Starfsfólk Goodyear í Venesúela fær tíu hjólbarða við starfslok Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 15:36 Góðir hjólbarðar eru þarfaþing í Venesúela. Getty/Daniel Acker Hjólbarðaframleiðandinn Goodyear tilkynnti í gær að hann hyggðist loka verksmiðjum sínum í Venesúela vegna bágrar stöðu efnahagsmála í landinu. Verið er að ganga frá starsflokum við allt starfsfólk fyrirtækisins en meðal þess sem starfslokasamningur þess mun kveða á um eru tíu hjólbarðar. Djúp efnahagskreppa hefur leikið Venesúela grátt frá árinu 2014 og hefur verið langvarandi skortur á hvers kyns nauðsynjavörum. Breska ríkisútvarpið tiltekur að fyrir vikið séu hágæðahjólbarðar í miklum metum á svarta markaðnum þar í landi. Hjólbarðarnir tíu sem starfsfólk Goodyear fær eftir uppsögnina séu því ágætis launauppbót á erfiðum tímum. Í yfirlýsingu sem Goodyear sendi frá sér í gær segir að stjórnendum fyrirtækisins þyki það þungbær ákvörðun að þurfa að stöðva starfsemina í Venesúela. Þrátt fyrir heiðarlegar hagræðingartilraunir hafi það þó reynst ómögulegt að halda verksmiðjunum opnum, sökum fyrrnefndrar kreppu og viðskiptaþvingana sem Bandaríkin hafa lagt á Venesúela. Stjórnvöld í Washington hafa sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og stjórn hans um margvísleg mannréttindabrot, spillingu og fíkniefnaútflutning. Maduro þvertekur fyrir allt slíkt. Í yfirlýsingu Goodyear kemur jafnframt fram að verið sé að ganga frá starfsflokasamningum við starfsmenn - sem munu meðal annars kveða á um fyrrnefnda hjólbarða. Goodyear bætist í hóp alþjóðlegra fyrirtækja sem sagt hafa skilið við Venesúela á síðastliðnum 4 árum; eins og Kellogg, Kimberley Clark og ýmis flugfélög. Talið er að rúmlega 2,3 milljónir Venesúelamanna hafi yfirgefið landið á sama tímabili. Bílar Suður-Ameríka Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. 30. maí 2017 15:32 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Sjá meira
Hjólbarðaframleiðandinn Goodyear tilkynnti í gær að hann hyggðist loka verksmiðjum sínum í Venesúela vegna bágrar stöðu efnahagsmála í landinu. Verið er að ganga frá starsflokum við allt starfsfólk fyrirtækisins en meðal þess sem starfslokasamningur þess mun kveða á um eru tíu hjólbarðar. Djúp efnahagskreppa hefur leikið Venesúela grátt frá árinu 2014 og hefur verið langvarandi skortur á hvers kyns nauðsynjavörum. Breska ríkisútvarpið tiltekur að fyrir vikið séu hágæðahjólbarðar í miklum metum á svarta markaðnum þar í landi. Hjólbarðarnir tíu sem starfsfólk Goodyear fær eftir uppsögnina séu því ágætis launauppbót á erfiðum tímum. Í yfirlýsingu sem Goodyear sendi frá sér í gær segir að stjórnendum fyrirtækisins þyki það þungbær ákvörðun að þurfa að stöðva starfsemina í Venesúela. Þrátt fyrir heiðarlegar hagræðingartilraunir hafi það þó reynst ómögulegt að halda verksmiðjunum opnum, sökum fyrrnefndrar kreppu og viðskiptaþvingana sem Bandaríkin hafa lagt á Venesúela. Stjórnvöld í Washington hafa sakað Nicolás Maduro, forseta Venesúela, og stjórn hans um margvísleg mannréttindabrot, spillingu og fíkniefnaútflutning. Maduro þvertekur fyrir allt slíkt. Í yfirlýsingu Goodyear kemur jafnframt fram að verið sé að ganga frá starfsflokasamningum við starfsmenn - sem munu meðal annars kveða á um fyrrnefnda hjólbarða. Goodyear bætist í hóp alþjóðlegra fyrirtækja sem sagt hafa skilið við Venesúela á síðastliðnum 4 árum; eins og Kellogg, Kimberley Clark og ýmis flugfélög. Talið er að rúmlega 2,3 milljónir Venesúelamanna hafi yfirgefið landið á sama tímabili.
Bílar Suður-Ameríka Tengdar fréttir Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57 Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. 30. maí 2017 15:32 Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Sjá meira
Kellogg flýr frá Venesúela Bandaríski morgunkornsframleiðandinn Kellogg hefur ákveðið að stöðva framleiðslu sína í Venesúela sökum bágs efnahagsástands landsins. 16. maí 2018 07:57
Kaupandi í Arion sagður fjármagna ofríki með fjárfestingum sínum í Venesúela Goldman Sachs Group hefur gengist við því að hafa keypt venesúelsk skuldabréf á brunaútsölu. 30. maí 2017 15:32
Sjálfskaparvíti Venesúela: Sósíalíska draumaríkið sem kollvarpaðist í martröð Morðtíðni er með því hæsta í heiminum, verðbólga er með því hæsta í heiminum og óöld ríkir. Hvað fór úrskeiðis? 10. júní 2016 09:15