Kínverjar segja réttarhöld yfir Huawei-stýru sýndarmennsku Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. desember 2018 07:00 Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei. Fréttablaðið/EPA Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag í von um að verða leyst úr haldi gegn tryggingu. Wanzhou var handtekin í upphafi mánaðar. Upphaflega var talið að ástæðan tengdist meintum brotum Huawei á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel Norður-Kóreu. Vancouver Star greindi svo frá því um helgina að hún væri sökuð um fjársvik. Bandaríkin krefjast framsals Meng. Yfirvöld í Kína eru æf yfir málinu. Kínverski ríkismiðillinn China Daily fjallaði um málið í gær og sagði réttarhöldin dæmi um sýndarmennsku. Þeim væri ætlað að niðurlægja Kínverja fyrir að dirfast að storka Bandaríkjamönnum á tæknimarkaði. Þess ber að geta að á snjallsímamarkaði er Huawei næststærst í heimi á eftir Samsung en vinsælla en hið bandaríska Apple. Ritstjórn kínverska blaðsins sagði Kanadamenn brjóta á réttindum Meng með því að handtaka hana án þess að útskýra ástæðu handtökunnar fyrir henni. Hún væri meðhöndluð sem hættulegur glæpamaður, ofbeldismaður, vegna fyrrnefndrar sýndarmennsku. Kínverska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bandaríkjanna og Kanada á sinn fund í gær vegna málsins. Í tilkynningu sagði ráðuneytið að Bandaríkjamenn hefðu brotið á svívirðilegan hátt gegn Kínverjum og að Kína myndi grípa til frekari aðgerða. Bandaríkin hafa áður gripið til aðgerða gegn Huawei. Bannað sölu á símum fyrirtækisins og bannað opinberum stofnunum að nota netbúnað frá því. Bandarískar öryggisstofnanir á borð við NSA, CIA og FBI telja að stjórnvöld í Kína noti vörur Huawei til þess að njósna um andstæðinga sína. Því hafa Kínverjar og Huawei hafnað. Birtist í Fréttablaðinu Kína Norður-Ameríka Viðskipti Tengdar fréttir Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. 6. desember 2018 11:30 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Meng Wanzhou, fjármálastjóri Huawei og dóttir stofnanda kínverska tæknifyrirtækisins, mætti fyrir dóm í Vancouver í Kanada í gær og á sunnudag í von um að verða leyst úr haldi gegn tryggingu. Wanzhou var handtekin í upphafi mánaðar. Upphaflega var talið að ástæðan tengdist meintum brotum Huawei á viðskiptaþvingunum gegn Íran og jafnvel Norður-Kóreu. Vancouver Star greindi svo frá því um helgina að hún væri sökuð um fjársvik. Bandaríkin krefjast framsals Meng. Yfirvöld í Kína eru æf yfir málinu. Kínverski ríkismiðillinn China Daily fjallaði um málið í gær og sagði réttarhöldin dæmi um sýndarmennsku. Þeim væri ætlað að niðurlægja Kínverja fyrir að dirfast að storka Bandaríkjamönnum á tæknimarkaði. Þess ber að geta að á snjallsímamarkaði er Huawei næststærst í heimi á eftir Samsung en vinsælla en hið bandaríska Apple. Ritstjórn kínverska blaðsins sagði Kanadamenn brjóta á réttindum Meng með því að handtaka hana án þess að útskýra ástæðu handtökunnar fyrir henni. Hún væri meðhöndluð sem hættulegur glæpamaður, ofbeldismaður, vegna fyrrnefndrar sýndarmennsku. Kínverska utanríkisráðuneytið kallaði sendiherra Bandaríkjanna og Kanada á sinn fund í gær vegna málsins. Í tilkynningu sagði ráðuneytið að Bandaríkjamenn hefðu brotið á svívirðilegan hátt gegn Kínverjum og að Kína myndi grípa til frekari aðgerða. Bandaríkin hafa áður gripið til aðgerða gegn Huawei. Bannað sölu á símum fyrirtækisins og bannað opinberum stofnunum að nota netbúnað frá því. Bandarískar öryggisstofnanir á borð við NSA, CIA og FBI telja að stjórnvöld í Kína noti vörur Huawei til þess að njósna um andstæðinga sína. Því hafa Kínverjar og Huawei hafnað.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Norður-Ameríka Viðskipti Tengdar fréttir Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. 6. desember 2018 11:30 Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Kanada sver af sér tengsl við handtökuna Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að ríkisstjórn hans hafi ekki komið nálægt handtökunni á Meng Wanzhou, fjármálastjóra kínverska tæknifyrirtækisins Huawei. Meng var handtekinn á flugvellinum í Vancouver á laugardag. 6. desember 2018 23:15
Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55
Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. 6. desember 2018 11:30
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent