Innlent

Ferðir Strætó raskast á Suðurnesjum og Norðvesturlandi

Atli Ísleifsson skrifar
Sumir nýttu sér Strætó til að komast til vinnu og skóla.
Sumir nýttu sér Strætó til að komast til vinnu og skóla. Linda Ólafsdóttir
Röskun er á ferðum Strætó á Suðurnesjum og Norðvesturlandi í dag vegna veðurs. Gul viðvörun er á landinu í dag.

Í tilkynningu frá Strætó segir að röskun verði á eftirfarandi leiðum:

- Leið 57 sem ekur frá Reykjavík til Akureyrar fer ekki lengra en á Akranes í bili. Eins og staðan er núna falla einnig ferðir niður frá Akureyri til Reykjavíkur.

- Ferðir með leið 55 milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar falla niður eins og staðan er núna.

„Stjórnstöð Strætó mun upplýsa almenning um þróun mála í dag á heimasíðu Strætó og á Twitter síðu Strætó,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×