Göngin borgi sig upp á 28 árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2018 19:45 Það styttist í að göngin opni Vísir/Tryggvi Páll Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. Fimm og hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng sér loksins fyrir endan á þeim en á blaðamannafundi í dag var gjaldskrá ganganna og fyrirkomulag innheimtu, sem hefst 2. janúar, kynnt. „Við verðum með myndavélar sem munu greina hvaða bifreið er að keyra í gegn. Menn geta skráð sig inn á heimasíðunni okkar, veggjald.is og þannig tryggt að það þurfi enginn að greiða meira en 1.500 krónur fyrir ferðina,“ segir Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga. Stök ferð fólksbíls í gegnum göngin mun kosta 1500 krónur en hægt verður að kaupa inneign og lækka þannig gjaldið eftir því sem fleiri ferðir eru keyptar. Þannig geta þeir sem sjá fyrir sér að ferðast oft í gegnum göngin komið verðinu á hverri ferð niður í 700 krónur.Framkvæmdir hafa staðið yfir á sjötta ár.Vísir/TryggviFramkvæmdin hefur mátt þola töluverða gagnrýni en Hilmar segir göngin þegar hafa sýnt mikilvægi sitt er vegurinn um Víkurskarð, sem göngin munu vera valkostur við, lokaðist á dögunum vegna veðurs. „Við höfum séð það síðustu daga hvað þetta skiptir miklu. Við höfum verið að hleypa neyðarumferð hérna í gegn,“ segir Hilmar. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár. Endanlegur kostnaður við framkvæmdina mun vera í kringum 17 milljarðar. „Auðvitað hafa menn bara lent hér í atvikum sem þeir hafa ekki lent í annars staðar. Og það er alveg frábært að við séum komnir í gegnum það. Og það er auðvitað alveg stórmerkilegt að þrátt fyrir það að þá er útlit fyrir að takist að borga þessu göng upp á þeim tíma sem lagt var af stað með í upphafi,“ segir Hilmar.Hvað er það langur tími?„Það eru 28 ár.“ Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Vaðlaheiðargöng verða formlega opnuð þann 12. janúar næstkomandi, rúmlega tveimur árum á eftir áætlun. Vonir standa til að hægt verði að hleypa umferð í gegn fyrir áramót. Fimm og hálfu ári eftir að framkvæmdir hófust við Vaðlaheiðargöng sér loksins fyrir endan á þeim en á blaðamannafundi í dag var gjaldskrá ganganna og fyrirkomulag innheimtu, sem hefst 2. janúar, kynnt. „Við verðum með myndavélar sem munu greina hvaða bifreið er að keyra í gegn. Menn geta skráð sig inn á heimasíðunni okkar, veggjald.is og þannig tryggt að það þurfi enginn að greiða meira en 1.500 krónur fyrir ferðina,“ segir Hilmar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga. Stök ferð fólksbíls í gegnum göngin mun kosta 1500 krónur en hægt verður að kaupa inneign og lækka þannig gjaldið eftir því sem fleiri ferðir eru keyptar. Þannig geta þeir sem sjá fyrir sér að ferðast oft í gegnum göngin komið verðinu á hverri ferð niður í 700 krónur.Framkvæmdir hafa staðið yfir á sjötta ár.Vísir/TryggviFramkvæmdin hefur mátt þola töluverða gagnrýni en Hilmar segir göngin þegar hafa sýnt mikilvægi sitt er vegurinn um Víkurskarð, sem göngin munu vera valkostur við, lokaðist á dögunum vegna veðurs. „Við höfum séð það síðustu daga hvað þetta skiptir miklu. Við höfum verið að hleypa neyðarumferð hérna í gegn,“ segir Hilmar. Á ýmsu hefur gengið frá því að framkvæmdir hófust árið 2013 en töluvert vatnsmagn, jarðhiti og erfið setlög hafa tafið verklok um nærri tvö ár. Endanlegur kostnaður við framkvæmdina mun vera í kringum 17 milljarðar. „Auðvitað hafa menn bara lent hér í atvikum sem þeir hafa ekki lent í annars staðar. Og það er alveg frábært að við séum komnir í gegnum það. Og það er auðvitað alveg stórmerkilegt að þrátt fyrir það að þá er útlit fyrir að takist að borga þessu göng upp á þeim tíma sem lagt var af stað með í upphafi,“ segir Hilmar.Hvað er það langur tími?„Það eru 28 ár.“
Samgöngur Tengdar fréttir Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46 Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15 Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
Vaðlaheiðargöng opnuð 12. janúar og ferðin kostar 1500 krónur Formleg opnun Vaðlaheiðarganga verður 12. janúar næstkomandi. Vegggjöld verða innheimt rafrænt en ekki í gjaldskýli. 11. desember 2018 10:46
Óskhyggja ríki ekki við framkvæmdir Formaður Viðreisnar segir ljóst að breyta þurfi verklagsreglum þegar kemur að opinberum framkvæmdum og áætlanagerð. Allir flokkar þurfi að koma sér saman um það. 22. október 2018 09:15
Fara fram á bætur vegna tafa á Vaðlaheiðargöngum Verktaki Vaðaleiðarganga, Ósafl, hefur gert "háar fjárkröfur“ á verktakann, Vaðlaheiðargöng, vegna þess hversu verklok hafa dregist. 28. ágúst 2018 06:38