Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2018 00:00 Jared Kushner og Ivanka Trump. AP/Pablo Martinez Monsivais Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar og bygginafélög sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. Einn af helstu stuðningsmönnum þessara breytinga var Ivanka Trump, dóttir forsetans. Þegar Donald kynnti breytingarnar fyrr á árinu gaf hann dóttur sinni orðið sérstaklega og sagði hana hafa barist af mikilli hörku fyrir að fá þær í gegn. Frumvarpið „The Investing in Opportunity Act“ var fyrst lagt fram á þingi þegar Barack Obama var forseti en naut ekki mikillar hylli. Embættismenn í ríkjum og borgum skilgreina tiltekin svæði, svokölluð „Opportunity Zone“ og þeir verktakar sem byggja á þeim svæðum eiga rétt á afsláttum á sköttum. Jared Kushner, eiginmaður Ivönku og þar af leiðandi tengdasonur Trump, hefur einnig barist fyrir skattaafslættinum. Bæði vinna í Hvíta húsinu.Rannsókn AP fréttaveitunnar hefur þó leitt í ljóst að hjónin gætu sjálf hagnast verulega vegna þessa breytinga og verkefnis ríkisstjórnarinnar.Hjónin eiga stóran hlut í fyrirtækinu Cadre, sem tilkynnti nýverið að til stæði að byggja fjölda bygginga innan verkefnisins í Miami og Los Angeles. Þá eiga þau hluti í fjölskyldufyrirtæki Kushner en minnst þrettán byggingar þessa fyrirtækis í New York, New Jersey og Maryland, gætu fallið undir Oportunity Zone og gefið fyrirtækinu mikinn afslátt af sköttum. Engar vísbendingar eru þó um að þau hafi komið að því að velja svæðin sem verkefnið nær til og fjölskyldufyrirtæki Kushner hefur ekki tilkynnt að til standi að leitast eftir umræddum afsláttum. Þau munu þó að öllum líkindum hagnast vegna verkefnisins, þó þau geri ekki neitt. Það er vegna þess að verkefnið hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur hækkað mikið á þeim svæðum sem yfirvöld hafa skilgreint sem Oportunity Zone. Siðferðissérfræðingar segja þetta til marks um mikla hagsmunaárekstra en talskona hjónanna sagði þau ekki koma að rekstri fyrirtækja þeirra. Þar að auki fylgi þau ráðleggingum lögmanna um hverju þau megi vinna að og hverju þau megi ekki vinna að. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar og bygginafélög sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. Einn af helstu stuðningsmönnum þessara breytinga var Ivanka Trump, dóttir forsetans. Þegar Donald kynnti breytingarnar fyrr á árinu gaf hann dóttur sinni orðið sérstaklega og sagði hana hafa barist af mikilli hörku fyrir að fá þær í gegn. Frumvarpið „The Investing in Opportunity Act“ var fyrst lagt fram á þingi þegar Barack Obama var forseti en naut ekki mikillar hylli. Embættismenn í ríkjum og borgum skilgreina tiltekin svæði, svokölluð „Opportunity Zone“ og þeir verktakar sem byggja á þeim svæðum eiga rétt á afsláttum á sköttum. Jared Kushner, eiginmaður Ivönku og þar af leiðandi tengdasonur Trump, hefur einnig barist fyrir skattaafslættinum. Bæði vinna í Hvíta húsinu.Rannsókn AP fréttaveitunnar hefur þó leitt í ljóst að hjónin gætu sjálf hagnast verulega vegna þessa breytinga og verkefnis ríkisstjórnarinnar.Hjónin eiga stóran hlut í fyrirtækinu Cadre, sem tilkynnti nýverið að til stæði að byggja fjölda bygginga innan verkefnisins í Miami og Los Angeles. Þá eiga þau hluti í fjölskyldufyrirtæki Kushner en minnst þrettán byggingar þessa fyrirtækis í New York, New Jersey og Maryland, gætu fallið undir Oportunity Zone og gefið fyrirtækinu mikinn afslátt af sköttum. Engar vísbendingar eru þó um að þau hafi komið að því að velja svæðin sem verkefnið nær til og fjölskyldufyrirtæki Kushner hefur ekki tilkynnt að til standi að leitast eftir umræddum afsláttum. Þau munu þó að öllum líkindum hagnast vegna verkefnisins, þó þau geri ekki neitt. Það er vegna þess að verkefnið hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur hækkað mikið á þeim svæðum sem yfirvöld hafa skilgreint sem Oportunity Zone. Siðferðissérfræðingar segja þetta til marks um mikla hagsmunaárekstra en talskona hjónanna sagði þau ekki koma að rekstri fyrirtækja þeirra. Þar að auki fylgi þau ráðleggingum lögmanna um hverju þau megi vinna að og hverju þau megi ekki vinna að.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira