Hver þarf óvini með þessa vini? Haukur Örn Birgisson skrifar 11. desember 2018 08:00 Ég starfa á skemmtilegasta vinnustað landsins og með mér starfar frábært fólk – fólk sem ég lít á sem fjölskyldu mína. Með þessu fólki starfa ég stærstan hluta dagsins, stærstan hluta vikunnar. Það er ótrúlega mikilvægt að starfa með skemmtilegu fólki, sem maður getur átt góð samskipti við. Fólki sem maður virðir og sem virðir mann á móti. Ég gæti ekki starfað á vinnustað þar sem mér líkaði ekki við samstarfsfólk mitt. Það eru samt ekki allir svo heppnir að geta valið vinnufélaga sína. Þegar ég var ungur maður (þyki miðaldra í dag) þá hafði ég mikinn áhuga á stjórnmálum og gat vel hugsað mér að verða þingmaður þegar „ég yrði stór“. Þennan áhuga missti ég hins vegar rúmlega tvítugur að aldri og ástæðan var aðallega sú að mér fannst starfsumhverfið alls ekki aðlaðandi. Baknag í bakherbergjum var of stór þáttur starfsins, að mínu viti. Þessi skoðun mín hefur lítið breyst við að fylgjast með þingstörfum undanfarin ár. Þar saka þingmenn hver annan um óheiðarleika og spillingu, meira að segja refsiverð brot í starfi – að því er virðist, gegn betri vitund og í því skyni að koma pólitísku höggi á andstæðinga sína. Vikulega er einhver að krefjast þess að einhver annar segi af sér út af einhverju, sem yfirleitt skiptir engu máli. Nýjustu fréttir staðfesta svo loks að ætlaðir vinir reyndust óvinir í raun. Alþingi er reyndar ekki eins og aðrir vinnustaðir. Fólkið þar á ekki að „vinna saman“ að sameiginlegum markmiðum, enda eru markmið og áherslur flokka afar ólík. Þingmenn verða samt að koma fram við aðra af virðingu. Á meðan svo er ekki þá er Alþingi vondur vinnustaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Ég starfa á skemmtilegasta vinnustað landsins og með mér starfar frábært fólk – fólk sem ég lít á sem fjölskyldu mína. Með þessu fólki starfa ég stærstan hluta dagsins, stærstan hluta vikunnar. Það er ótrúlega mikilvægt að starfa með skemmtilegu fólki, sem maður getur átt góð samskipti við. Fólki sem maður virðir og sem virðir mann á móti. Ég gæti ekki starfað á vinnustað þar sem mér líkaði ekki við samstarfsfólk mitt. Það eru samt ekki allir svo heppnir að geta valið vinnufélaga sína. Þegar ég var ungur maður (þyki miðaldra í dag) þá hafði ég mikinn áhuga á stjórnmálum og gat vel hugsað mér að verða þingmaður þegar „ég yrði stór“. Þennan áhuga missti ég hins vegar rúmlega tvítugur að aldri og ástæðan var aðallega sú að mér fannst starfsumhverfið alls ekki aðlaðandi. Baknag í bakherbergjum var of stór þáttur starfsins, að mínu viti. Þessi skoðun mín hefur lítið breyst við að fylgjast með þingstörfum undanfarin ár. Þar saka þingmenn hver annan um óheiðarleika og spillingu, meira að segja refsiverð brot í starfi – að því er virðist, gegn betri vitund og í því skyni að koma pólitísku höggi á andstæðinga sína. Vikulega er einhver að krefjast þess að einhver annar segi af sér út af einhverju, sem yfirleitt skiptir engu máli. Nýjustu fréttir staðfesta svo loks að ætlaðir vinir reyndust óvinir í raun. Alþingi er reyndar ekki eins og aðrir vinnustaðir. Fólkið þar á ekki að „vinna saman“ að sameiginlegum markmiðum, enda eru markmið og áherslur flokka afar ólík. Þingmenn verða samt að koma fram við aðra af virðingu. Á meðan svo er ekki þá er Alþingi vondur vinnustaður.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar