Handbolti

Noregur úr leik útaf einu marki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórir er væntanlega svekktur.
Þórir er væntanlega svekktur. vísir/afp
Nú er það orðið staðfest að Noregur, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, er ekki á leið í undanúrslitin á EM kvenna í Frakklandi en þetta varð ljóst eftir sigur Hollands á Þýskalandi í kvöld, 27-21.

Hollendingar vinna milliriðil tvö eftir sigurinn í kvöld en jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Að honum munaði tveimur mörkum, 13-11, en Hollendingar unnu að endingu öruggan sigur. Við þessi úrslit varð það ljóst að Noregur varð einu marki frá því að komast áfram í undanúrslitin.

Í hinum leik kvöldsins unnu heimastúlkur í Frakklandi öruggan sigur á Serbíu, 38-28. Staðan í hálfleik var 18-14, Frökkum í vil en Frakkarnir lenda í öðru sæti í milliriðli eitt. Serbía er úr leik. Við þessi úrslit er ljóst að Svíarnir eru einnig úr leik.

Það verða því Holland og Frakkland sem mætast í undanúrslitunum annars vegar og hins vegar Rússland og Rúmenía.

Uppfært:Í fyrstu var haldið fram að Noregur væri komið í undanúrslitin á vef EHF. Það var rangt. Það hefur nú verið leiðrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×