HM í pílukasti hefst á morgun: Veisla frá byrjun til enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2018 19:30 Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun og verður í fyrsta sinn sýnt frá keppninni í íslensku sjónvarpi en sýnt verður frá öllu mótinu á Stöð 2 Sport 2. Fyrsta beina útsendingin verður annað kvöld klukkan 19.30 en mótið verður nánast daglega þar til að úrslitaviðureignin fer fram á nýársdag. Mótið fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum, gamalli höll sem er stundum kölluð Ally Pally. Mikil eftirspurn er eftir aðgöngumiðum og stemningin mikil í salnum, þar sem á annað tug þúsunda fylgjast með. Pétur Rúðrik Guðmundsson er íslenskur landsliðsmaður í pílukasti. Hann var lengi vel leikmaður Grindavíkur í körfubolta en hefur síðustu ár einbeitt sér að pílunni. Hann segir mikla tilhlökkun ríkja fyrir mótinu. „Þetta verður bara veisla frá byrjun til enda. Það er ótrúleg skemmtun að horfa á HM í pílu,“ sagði Pétur. „Þarna eru 10-15 þúsund manns, öskrandi eins og á fótboltaleik. Þetta verður bara gaman.“ Pétur hefur orðið var við mikinn áhuga á pílukasti hér á landi og þá ekki síst á heimsmeistaramótinu sjálfu, sem hefur verið afar vinsælt sjónvarpsefni í Bretlandi og víðar í Evrópu. Pétur segir að það þurfi ekki mikla þekkingu á íþróttinni til að kveikja áhugann. „Í upphafi mun fólk þekkja fyrst og fremst stóru nöfnin, eins og Michael van Gerwen og Gary Anderson. Og svo kannski einn sem gæti talist skúrkur - Gerwyn Price sem er svolítið að láta reyna á hvernig menn mega haga sér á línunni. Mörgum finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Pétur. Pílukast var fyrst vinsælt á krám í Bretlandi en Pétur segir að nú sé ný kynslóð pílukastara að ryðja sér rúms sem hefur fengið allt annað uppeldi í íþróttinni. „Fólk verður mjög fljótt að finna sér einhvern til að halda með og ég hvet alla til að horfa á þetta frá byrjun.“ Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Heimsmeistari í pílu sakaður um prump | "Mér var illt í maganum“ Tvöfaldur heimsmeistari í pílu hefur verið ásakaður um að villa fyrir andstæðingi sínum með prumpi á boðsmóti bestu píluspilara heims. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun og verður í fyrsta sinn sýnt frá keppninni í íslensku sjónvarpi en sýnt verður frá öllu mótinu á Stöð 2 Sport 2. Fyrsta beina útsendingin verður annað kvöld klukkan 19.30 en mótið verður nánast daglega þar til að úrslitaviðureignin fer fram á nýársdag. Mótið fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum, gamalli höll sem er stundum kölluð Ally Pally. Mikil eftirspurn er eftir aðgöngumiðum og stemningin mikil í salnum, þar sem á annað tug þúsunda fylgjast með. Pétur Rúðrik Guðmundsson er íslenskur landsliðsmaður í pílukasti. Hann var lengi vel leikmaður Grindavíkur í körfubolta en hefur síðustu ár einbeitt sér að pílunni. Hann segir mikla tilhlökkun ríkja fyrir mótinu. „Þetta verður bara veisla frá byrjun til enda. Það er ótrúleg skemmtun að horfa á HM í pílu,“ sagði Pétur. „Þarna eru 10-15 þúsund manns, öskrandi eins og á fótboltaleik. Þetta verður bara gaman.“ Pétur hefur orðið var við mikinn áhuga á pílukasti hér á landi og þá ekki síst á heimsmeistaramótinu sjálfu, sem hefur verið afar vinsælt sjónvarpsefni í Bretlandi og víðar í Evrópu. Pétur segir að það þurfi ekki mikla þekkingu á íþróttinni til að kveikja áhugann. „Í upphafi mun fólk þekkja fyrst og fremst stóru nöfnin, eins og Michael van Gerwen og Gary Anderson. Og svo kannski einn sem gæti talist skúrkur - Gerwyn Price sem er svolítið að láta reyna á hvernig menn mega haga sér á línunni. Mörgum finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Pétur. Pílukast var fyrst vinsælt á krám í Bretlandi en Pétur segir að nú sé ný kynslóð pílukastara að ryðja sér rúms sem hefur fengið allt annað uppeldi í íþróttinni. „Fólk verður mjög fljótt að finna sér einhvern til að halda með og ég hvet alla til að horfa á þetta frá byrjun.“
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Heimsmeistari í pílu sakaður um prump | "Mér var illt í maganum“ Tvöfaldur heimsmeistari í pílu hefur verið ásakaður um að villa fyrir andstæðingi sínum með prumpi á boðsmóti bestu píluspilara heims. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ Markaðurinn á flugi: Fær 20 milljónir á dag Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00
Heimsmeistari í pílu sakaður um prump | "Mér var illt í maganum“ Tvöfaldur heimsmeistari í pílu hefur verið ásakaður um að villa fyrir andstæðingi sínum með prumpi á boðsmóti bestu píluspilara heims. 18. nóvember 2018 11:00