli,“ sagði Arnór sem er orðinn næstmarkahæsti Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins spilað sex leiki í keppninni. „Við spiluðum nánast hinn fullkomna leik. Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og við þyrftum að nýta færin okkar. Nánast allt sem við lögðum upp með gekk upp í leiknum. Þeir komu mjög framarlega á völlinn og við vissum að við þyrftum að vera fljótir að sækja í svæðin sem opnuðust,“ sagði Arnór sem fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma. Landi hans, Hörður Björgvin Magnússon, lék allan tímann í vörn CSKA. Arnór segir að tilfinningin að skora gegn Evrópumeisturum síðustu þriggja ára, og á þeirra eigin sögufræga heimavelli, hafi verið einstök. „Hún var ólýsanleg. Mann hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki, að spila á þessum velli og það skemmdi ekki að skora í 0-3 sigri,“ sagði Arnór. Ekki skemmdi fyrir að fjölmargir úr fjölskyldu hans, alls 16 manns, voru í stúkunni á Santiago Bernabéu í gær. Þar á meðal voru foreldrar hans, systkini, kærasta og afi og amma. „Þau voru 16 hérna úr fjölskyldunni svo það var ekki boði að spila neinn skítaleik og tapa. En það var ennþá skemmtilegra að þau voru hérna,“ sagði Arnór. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
„Það er skrítið að segja að maður sé pínu svekktur eftir 0-3 sigur og mark á Santiago Bernabéu. Við ætluðum okkur í Evrópudeildina en svona er þetta stundum. Við erum mjög ánægðir með okkar leik,“ sagði Arnór Sigurðsson í samtali við Fréttablaðið eftir frækinn sigur CSKA Moskvu á Real Madrid á heimavelli þrettánfaldra Evrópumeistaranna í gærkvöldi. Leikurinn á Santiago Bernabéu rennur Arnóri eflaust seint úr minni. Ekki nóg með að CSKA hafi unnið heldur skoraði Skagamaðurinn eitt mark í leiknum og lagði upp annað fyrir Fedor Chalov. Þetta var stærsta tap Real Madrid á heimavelli í Evrópuleik frá upphafi og fyrsta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í níu ár. En þrátt fyrir að hafa unnið báða leikina gegn Real Madrid endaði CSKA í fjórða og neðsta sæti G-riðils og missti þar með af sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Pólska liðið Viktoria Plzen tryggði sér þátttökurétt í Evrópudeildinni með sigri á Roma í gær. „Við ætluðum að sækja stigin gegn Viktoria Plzen og reyna að halda í við hin liðin. Hið þveröfuga gerðist. Við unnum báða leikina gegn Real Madrid en töpuðum á móti Plzen sem varð okkur að falli,“ sagði Arnór sem er orðinn næstmarkahæsti Íslendingurinn í sögu Meistaradeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins spilað sex leiki í keppninni. „Við spiluðum nánast hinn fullkomna leik. Við vissum að þeir myndu vera meira með boltann og við þyrftum að nýta færin okkar. Nánast allt sem við lögðum upp með gekk upp í leiknum. Þeir komu mjög framarlega á völlinn og við vissum að við þyrftum að vera fljótir að sækja í svæðin sem opnuðust,“ sagði Arnór sem fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma. Landi hans, Hörður Björgvin Magnússon, lék allan tímann í vörn CSKA. Arnór segir að tilfinningin að skora gegn Evrópumeisturum síðustu þriggja ára, og á þeirra eigin sögufræga heimavelli, hafi verið einstök. „Hún var ólýsanleg. Mann hefur dreymt um þetta síðan maður var krakki, að spila á þessum velli og það skemmdi ekki að skora í 0-3 sigri,“ sagði Arnór. Ekki skemmdi fyrir að fjölmargir úr fjölskyldu hans, alls 16 manns, voru í stúkunni á Santiago Bernabéu í gær. Þar á meðal voru foreldrar hans, systkini, kærasta og afi og amma. „Þau voru 16 hérna úr fjölskyldunni svo það var ekki boði að spila neinn skítaleik og tapa. En það var ennþá skemmtilegra að þau voru hérna,“ sagði Arnór.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45 Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Arnór skoraði og gaf stoðsendingu í sigri á Real Madrid │Sjáðu markið Magnaður sigur hjá CSKA Moskvu á Spáni í kvöld og ekki var hann síðri leikurinn hjá Skagamanninum unga. 12. desember 2018 19:45