Þrjátíu þúsund starfsmenn reyndust uppdiktaðir Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 16:15 Frá höfuðborginni Maputo. Getty/ Eric Lafforgue Stjórnvöld í Mósambík fækkuðu opinberum starfsmönnum um 30 þúsund á einu bretti á dögunum. Fækkunin var þó ekki framkvæmd með blóðugum niðurskurði heldur með því að fjarlægja huldumenn af launaskrá ríkisins. Haft er eftir þarlendum ráðherra á vef breska ríkisútvarpsins að umræddir einstaklingar hafi fengið greitt fyrir störf sem þeir sinntu ekki, eða voru jafnvel látnir eða uppdiktaðir. Áætlað er að hinir 30 þúsund huldstarfsmenn hafi kostað mósambíska ríkið um 250 milljónir bandaríkjadala, 30 milljarða króna, á árunum 2015 til 2017. Málið er sagt vera enn ein sönnunin fyrir langvarandi spillingu í Mósambík, sem leikið hefur hið fátæka ríki grátt árum saman. Þarlend stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn hvers kyns frændhygli, spillingu og öðrum svikum í stjórnsýslunni. Sem liður í þeirri viðleitni blésu þau til prófana árið 2016 til þess að fá úr því skorið hvort einstaklingar á launaskrá ríkisins væru raunverulegir. Þeim var gert að mæta á tiltekinn skráningarstað í höfuðborginni Maputo til að sanna tilvist sína. Þeir sem mættu ekki á því tveggja ára tímabili sem rannsóknin stóð yfir duttu einfaldlega út af launaskrá. Alls er talið að um 348 þúsund einstaklingar hafi mætt og gert grein fyrir sér. Ætla má að stjórnvöld muni fagna þessari útgjaldalækkun en launakostnaður mósambíska ríkisins nemur alls um 55% af öllum skatttekjum þess. Afríka Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Stjórnvöld í Mósambík fækkuðu opinberum starfsmönnum um 30 þúsund á einu bretti á dögunum. Fækkunin var þó ekki framkvæmd með blóðugum niðurskurði heldur með því að fjarlægja huldumenn af launaskrá ríkisins. Haft er eftir þarlendum ráðherra á vef breska ríkisútvarpsins að umræddir einstaklingar hafi fengið greitt fyrir störf sem þeir sinntu ekki, eða voru jafnvel látnir eða uppdiktaðir. Áætlað er að hinir 30 þúsund huldstarfsmenn hafi kostað mósambíska ríkið um 250 milljónir bandaríkjadala, 30 milljarða króna, á árunum 2015 til 2017. Málið er sagt vera enn ein sönnunin fyrir langvarandi spillingu í Mósambík, sem leikið hefur hið fátæka ríki grátt árum saman. Þarlend stjórnvöld hafa skorið upp herör gegn hvers kyns frændhygli, spillingu og öðrum svikum í stjórnsýslunni. Sem liður í þeirri viðleitni blésu þau til prófana árið 2016 til þess að fá úr því skorið hvort einstaklingar á launaskrá ríkisins væru raunverulegir. Þeim var gert að mæta á tiltekinn skráningarstað í höfuðborginni Maputo til að sanna tilvist sína. Þeir sem mættu ekki á því tveggja ára tímabili sem rannsóknin stóð yfir duttu einfaldlega út af launaskrá. Alls er talið að um 348 þúsund einstaklingar hafi mætt og gert grein fyrir sér. Ætla má að stjórnvöld muni fagna þessari útgjaldalækkun en launakostnaður mósambíska ríkisins nemur alls um 55% af öllum skatttekjum þess.
Afríka Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira