Umhverfisráðherra sagði hjarta jöklanna að hverfa Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2018 14:52 Guðmundur Ingi umhverfisráðherra í pontu á COP24-loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi í dag. Sigríður Víðis Jónsdóttir Orkuskipti í samgöngum og aukin kolefnisbinding voru á meðal þess sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lofaði að Íslandi myndi gera til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu í ræðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Harmaði hann að jöklar Íslands færu hopandi. Í upphafi ræðu sinnar lýsti ráðherrann upplifun sinni af tveimur jökultungum sem saman römmuðu inni hjartalaga fjall á Miðhálendi Íslands í kringum aldamótin. „Nú með bráðnun jöklanna hefur lögun fjallsins breyst. Hjartað er að mást út,“ sagði Guðmundur Ingi. Lýsti hann nýrri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Ísland hefði þegar náð fullum orkuskiptum í endurnýjanlega orkugjafa í raforkuframleiðslu og húshitun. Þau skipti hefðu kostað Íslendinga en fjárfestingin hafi haft mikla kosti í för með sér. Næst standi fyrir dyrum orkuskipti í samgöngum. Hvatti ráðherrann ríkis heims til dáða og ganga lengra í að draga úr losun „Ísland mun standa við Parísarskuldbindingar sínar fyrir 2030 en við verðum líka að horfa lengra fram á veginn. Langtímamarkmið íslands er að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040,“ sagði Guðmundur Ingi. Til þess að mannkynið næði kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina eins og nauðsynlegt er til að markmið Parísarsamkomulagsins náist sagði ráðherrann að sum ríki þyrftu að vera fyrri til. „Þróuð ríki ættu að setja fordæmi og vera í fararbroddi í að ná kolefnishlutleysi,“ sagði hann.Verra í vændum taki ríki ekki mark á vísindunum Umhverfisráðherra virtist skjóta óbeint á nokkur olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabíu og Kúveit sem lögðust gegn samþykkt um vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins. „Ísland fagnar skýrslunni og telur að hún sé ómissandi leiðarljós fyrir vinnuna framundan,“ sagði ráðherrann. Ríkin fjögur vildu ekki nota orðalagið „að fagna“ í ályktun fundarins um skýrsluna og lögðu þess í stað til að talað væri um að hann „tæki eftir“ henni. Sagði Guðmundur Ingi að loftslagsbreytingar væru nú þegar raunveruleiki og veðuröfgar væru orðnar að venjulegu ástandi. Verra sé í vændum taki ríki heims ekki mark á vísindunum og auki metnað sinn. „Hjartalagaða jökulfjallið sem ég sá við aldamótin verður kannski bráðum horfið en það er svo mörgu sem við getum bjargað. Við höfum enn tíma. Saman getum við lagt hjartað í þetta,“ sagði ráðherrann. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Orkuskipti í samgöngum og aukin kolefnisbinding voru á meðal þess sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, lofaði að Íslandi myndi gera til að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu í ræðu á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í dag. Harmaði hann að jöklar Íslands færu hopandi. Í upphafi ræðu sinnar lýsti ráðherrann upplifun sinni af tveimur jökultungum sem saman römmuðu inni hjartalaga fjall á Miðhálendi Íslands í kringum aldamótin. „Nú með bráðnun jöklanna hefur lögun fjallsins breyst. Hjartað er að mást út,“ sagði Guðmundur Ingi. Lýsti hann nýrri aðgerðaáætlun Íslands í loftslagsmálum. Ísland hefði þegar náð fullum orkuskiptum í endurnýjanlega orkugjafa í raforkuframleiðslu og húshitun. Þau skipti hefðu kostað Íslendinga en fjárfestingin hafi haft mikla kosti í för með sér. Næst standi fyrir dyrum orkuskipti í samgöngum. Hvatti ráðherrann ríkis heims til dáða og ganga lengra í að draga úr losun „Ísland mun standa við Parísarskuldbindingar sínar fyrir 2030 en við verðum líka að horfa lengra fram á veginn. Langtímamarkmið íslands er að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040,“ sagði Guðmundur Ingi. Til þess að mannkynið næði kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina eins og nauðsynlegt er til að markmið Parísarsamkomulagsins náist sagði ráðherrann að sum ríki þyrftu að vera fyrri til. „Þróuð ríki ættu að setja fordæmi og vera í fararbroddi í að ná kolefnishlutleysi,“ sagði hann.Verra í vændum taki ríki ekki mark á vísindunum Umhverfisráðherra virtist skjóta óbeint á nokkur olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin, Rússland, Sádi-Arabíu og Kúveit sem lögðust gegn samþykkt um vísindaskýrslu um 1,5°C-markmið Parísarsamkomulagsins. „Ísland fagnar skýrslunni og telur að hún sé ómissandi leiðarljós fyrir vinnuna framundan,“ sagði ráðherrann. Ríkin fjögur vildu ekki nota orðalagið „að fagna“ í ályktun fundarins um skýrsluna og lögðu þess í stað til að talað væri um að hann „tæki eftir“ henni. Sagði Guðmundur Ingi að loftslagsbreytingar væru nú þegar raunveruleiki og veðuröfgar væru orðnar að venjulegu ástandi. Verra sé í vændum taki ríki heims ekki mark á vísindunum og auki metnað sinn. „Hjartalagaða jökulfjallið sem ég sá við aldamótin verður kannski bráðum horfið en það er svo mörgu sem við getum bjargað. Við höfum enn tíma. Saman getum við lagt hjartað í þetta,“ sagði ráðherrann.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00 Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03 Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00 Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57 Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Hraðar loftslagsbreytingar taldar hafa valdið mesta aldauða jarðsögunnar Allt að tíu gráðu hlýnun olli súrefnisþurrð í heimshöfunum sem leiddi til einhvers mesta aldauða í sögu lífs á jörðinni. 9. desember 2018 09:00
Bráðnun íss á Suðurskautslandinu hraðari en talið var Jöklar á austanverðu Suðurskautslandinu hafa fram að þessu verið taldir stöðugri en vestanmegin. Greining á gervihnattagögnum bendir til þess að þeir hreyfist nú hratt. 11. desember 2018 11:03
Bandaríkin, Rússland og Sádi-Arabía sameinuðust gegn loftslagsskýrslu Fjögur ríki komu í veg fyrir að loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun þar sem birtingu skýrslu um áhrif 1,5°C hlýnunar var fagnað. 9. desember 2018 08:00
Aukning í losun gróðurhúsalofttegunda sú mesta í sjö ár Váleg tíðindi um afturför í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum berast á meðan Sameinuðu þjóðirnar funda um loftslagsmál í kolahéraði í Póllandi. 6. desember 2018 10:57
Alvarlegt mál að ríki afneiti loftslagsvísindum Umhverfisráðherra Íslands segir mikilvægt að þjóðir heims sýni samstöðu og festu þrátt fyrir að olíuframleiðsluríki eins og Bandaríkin og Sádar setji strik í reikninginn. 11. desember 2018 15:00