Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 10:30 Alisson Becker með Jürgen Klopp. Vísir/Getty Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. Stuðningsmenn Liverpool eru enn að jafna sig eftir hryllileg markvarðarmistök Loris Karius í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor en geta varla verið sáttari með markvörðinn sinn í dag. Hetja gærkvöldsins var án efa Alisson Becker sem varði algjört dauðafæri frá sóknarmanni Napoli í lok leiksins. Hefði Arkadiusz Milik skorað fyrir Napoli úr þessu færi þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk sem var þrautinni þyngra. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, réði sér ekki fyrir kæti í leikslok og enginn var sáttari með Alisson Becker en hann."If I knew Alisson was this good I would have paid double.” Jurgen Klopp was on top form after Liverpool’s Champions League win. Readhttps://t.co/yDbsDgihPOpic.twitter.com/3dkPSLy2s9 — BBC Sport (@BBCSport) December 12, 2018„Ef ég vissi að Alisson væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira, sagði Jürgen Klopp en Liverpool borgaði Roma 66,8 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar. Alisson Becker var dýrasti markvörður heims í aðeins nokkrar vikur en Chelsea sló metið með því að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins og á meðan Alisson Becker hélt marki sínu hreinu þá var það alltaf nóg. Það munaði hinsvegar ótrúlega litlu þegar boltinn datt fyrir Arkadiusz Milik á markteignum. Alisson Becker brást ekki á úrslitastundu, gerði sig stórann og komst fyrir skotið. Napoli menn trúðu ekki sínum eigin augum en leikmenn Liverpool fögnuðu Alisson Becker aftur á móti eins og hann hefði skorað mark. „Markið sem Mo skoraði var ótrúlegt en ég á engin orð til að lýsa markvörslunni hjá Ali (Allison). Hann bjargaði lífi okkar í kvöld,“ sagði Klopp. „Vá, þvílíkur leikur. Ég er ekki viss um að knattspyrnustjóri geti verið stoltari af liði sínu en ég er núna,“ sagði Klopp. Alisson Becker er búinn að halda tólf sinnum hreinu á tímabilinu þarf af tvisvar í sex leikjum í Meistaradeildinni. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Sjá meira
Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. Stuðningsmenn Liverpool eru enn að jafna sig eftir hryllileg markvarðarmistök Loris Karius í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor en geta varla verið sáttari með markvörðinn sinn í dag. Hetja gærkvöldsins var án efa Alisson Becker sem varði algjört dauðafæri frá sóknarmanni Napoli í lok leiksins. Hefði Arkadiusz Milik skorað fyrir Napoli úr þessu færi þá hefði Liverpool þurft að skora tvö mörk sem var þrautinni þyngra. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, réði sér ekki fyrir kæti í leikslok og enginn var sáttari með Alisson Becker en hann."If I knew Alisson was this good I would have paid double.” Jurgen Klopp was on top form after Liverpool’s Champions League win. Readhttps://t.co/yDbsDgihPOpic.twitter.com/3dkPSLy2s9 — BBC Sport (@BBCSport) December 12, 2018„Ef ég vissi að Alisson væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira, sagði Jürgen Klopp en Liverpool borgaði Roma 66,8 milljónir punda fyrir brasilíska markvörðinn í sumar. Alisson Becker var dýrasti markvörður heims í aðeins nokkrar vikur en Chelsea sló metið með því að kaupa Kepa Arrizabalaga frá Athletic Bilbao fyrir 71,6 milljónir punda. Mohamed Salah skoraði eina mark leiksins og á meðan Alisson Becker hélt marki sínu hreinu þá var það alltaf nóg. Það munaði hinsvegar ótrúlega litlu þegar boltinn datt fyrir Arkadiusz Milik á markteignum. Alisson Becker brást ekki á úrslitastundu, gerði sig stórann og komst fyrir skotið. Napoli menn trúðu ekki sínum eigin augum en leikmenn Liverpool fögnuðu Alisson Becker aftur á móti eins og hann hefði skorað mark. „Markið sem Mo skoraði var ótrúlegt en ég á engin orð til að lýsa markvörslunni hjá Ali (Allison). Hann bjargaði lífi okkar í kvöld,“ sagði Klopp. „Vá, þvílíkur leikur. Ég er ekki viss um að knattspyrnustjóri geti verið stoltari af liði sínu en ég er núna,“ sagði Klopp. Alisson Becker er búinn að halda tólf sinnum hreinu á tímabilinu þarf af tvisvar í sex leikjum í Meistaradeildinni.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur R. - Malisheva | Standa vel að vígi Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Sjá meira