Komast ensku liðin áfram í 16 liða úrslitin? Hjörvar Ólafsson skrifar 11. desember 2018 11:00 Kemst Liverpool áfram? vísir/getty Það ræðst í kvöld hvort Liverpool kemst í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla en lokaumferð í A-D riðlum keppninnar verður leikin í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með átta leikjum í E-H riðlum annað kvöld. Napoli sem trónir á toppi C-riðilsins með níu stig sækir Liverpool, silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili sem er með sex stig fyrir lokaumferðina, heim á Anfield í kvöld. Paris Saint-Germain sem hefur átta stig í öðru sæti riðilsins heimsækir svo Rauðu stjörnuna sem er úr leik í Meistaradeildinni en á enn veika von um að ná 3. sæti riðilsins og komast þannig í Evrópudeildina eftir áramót. Ljóst er að 1-0 sigur Liverpool myndi fleyta Bítlaborgarliðinu áfram en nái Napoli að skora í leiknum þurfa heimamenn tveggja marka sigur til þess að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Meistaradeildinni. Napoli vann fyrri leikinn gegn Liverpool með einu marki gegn engu. Stuðningsmenn Rauða hersins geta yljað sér við þá staðreynd að liðið er ósigrað í 18 Evrópuleikjum á Anfield í röð. Tottenham Hotspur á nokkuð erfitt verkefni fyrir höndum gegn Barcelona á Nývangi. Spurs á í baráttu við Inter um að fylgja Barcelona í 16 liða úrslitin. Inter mætir PSV Eindhoven á San Siro. Tottenham tryggir sér sæti í 16 liða úrslitunum með sigri á Barcelona eða svo lengi sem liðið nær í betri úrslit en Inter. Börsungar eru búnir að vinna B-riðilinn en þeir hafa fengið 13 stig af 15 mögulegum í Meistaradeildinni í vetur. Barcelona vann fyrri leikinn gegn Tottenham á Wembley, 2-4. Atlético Mardrid og Borussia Dortmund eru komin upp úr A-riðlinum. Atlético mætir Club Brugge á útivelli og með sigri er toppsætið í riðlinum þeirra. Dortmund getur unnið riðilinn en til þess að það gerist þarf liðið að vinna Monaco á útivelli og treysta á að Club Brugge taki stig af Atlético. Porto og Schalke eru komin í 16 liða úrslitin úr D-riðlinum. Lítil spenna er fyrir leiki kvöldsins í D-riðlinum því ljóst er að Porto endar í 1. sæti hans og Schalke í 2. sætinu. Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Sjá meira
Það ræðst í kvöld hvort Liverpool kemst í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu karla en lokaumferð í A-D riðlum keppninnar verður leikin í kvöld. Riðlakeppninni lýkur svo með átta leikjum í E-H riðlum annað kvöld. Napoli sem trónir á toppi C-riðilsins með níu stig sækir Liverpool, silfurlið Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili sem er með sex stig fyrir lokaumferðina, heim á Anfield í kvöld. Paris Saint-Germain sem hefur átta stig í öðru sæti riðilsins heimsækir svo Rauðu stjörnuna sem er úr leik í Meistaradeildinni en á enn veika von um að ná 3. sæti riðilsins og komast þannig í Evrópudeildina eftir áramót. Ljóst er að 1-0 sigur Liverpool myndi fleyta Bítlaborgarliðinu áfram en nái Napoli að skora í leiknum þurfa heimamenn tveggja marka sigur til þess að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Meistaradeildinni. Napoli vann fyrri leikinn gegn Liverpool með einu marki gegn engu. Stuðningsmenn Rauða hersins geta yljað sér við þá staðreynd að liðið er ósigrað í 18 Evrópuleikjum á Anfield í röð. Tottenham Hotspur á nokkuð erfitt verkefni fyrir höndum gegn Barcelona á Nývangi. Spurs á í baráttu við Inter um að fylgja Barcelona í 16 liða úrslitin. Inter mætir PSV Eindhoven á San Siro. Tottenham tryggir sér sæti í 16 liða úrslitunum með sigri á Barcelona eða svo lengi sem liðið nær í betri úrslit en Inter. Börsungar eru búnir að vinna B-riðilinn en þeir hafa fengið 13 stig af 15 mögulegum í Meistaradeildinni í vetur. Barcelona vann fyrri leikinn gegn Tottenham á Wembley, 2-4. Atlético Mardrid og Borussia Dortmund eru komin upp úr A-riðlinum. Atlético mætir Club Brugge á útivelli og með sigri er toppsætið í riðlinum þeirra. Dortmund getur unnið riðilinn en til þess að það gerist þarf liðið að vinna Monaco á útivelli og treysta á að Club Brugge taki stig af Atlético. Porto og Schalke eru komin í 16 liða úrslitin úr D-riðlinum. Lítil spenna er fyrir leiki kvöldsins í D-riðlinum því ljóst er að Porto endar í 1. sæti hans og Schalke í 2. sætinu.
Birtist í Fréttablaðinu Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Sjá meira