Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. desember 2018 19:50 Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. Vísir/ap Emmanuel Macron Frakklandsforseti flutti ávarp vegna mótmælanna sem kennd eru við gulu öryggisvestin. Í ávarpinu sem var streymt á Facebooksíðu forsetans lofaði hann að hækka lágsmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. Fjórðu helgina í röð mótmæltu hinir svokölluðu „gulvestungar“ Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans. Í upphafi beindust mótmælaaðgerðirnar að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu landsins. Macron hyggst hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 auk þess að gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. Þá hyggst hann afturkalla skerðingar á eftirlaunum.Landmenn fylgdust spenntir með ávarpi Frakklandsforseta sem var í beinni útsendingu í sjónvarpinu.Vísir/gettyMacron sagðist skilja hina miklu reiði mótmælenda sem ætti fullan rétt á sér. Mótmælendur upplifðu að ekki væri hlustað á raddir þeirra. Frakklandsforseti sagði að hann gæti hafa gefið þjóðinni ástæðu til að ætla að láglaunafólk væri ekki efst á forgangslistanum. „Ég veit að orð mín hafa sært sum ykkar,“ segir Macron sem ætlar að koma til móts við kröfur mótmælenda og bæta samskiptin við almenning í landinu. Í dag fundaði Macron með framámönnum í viðskiptalífinu og verkalýðsleiðtogum til að undirbúa ávarpið. Mótmælin á laugardag einkenndust af skemmdarverkum og óeirðum. Kveikt var í bílum, rúður voru brotnar og skemmdir voru unnar á verslunum og veitingastöðum. Vest var ástandið í Parísarborg en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse. Frakkland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00 Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti flutti ávarp vegna mótmælanna sem kennd eru við gulu öryggisvestin. Í ávarpinu sem var streymt á Facebooksíðu forsetans lofaði hann að hækka lágsmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. Fjórðu helgina í röð mótmæltu hinir svokölluðu „gulvestungar“ Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans. Í upphafi beindust mótmælaaðgerðirnar að hækkuðum álögum á eldsneyti en hafa síðan þróast út í almenna óánægju með efnahagsstefnu landsins. Macron hyggst hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 auk þess að gera breytingar á skattkerfinu í þágu láglaunafólks. Þá hyggst hann afturkalla skerðingar á eftirlaunum.Landmenn fylgdust spenntir með ávarpi Frakklandsforseta sem var í beinni útsendingu í sjónvarpinu.Vísir/gettyMacron sagðist skilja hina miklu reiði mótmælenda sem ætti fullan rétt á sér. Mótmælendur upplifðu að ekki væri hlustað á raddir þeirra. Frakklandsforseti sagði að hann gæti hafa gefið þjóðinni ástæðu til að ætla að láglaunafólk væri ekki efst á forgangslistanum. „Ég veit að orð mín hafa sært sum ykkar,“ segir Macron sem ætlar að koma til móts við kröfur mótmælenda og bæta samskiptin við almenning í landinu. Í dag fundaði Macron með framámönnum í viðskiptalífinu og verkalýðsleiðtogum til að undirbúa ávarpið. Mótmælin á laugardag einkenndust af skemmdarverkum og óeirðum. Kveikt var í bílum, rúður voru brotnar og skemmdir voru unnar á verslunum og veitingastöðum. Vest var ástandið í Parísarborg en einnig var mótmælt í Marseille, Bordeaux, Lyon, Nantes, Dijon og Toulouse.
Frakkland Tengdar fréttir Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38 Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00 Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00 Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30 Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Hundruð handteknir í Parísarborg: „Maður sá bara þennan ótta“ Mikill viðbúnaður er í París vegna mótmæla Gulu vestanna. Búið er að girða af helstu ferðamannastöðum borgarinnar og þá hafa kaupmenn skellt í lás. 8. desember 2018 11:38
Rússneskar samfélagsmiðlasíður kynda undir mótmælum gulu vestanna Twitter-síður sem enduróma skoðanir stjórnvalda í Kreml deila nú vafasömum fréttum um mótmæli gulu vestanna svokölluðu í Frakklandi. 9. desember 2018 11:00
Macron forseti ávarpar þjóðina og boðar tafarlausar aðgerðir Gulu vestin mótmæltu Emmanuel Macron Frakklandsforseta og ríkisstjórn hans fjórðu helgina í röð. Hann mun ávarpa frönsku þjóðina í kvöld og boða einingu og áþreifanlegar og tafarlausar aðgerðir. 10. desember 2018 09:00
Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Mótmælendur sem kalla sig Gulu vestin ætla að halda áfram að mótmæla ríkisstjórn Emmanuels Macron jafnvel þó að hann hafi lúffað fyrir þeim með skatta á eldsneyti í vikunni. 8. desember 2018 07:30
Tæplega 1.700 handtekin í mótmælunum: „Macron, segðu af þér“ Tæplega 17.00 mótmælendur voru handteknir í mótmælum gulvestunga í Frakklandi í gær og 1.220 manns eru enn í haldi lögreglu. Þetta var fjórði laugardagurinn í röð sem mótmælin eru haldin en gærdagurinn einkenndist af hörðum átökum óeirðarlögreglu og mótmælenda. 9. desember 2018 10:02