Telja langreyðarveiðar Hvals ekki standast dýravelferðarlög Sveinn Arnarsson skrifar 11. desember 2018 06:00 Skutull stendur hér í baki dýrs sem dregið var að landi í Hvalfirði í sumar. Mynd/aðsend Veiðar Náttúruverndarsamtök Íslands hafa tilkynnt Matvælastofnun um að Hvalur hf. hafi brotið dýraverndarlög við hvalveiðar. Fara samtökin fram á að stofnunin rannsaki meint brot fyrirtækisins frekar. Náttúruverndarsamtökin telja veiðar Hvals vera ómannúðlegar og skýr brot á dýravelferðarlögum. Ljóst sé að þeirra mati að mörg dýr hafi ekki drepist samstundis við skot og hafi þurft að kveljast óþarflega lengi fyrir síðasta andardráttinn. Samtökin fengu fjölda ljósmynda sem safnað var af Bretlandsdeild samtakanna Sea Shepherd en þau tóku myndir frá svæði rétt utan hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Samtökin telja myndirnar sanna að fleiri en eitt skot hafi þurft til að drepa fjölda dýra. Skyttur fá jafnan fyrirmæli um að miða á brjóstsvæði hvala til að auka líkur á að dýrin drepist samstundis. Myndirnar voru teknar í Hvalfirði í sumar og eru sagðar sýna fram á að dýr hafi verið skotin tvisvar og jafnvel oftar.Fréttablaðið/Sea ShepherdMyndirnar sem Sea Shepherd tók sýni jafnframt að skotsár eru á ýmsum stöðum á dýrunum. Af þessi megi ráða „að í mörgum tilfellum er um langvarandi dauðastríð að ræða“, segir í bréfi Náttúruverndarsamtakanna til Matvælastofnunar. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að vinnsla á hvalafurðum hefði ekki verið í samræmi við reglugerð frá árinu 2010 þess efnis að hval skuli skera innandyra. Síðar hefði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra breytt reglugerðinni þess efnis að hún var rýmkuð fyrir fyrirtækið og því aftur leyft að skera matvæli undir berum himniÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.„Eftirlitið er frekar slakt í þessum efnum. Matvælastofnun á að sjá um eftirlitið með þessu,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Svo kemur í ljós að veiðarnar og vinnsla afurðanna var ekki í samræmi við reglugerð, þá er bara gerð undanþága.“ Í dýravelferðarlögum er kveðið skýrt á um að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og forðast skuli að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu. Einnig er óheimilt að aflífa dýr með því að drekkja þeim. Telja Náttúruverndarsamtök öll þessi atriði eiga við um veiðar Hvals hf. á langreyði í sumar. „Þegar litið er til allra þeirra sönnunargagna sem safnast hafa saman um hvalveiðar Hvals hf. er ljóst að starfsemi fyrirtækisins er frumstæð og uppfyllir ekki skilyrði hinna framangreindu ákvæða. Þar að auki er verkun Hvals hf. á hvalkjöti framkvæmd á óskynsamlegan, bannaðan og óheilnæman máta,“ segir í bréfinu til Matvælastofnunar. „Á það hefur verið bent að það sé partur af fullveldi þjóðarinnar að veiða hval,“ segir Árni. „Við hljótum þá að hafa fullveldi til að hætta þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Dýr Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum 18. október 2018 06:00 Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi Tillaga um stofnun griðarsvæðis í Suður-Atlantshafi var felld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. 12. september 2018 12:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Veiðar Náttúruverndarsamtök Íslands hafa tilkynnt Matvælastofnun um að Hvalur hf. hafi brotið dýraverndarlög við hvalveiðar. Fara samtökin fram á að stofnunin rannsaki meint brot fyrirtækisins frekar. Náttúruverndarsamtökin telja veiðar Hvals vera ómannúðlegar og skýr brot á dýravelferðarlögum. Ljóst sé að þeirra mati að mörg dýr hafi ekki drepist samstundis við skot og hafi þurft að kveljast óþarflega lengi fyrir síðasta andardráttinn. Samtökin fengu fjölda ljósmynda sem safnað var af Bretlandsdeild samtakanna Sea Shepherd en þau tóku myndir frá svæði rétt utan hvalstöðvarinnar í Hvalfirði. Samtökin telja myndirnar sanna að fleiri en eitt skot hafi þurft til að drepa fjölda dýra. Skyttur fá jafnan fyrirmæli um að miða á brjóstsvæði hvala til að auka líkur á að dýrin drepist samstundis. Myndirnar voru teknar í Hvalfirði í sumar og eru sagðar sýna fram á að dýr hafi verið skotin tvisvar og jafnvel oftar.Fréttablaðið/Sea ShepherdMyndirnar sem Sea Shepherd tók sýni jafnframt að skotsár eru á ýmsum stöðum á dýrunum. Af þessi megi ráða „að í mörgum tilfellum er um langvarandi dauðastríð að ræða“, segir í bréfi Náttúruverndarsamtakanna til Matvælastofnunar. Fréttablaðið greindi frá því í sumar að vinnsla á hvalafurðum hefði ekki verið í samræmi við reglugerð frá árinu 2010 þess efnis að hval skuli skera innandyra. Síðar hefði Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra breytt reglugerðinni þess efnis að hún var rýmkuð fyrir fyrirtækið og því aftur leyft að skera matvæli undir berum himniÁrni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.„Eftirlitið er frekar slakt í þessum efnum. Matvælastofnun á að sjá um eftirlitið með þessu,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. „Svo kemur í ljós að veiðarnar og vinnsla afurðanna var ekki í samræmi við reglugerð, þá er bara gerð undanþága.“ Í dýravelferðarlögum er kveðið skýrt á um að dýr skuli aflífuð með skjótum og sársaukalausum hætti og forðast skuli að valda dýrum óþarfa þjáningum eða hræðslu. Einnig er óheimilt að aflífa dýr með því að drekkja þeim. Telja Náttúruverndarsamtök öll þessi atriði eiga við um veiðar Hvals hf. á langreyði í sumar. „Þegar litið er til allra þeirra sönnunargagna sem safnast hafa saman um hvalveiðar Hvals hf. er ljóst að starfsemi fyrirtækisins er frumstæð og uppfyllir ekki skilyrði hinna framangreindu ákvæða. Þar að auki er verkun Hvals hf. á hvalkjöti framkvæmd á óskynsamlegan, bannaðan og óheilnæman máta,“ segir í bréfinu til Matvælastofnunar. „Á það hefur verið bent að það sé partur af fullveldi þjóðarinnar að veiða hval,“ segir Árni. „Við hljótum þá að hafa fullveldi til að hætta þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Hvalveiðar Tengdar fréttir Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36 Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum 18. október 2018 06:00 Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi Tillaga um stofnun griðarsvæðis í Suður-Atlantshafi var felld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. 12. september 2018 12:00 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
Hvalur hf. sendi 1500 tonn af hvalaafurðum til Japans Hvalur hefur áður flutt hvalaafurðir þessa leið. 17. október 2018 07:36
Lítið eftirlit haft með öflugustu byssum landsins Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann ekki leyfi Hvals hf. fyrir þeim fjórum skutulbyssum sem notaðar hafa verið til langreyðarveiða hér við land þegar óskað var afrita af leyfunum 18. október 2018 06:00
Ísland meðal ríkja sem stöðvuðu stofnun griðarsvæðis hvala í S-Atlantshafi Tillaga um stofnun griðarsvæðis í Suður-Atlantshafi var felld á fundi Alþjóðahvalveiðiráðsins. 12. september 2018 12:00