Söguleg boltameðferð Tottenham á Nývangi Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. desember 2018 15:00 Harry Kane lagði upp mark Tottenham í gær. vísir/getty Tottenham komst áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona á Nývangi en Lucas Moura skoraði markið sem skipti öllu máli í seinni hálfleik eftir undirbúning Harry Kane. Spurs þurfti að jafna úrslit Inter á móti PSV en ítalska liðið fór illa að ráði sínu á heimavelli á móti hollensku meisturunum og gerðu sömuleiðis 1-1 jafntefli þrátt fyrir að sækja nánast látlaust allan seinni hálfleikinn. Frammistaða Tottenham í Katalóníu var glæsileg en liðið fékk urmul færa, spilaði vel og hélt boltanum 51 prósent af leiktímanum á móti 49 prósentum Börsunga. Þetta gerist ekki oft. Alls ekki oft. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár sem lið heldur boltanum meira en Barcelona í leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en síðast var Barcelona undir í þeirri baráttu á móti Werder Bremen í desember 2006. Brimarborgarar voru þá 56 prósent með boltann en töpuðu samt, 2-0. Gracenote heldur utan um þessa tölfræði. Þökk sé marki Lucas Moura er Tottenham nú búið að skora í 16 Meistaradeildarleikjum í röð sem er jöfnun á félagsmeti en bara Paris Saint-Germain hefur skorað í fleiri leikjum í röð af öllum liðum Meistaradeildarinnar, alls 22 leikjum í röð. Barcelona vann B-riðilinn og hvíldi suma af sínum bestu mönnum í gær en liðið er nú búið að spila 29 heimaleiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa sem er jöfnun á meti Bayern München sem gerði það sama á árunum 1998-2002. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham áfram eftir dramatík | Öll úrslit dagsins Tottenham er komið áfram eftir dramatík. 11. desember 2018 22:00 Fyrsti leikur Tottenham á nýja vellinum ekki fyrr en í febrúar Biðin eftir því að Tottenham spili á sínum nýja heimavelli gæti lengst enn frekar þar sem félagið á í vandræðum með að uppfylla kröfur um öryggisprófanir. 11. desember 2018 10:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira
Tottenham komst áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í gærkvöldi þegar að liðið gerði 1-1 jafntefli við Barcelona á Nývangi en Lucas Moura skoraði markið sem skipti öllu máli í seinni hálfleik eftir undirbúning Harry Kane. Spurs þurfti að jafna úrslit Inter á móti PSV en ítalska liðið fór illa að ráði sínu á heimavelli á móti hollensku meisturunum og gerðu sömuleiðis 1-1 jafntefli þrátt fyrir að sækja nánast látlaust allan seinni hálfleikinn. Frammistaða Tottenham í Katalóníu var glæsileg en liðið fékk urmul færa, spilaði vel og hélt boltanum 51 prósent af leiktímanum á móti 49 prósentum Börsunga. Þetta gerist ekki oft. Alls ekki oft. Þetta var í fyrsta sinn í tólf ár sem lið heldur boltanum meira en Barcelona í leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en síðast var Barcelona undir í þeirri baráttu á móti Werder Bremen í desember 2006. Brimarborgarar voru þá 56 prósent með boltann en töpuðu samt, 2-0. Gracenote heldur utan um þessa tölfræði. Þökk sé marki Lucas Moura er Tottenham nú búið að skora í 16 Meistaradeildarleikjum í röð sem er jöfnun á félagsmeti en bara Paris Saint-Germain hefur skorað í fleiri leikjum í röð af öllum liðum Meistaradeildarinnar, alls 22 leikjum í röð. Barcelona vann B-riðilinn og hvíldi suma af sínum bestu mönnum í gær en liðið er nú búið að spila 29 heimaleiki í röð í Meistaradeildinni án þess að tapa sem er jöfnun á meti Bayern München sem gerði það sama á árunum 1998-2002.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Tottenham áfram eftir dramatík | Öll úrslit dagsins Tottenham er komið áfram eftir dramatík. 11. desember 2018 22:00 Fyrsti leikur Tottenham á nýja vellinum ekki fyrr en í febrúar Biðin eftir því að Tottenham spili á sínum nýja heimavelli gæti lengst enn frekar þar sem félagið á í vandræðum með að uppfylla kröfur um öryggisprófanir. 11. desember 2018 10:00 Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Fleiri fréttir Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Sjá meira
Tottenham áfram eftir dramatík | Öll úrslit dagsins Tottenham er komið áfram eftir dramatík. 11. desember 2018 22:00
Fyrsti leikur Tottenham á nýja vellinum ekki fyrr en í febrúar Biðin eftir því að Tottenham spili á sínum nýja heimavelli gæti lengst enn frekar þar sem félagið á í vandræðum með að uppfylla kröfur um öryggisprófanir. 11. desember 2018 10:00