Pundið hríðféll eftir að May tilkynnti um frestun á Brexit-atkvæðagreiðslu Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. desember 2018 18:35 Pundið hríðféll í dag eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um að fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um Brexit sáttmálann yrði frestað. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina í óreiðu og höndli hún ekki að koma sáttmálanum í höfn þurfi forsætisráðherrann að víkja. Stefán Rafn. Gengi pundsins hefur ekki verið lægra í 20 mánuði en það hríðféll í dag vegna óvissu í tengslum við útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra hefur verið staðráðin í því að keyra útgöngusáttmálann í gegn um þingið þar til í dag þegar hún tilkynnti óvænt um að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni. „Eftir að hafa hlýtt af athygli á sjónarmið hér í þinginu og utan þings af hálfu þingmanna allra flokka er ljóst að það er breið samstaða um marga lykilþætti samkomulagsins. Við höfum t.d. miklar áhyggjur af norðurírska bakhjarlinum. Það þýðir að ef við gengjum til atkvæðagreiðslu á morgun myndi sáttmálanum verða hafnað með miklum meirihluta. Við frestum því atkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var á morgun í því skyni að valda ekki klofningi í þinginu núna,“ sagði May. Stjórnarandstaðan hefur brugðist harkalega við þessari þróun en ríkisstjórnin er sökuð um að geta ekki stjórnað landinu. „Staða okkar er afar alvarleg og fordæmalaus. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á ástandinu og algjör ringulreið ríkir. Það hefur verið ljóst svo vikum skiptir að sáttmáli forsætisráðherra naut ekki trausts hér í þinginu. og margítrekaði að ekki væri völ á öðrum samningi.“ Áhyggjur gagnrýnenda sáttmálans snúa fyrst og fremst að landamærunum á Norður-Írlandi. May kveðst ætla að óska eftir fundi með leiðtogum Evrópusambandsins til að ná fram breytingum eða fyrirheitum sem slái á þær áhyggjur. Talsmenn Evrópusambandsins hafa þó sagt í dag að ekki stæði til boða að breyta innihaldi sáttmálans. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Pundið hríðféll í dag eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti um að fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um Brexit sáttmálann yrði frestað. Stjórnarandstaðan segir ríkisstjórnina í óreiðu og höndli hún ekki að koma sáttmálanum í höfn þurfi forsætisráðherrann að víkja. Stefán Rafn. Gengi pundsins hefur ekki verið lægra í 20 mánuði en það hríðféll í dag vegna óvissu í tengslum við útgönguferli Bretlands úr Evrópusambandinu. Theresa May, forsætisráðherra hefur verið staðráðin í því að keyra útgöngusáttmálann í gegn um þingið þar til í dag þegar hún tilkynnti óvænt um að hún hygðist fresta atkvæðagreiðslunni. „Eftir að hafa hlýtt af athygli á sjónarmið hér í þinginu og utan þings af hálfu þingmanna allra flokka er ljóst að það er breið samstaða um marga lykilþætti samkomulagsins. Við höfum t.d. miklar áhyggjur af norðurírska bakhjarlinum. Það þýðir að ef við gengjum til atkvæðagreiðslu á morgun myndi sáttmálanum verða hafnað með miklum meirihluta. Við frestum því atkvæðagreiðslunni sem fyrirhuguð var á morgun í því skyni að valda ekki klofningi í þinginu núna,“ sagði May. Stjórnarandstaðan hefur brugðist harkalega við þessari þróun en ríkisstjórnin er sökuð um að geta ekki stjórnað landinu. „Staða okkar er afar alvarleg og fordæmalaus. Ríkisstjórnin hefur misst tökin á ástandinu og algjör ringulreið ríkir. Það hefur verið ljóst svo vikum skiptir að sáttmáli forsætisráðherra naut ekki trausts hér í þinginu. og margítrekaði að ekki væri völ á öðrum samningi.“ Áhyggjur gagnrýnenda sáttmálans snúa fyrst og fremst að landamærunum á Norður-Írlandi. May kveðst ætla að óska eftir fundi með leiðtogum Evrópusambandsins til að ná fram breytingum eða fyrirheitum sem slái á þær áhyggjur. Talsmenn Evrópusambandsins hafa þó sagt í dag að ekki stæði til boða að breyta innihaldi sáttmálans.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira