Útskýrði af hverju Google-leit að „hálfvita“ skilar myndum af Trump Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2018 12:00 Svona raðar Google upp leitarniðurstöðum sé leitað að enska orðinu idiot í myndaleit Google. Mynd/Skjáskot Sundar Pichai, forstjóri Google, þurfti í gær að útskýra fyrir þingmönnum bandaríska þingsins afhverju myndir af Donald Trump birtast efst í leitarvél Google sé enska orðið „idiot“ eða „hálfviti“ slegið inn í leitarvélina. Washington Post greinir frá. Það var demókratinn Zoe Lofgren sem spurði Pichai út í leitarniðurstöðurnar en Pichai kom fyrir dómsmáladeild fulltrúadeildarinnar í gær til þess að svara spurningum um starfsemi Google og söfnun gagna í tengslum við hana.Sé enska orðið „idiot“ slegið inn í myndaleitarvél Google má sjá að þar birtast fjölmargar myndir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hafa repúblikanar meðal annars haldið því fram að þetta sé viljandi gert af hálfu Google til þess að koma óorði á forsetann.Pichai útskýrði hvernig leitarvél Google virkar og í máli hans kom fram að nánast ógerlegt væri að hafa slík áhrif á leitarvélina, til þess væru alltof margir ólíkir þættir sem teknir voru til greina varðandi hvaða orð skili hvaða leitarniðurstöðum. „Þannig að þú ert að segja að það sé ekki einhver lítill kall sem situr á bak við tjald sem ákveður hvað sé sýnt notendum hverju sinni,“ svaraði Lofgren kaldhæðnislega. Pichai mátti þola orrahríð frá þingmönnum repúblikana sem sökuðu hann og Google um að ýta neikvæðum fréttum um repúblikana og stefnumál þeirra ofar á leitarvél Google. Ted Lieu, þingmaður demókrata, kom Pichai hins vegar til varna og sagði málið vera einfalt, ef repúblikanar vildu sjá jákvæðar leitarniðurstöður í garð þeirra, þyrftu þeir að framkvæma jákvæða hluti. Þeir ættu því að íhuga að vandamálið værri þeirra megin, en ekki hjá Google. Bandaríkin Donald Trump Google Tækni Tengdar fréttir Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00 Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Sundar Pichai, forstjóri Google, þurfti í gær að útskýra fyrir þingmönnum bandaríska þingsins afhverju myndir af Donald Trump birtast efst í leitarvél Google sé enska orðið „idiot“ eða „hálfviti“ slegið inn í leitarvélina. Washington Post greinir frá. Það var demókratinn Zoe Lofgren sem spurði Pichai út í leitarniðurstöðurnar en Pichai kom fyrir dómsmáladeild fulltrúadeildarinnar í gær til þess að svara spurningum um starfsemi Google og söfnun gagna í tengslum við hana.Sé enska orðið „idiot“ slegið inn í myndaleitarvél Google má sjá að þar birtast fjölmargar myndir af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hafa repúblikanar meðal annars haldið því fram að þetta sé viljandi gert af hálfu Google til þess að koma óorði á forsetann.Pichai útskýrði hvernig leitarvél Google virkar og í máli hans kom fram að nánast ógerlegt væri að hafa slík áhrif á leitarvélina, til þess væru alltof margir ólíkir þættir sem teknir voru til greina varðandi hvaða orð skili hvaða leitarniðurstöðum. „Þannig að þú ert að segja að það sé ekki einhver lítill kall sem situr á bak við tjald sem ákveður hvað sé sýnt notendum hverju sinni,“ svaraði Lofgren kaldhæðnislega. Pichai mátti þola orrahríð frá þingmönnum repúblikana sem sökuðu hann og Google um að ýta neikvæðum fréttum um repúblikana og stefnumál þeirra ofar á leitarvél Google. Ted Lieu, þingmaður demókrata, kom Pichai hins vegar til varna og sagði málið vera einfalt, ef repúblikanar vildu sjá jákvæðar leitarniðurstöður í garð þeirra, þyrftu þeir að framkvæma jákvæða hluti. Þeir ættu því að íhuga að vandamálið værri þeirra megin, en ekki hjá Google.
Bandaríkin Donald Trump Google Tækni Tengdar fréttir Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00 Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á Twitter Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sakað tæknifyrirtækið Google um að „þagga raddir íhaldsmanna“ og fela sanngjarna umfjöllun um sig. 28. ágúst 2018 18:00
Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlum Fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins, sem voru reknir fyrir að segja að það væru líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væru verri forritarar og fyrir ummæli um múslima, hafa stefnt Google fyrir mismunun. 8. janúar 2018 20:38