Barcelona dagar Dembele: Dæmisaga um gildrur ungra knattspyrnumanna í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 12:00 Ousmane Dembele og Lionel Messi. Vísir/Getty Ousmane Dembele er frábær fótboltamaður með framtíðina fyrir sér í boltanum. Hér er á ferðinni hæfileikaríkur leikmaður sem getur orðið einn sá besti heimi. Fréttirnir af stráknum í dag snúast hinsvegar flestar um agavandamál, óánægju og skróp á æfingar. Barcelona keypti Ousmane Dembele frá Borussia Dortmund í ágúst 2017 fyrir upphæð sem verður á endanum um 135,5 milljónir punda. Hann átti að fylla í skarðið sem Neymar skildi eftir sig þegar hann fór til Paris Saint-Germain. Ousmane Dembele skoraði eitt marka Barcelona í 4-0 sigri á nágrönnunum í Espanyol um síðustu helgi en fyrstu fréttir frá Barcelona daginn eftir leik var að strákurinn mætti tveimur klukkutímum of seint á æfingu. „Hann hefur hæfileika og við erum að reyna að hjálpa honum,“ sagði Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Tottenham í Meistaradeildinni í kvöld.Dembélé slips up again after arriving for training 2 hours late https://t.co/AKOkRs9GdRpic.twitter.com/KTUhrClfBi — AS English (@English_AS) December 9, 2018 Ernesto Valverde lagði jafnframt áherslu á það að Barcelona ætli að reyna að leysa vandamál Ousmane Dembele innanhúss. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ousmane Dembele skrópar eða mætir of seint á æfingu. Afsakanir hans eru líka oft mjög skrautlegar. Guillem Balague þekkir vel til á Spáni og skrifar um Ousmane Dembele í nýjum pistil sínum á BBC. Spænskir blaðamann hafa haft úr nógu að taka þegar kemur að fréttum af vandræðum þessa 21 árs Frakka. Allir hafa líka áhuga því inn á milli heillar hann alla upp úr skónum með frábærum tilþrifum inn á fótboltavellinum. Samkvæmt pistli Balague þá má líta á daga Ousmane Dembele í Barcelona sem dæmisögu um allar þær gildrur sem bíða ungra efnilegra knattspyrnumanna í dag. Það hefur verið eitthvað vesen á því hvar Ousmane Dembele hefur búið þennan tíma hans í Barcelona, vinir hans hafa verið allt annað en hjálpsamir að koma honum á réttu brautina, strákurinn eyðir alltof mörgum klukkutímum í að spila tölvuleiki og þá hefur honum gengið mjög illa að læra spænskuna. Allt þetta hefur orsakað það að Dembele hefur ekki passað inn í menninguna hjá Barcelona þar sem stærsti hluti leikmanna liðsins hafa alist upp hjá félaginu frá því að þeir voru stráklingar. Já Ousmane Dembele er svolítið utangátta meðal La Masia mannanna hjá Barca.Barcelona coach Ernesto Valverde is not taking Dembélé's latest transgressions so seriously... at least in public...https://t.co/zMYZvMfVMj — AS English (@English_AS) December 10, 2018Þetta er engin afsökun fyrir hegðun Ousmane Dembele heldur tilraun Guillem Balague til að útskýra þessa furðuleg hegðun stráksins þessa átján mánuði hans í Katalóníu. Ofan á þetta er það vandmálið hjá Dembele að komast í liðið hjá Barcelona sem er allt annað en létt verk enda leikmannahópurinn uppfullur að mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims. Dembele finnst hann ekki fá þá virðingu sem hann eigi skilið og vill fara frá Barcelona. Hann fær hinsvegar enga sérmeðferð hjá Barcelona þrátt fyrir að vera möguleg framtíðarstjarna félagsins. Hjá Barca þurfa menn að vinna sér inn virðingu með frammistöðu sinni og hegðun innan sem utan vallar.Ousmane Dembele this season: 19 games 8 goals 5 assists Directly involved in a goal every 94 minutes.#Dembele#Barcelona#Crackpic.twitter.com/neA4FiOl0E — Dembouz & Raki (@dembkitic) December 9, 2018Mörg félög í Evrópu, ekki síst á Englandi, fylgjast vel með þróun mála hjá Ousmane Dembele. Hann er frábær liðstyrkur fyrir hvaða lið sem er en aðeins ef hann hegðar sér eins og atvinnumaður í knattspyrnu en ekki eins of dekurdrengur með unglingaveikina. Ousmane Dembele hefur verið níu sinnum í byrjunarliði Barcelona í spænsku deildinni en er með 6 mörk og 3 stoðsendingar. Fínasta tölfræði. Hann er síðan með eitt mark og eina stoðsendingu í þremur leikjum í Meistaradeildinni en tveir af þeim komu á mótoi PSV Eindhoven. Það eru allir líkur á því að þeir Luis Suarez og Lionel Messi verði hvíldir í kvöld og leikurinn á móti Tottenham ætti því að vera kjörið tækifæri fyrir Ousmane Dembele að sýna öllum snilli sína. Hvort hegðun hans í aðdraganda leiksins eigi eftir að hafa af honum það tækifæri er undir fyrrnefndum Ernesto Valverde komið og kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld. Leikur Barcelona og Tottenham fer fram á Nývangi í Barcelona, hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. #BarçaSpurs@ivanrakitic @Dembouz Full video: https://t.co/b2NelcAp5Gpic.twitter.com/zqSN3UTRh9 — FC Barcelona (@FCBarcelona) December 10, 2018 Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Ousmane Dembele er frábær fótboltamaður með framtíðina fyrir sér í boltanum. Hér er á ferðinni hæfileikaríkur leikmaður sem getur orðið einn sá besti heimi. Fréttirnir af stráknum í dag snúast hinsvegar flestar um agavandamál, óánægju og skróp á æfingar. Barcelona keypti Ousmane Dembele frá Borussia Dortmund í ágúst 2017 fyrir upphæð sem verður á endanum um 135,5 milljónir punda. Hann átti að fylla í skarðið sem Neymar skildi eftir sig þegar hann fór til Paris Saint-Germain. Ousmane Dembele skoraði eitt marka Barcelona í 4-0 sigri á nágrönnunum í Espanyol um síðustu helgi en fyrstu fréttir frá Barcelona daginn eftir leik var að strákurinn mætti tveimur klukkutímum of seint á æfingu. „Hann hefur hæfileika og við erum að reyna að hjálpa honum,“ sagði Ernesto Valverde, þjálfari Barcelona á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Tottenham í Meistaradeildinni í kvöld.Dembélé slips up again after arriving for training 2 hours late https://t.co/AKOkRs9GdRpic.twitter.com/KTUhrClfBi — AS English (@English_AS) December 9, 2018 Ernesto Valverde lagði jafnframt áherslu á það að Barcelona ætli að reyna að leysa vandamál Ousmane Dembele innanhúss. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ousmane Dembele skrópar eða mætir of seint á æfingu. Afsakanir hans eru líka oft mjög skrautlegar. Guillem Balague þekkir vel til á Spáni og skrifar um Ousmane Dembele í nýjum pistil sínum á BBC. Spænskir blaðamann hafa haft úr nógu að taka þegar kemur að fréttum af vandræðum þessa 21 árs Frakka. Allir hafa líka áhuga því inn á milli heillar hann alla upp úr skónum með frábærum tilþrifum inn á fótboltavellinum. Samkvæmt pistli Balague þá má líta á daga Ousmane Dembele í Barcelona sem dæmisögu um allar þær gildrur sem bíða ungra efnilegra knattspyrnumanna í dag. Það hefur verið eitthvað vesen á því hvar Ousmane Dembele hefur búið þennan tíma hans í Barcelona, vinir hans hafa verið allt annað en hjálpsamir að koma honum á réttu brautina, strákurinn eyðir alltof mörgum klukkutímum í að spila tölvuleiki og þá hefur honum gengið mjög illa að læra spænskuna. Allt þetta hefur orsakað það að Dembele hefur ekki passað inn í menninguna hjá Barcelona þar sem stærsti hluti leikmanna liðsins hafa alist upp hjá félaginu frá því að þeir voru stráklingar. Já Ousmane Dembele er svolítið utangátta meðal La Masia mannanna hjá Barca.Barcelona coach Ernesto Valverde is not taking Dembélé's latest transgressions so seriously... at least in public...https://t.co/zMYZvMfVMj — AS English (@English_AS) December 10, 2018Þetta er engin afsökun fyrir hegðun Ousmane Dembele heldur tilraun Guillem Balague til að útskýra þessa furðuleg hegðun stráksins þessa átján mánuði hans í Katalóníu. Ofan á þetta er það vandmálið hjá Dembele að komast í liðið hjá Barcelona sem er allt annað en létt verk enda leikmannahópurinn uppfullur að mörgum af bestu knattspyrnumönnum heims. Dembele finnst hann ekki fá þá virðingu sem hann eigi skilið og vill fara frá Barcelona. Hann fær hinsvegar enga sérmeðferð hjá Barcelona þrátt fyrir að vera möguleg framtíðarstjarna félagsins. Hjá Barca þurfa menn að vinna sér inn virðingu með frammistöðu sinni og hegðun innan sem utan vallar.Ousmane Dembele this season: 19 games 8 goals 5 assists Directly involved in a goal every 94 minutes.#Dembele#Barcelona#Crackpic.twitter.com/neA4FiOl0E — Dembouz & Raki (@dembkitic) December 9, 2018Mörg félög í Evrópu, ekki síst á Englandi, fylgjast vel með þróun mála hjá Ousmane Dembele. Hann er frábær liðstyrkur fyrir hvaða lið sem er en aðeins ef hann hegðar sér eins og atvinnumaður í knattspyrnu en ekki eins of dekurdrengur með unglingaveikina. Ousmane Dembele hefur verið níu sinnum í byrjunarliði Barcelona í spænsku deildinni en er með 6 mörk og 3 stoðsendingar. Fínasta tölfræði. Hann er síðan með eitt mark og eina stoðsendingu í þremur leikjum í Meistaradeildinni en tveir af þeim komu á mótoi PSV Eindhoven. Það eru allir líkur á því að þeir Luis Suarez og Lionel Messi verði hvíldir í kvöld og leikurinn á móti Tottenham ætti því að vera kjörið tækifæri fyrir Ousmane Dembele að sýna öllum snilli sína. Hvort hegðun hans í aðdraganda leiksins eigi eftir að hafa af honum það tækifæri er undir fyrrnefndum Ernesto Valverde komið og kemur ekki í ljós fyrr en í kvöld. Leikur Barcelona og Tottenham fer fram á Nývangi í Barcelona, hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3. #BarçaSpurs@ivanrakitic @Dembouz Full video: https://t.co/b2NelcAp5Gpic.twitter.com/zqSN3UTRh9 — FC Barcelona (@FCBarcelona) December 10, 2018
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn