Ríkið getur lækkað vexti Sigurður Hannesson skrifar 13. desember 2018 08:00 Háir vextir, dýrt og okur eru þau orð sem komu oftast fyrir í niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup þar sem spurt var um hvaða þrjú orð koma fyrst upp í hugann til að lýsa bankakerfinu á Íslandi. Þetta eru stór orð en fyrir þeim er innistæða. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað talað fyrir hagkvæmara og skilvirkara fjármálakerfi. Háir vextir hér á landi í samanburði við önnur lönd koma niður á samkeppnishæfni fyrirtækja sem þurfa að fjármagna sig á innlendum fjármálamarkaði. Á þetta er bent í skýrslu um samkeppnishæfni og í skýrslu um atvinnustefnu fyrir Ísland sem SI hefur gefið út. Í nýútkominni hvítbók um íslenska fjármálakerfið kemur fram að útlánavextir íslensku bankanna eru mun hærri en útlánavextir banka í nágrannalöndunum. Fyrir jafn hátt lán þarf að greiða margfalt hærri vaxtagreiðslur í íslenskum banka en hjá erlendum bönkum. Munurinn kemur niður á samkeppnisstöðu og verðmætasköpun íslenskra fyrirtækja. Fram kemur í hvítbókinni að meðalvextir útlána íslensku bankanna voru í fyrra 5,8% en meðalvextir skulda bankanna 3,2%. Á því ári var því 2,6 prósentustiga munur á meðaltalsvöxtum vaxtaberandi eigna og skulda íslenskra banka. M.ö.o var álagning íslensku bankanna 45% í fyrra. Háir vextir útlána bankanna skýrast því að mjög stórum hluta af þessari háu álagningu þeirra. Í hvítbókinni er rætt um hvað skýri þessa álagningu íslensku bankanna. Samkvæmt niðurstöðunum skýrir rekstrarkostnaður, sem að helmingi er launakostnaður, álagninguna að mestu. Auk þess skýra sértækir skattar og töluvert miklar eiginfjárkröfur álagninguna. Greiningin er áhugaverð því hún sýnir hvaða leiðir megi fara til að lækka vexti hér á landi og bæta samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs. Íslensku bankarnir eru að mestu í eigu ríkisins auk þess sem ríkið mótar laga- og reglugerðarumgjörð þeirra. Það er ríkisins, sem eiganda bankanna, að beita sér fyrir því að hagræða og auka skilvirkni í bankaþjónustu og skapa þannig skilyrði fyrir lægri innlendum vöxtum til hagsbóta fyrir íslensk fyrirtæki og heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hvítbók fyrir fjármálakerfið Sigurður Hannesson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Háir vextir, dýrt og okur eru þau orð sem komu oftast fyrir í niðurstöðum skoðanakönnunar Gallup þar sem spurt var um hvaða þrjú orð koma fyrst upp í hugann til að lýsa bankakerfinu á Íslandi. Þetta eru stór orð en fyrir þeim er innistæða. Samtök iðnaðarins hafa ítrekað talað fyrir hagkvæmara og skilvirkara fjármálakerfi. Háir vextir hér á landi í samanburði við önnur lönd koma niður á samkeppnishæfni fyrirtækja sem þurfa að fjármagna sig á innlendum fjármálamarkaði. Á þetta er bent í skýrslu um samkeppnishæfni og í skýrslu um atvinnustefnu fyrir Ísland sem SI hefur gefið út. Í nýútkominni hvítbók um íslenska fjármálakerfið kemur fram að útlánavextir íslensku bankanna eru mun hærri en útlánavextir banka í nágrannalöndunum. Fyrir jafn hátt lán þarf að greiða margfalt hærri vaxtagreiðslur í íslenskum banka en hjá erlendum bönkum. Munurinn kemur niður á samkeppnisstöðu og verðmætasköpun íslenskra fyrirtækja. Fram kemur í hvítbókinni að meðalvextir útlána íslensku bankanna voru í fyrra 5,8% en meðalvextir skulda bankanna 3,2%. Á því ári var því 2,6 prósentustiga munur á meðaltalsvöxtum vaxtaberandi eigna og skulda íslenskra banka. M.ö.o var álagning íslensku bankanna 45% í fyrra. Háir vextir útlána bankanna skýrast því að mjög stórum hluta af þessari háu álagningu þeirra. Í hvítbókinni er rætt um hvað skýri þessa álagningu íslensku bankanna. Samkvæmt niðurstöðunum skýrir rekstrarkostnaður, sem að helmingi er launakostnaður, álagninguna að mestu. Auk þess skýra sértækir skattar og töluvert miklar eiginfjárkröfur álagninguna. Greiningin er áhugaverð því hún sýnir hvaða leiðir megi fara til að lækka vexti hér á landi og bæta samkeppnishæfni íslensks efnahagslífs. Íslensku bankarnir eru að mestu í eigu ríkisins auk þess sem ríkið mótar laga- og reglugerðarumgjörð þeirra. Það er ríkisins, sem eiganda bankanna, að beita sér fyrir því að hagræða og auka skilvirkni í bankaþjónustu og skapa þannig skilyrði fyrir lægri innlendum vöxtum til hagsbóta fyrir íslensk fyrirtæki og heimili.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun