Skoðanir sem skipta máli Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2018 10:30 Skoðanir sem snéru að málefnum heilbrigðiskerfinu svo sem þungunarrof og umskurð drengja eru áberandi meðal þeirra sem mestrar athygli nutu á árinu 2018. Segja má að með samfélagsmiðlum hafi myndast offramboð á skoðunum. Þar gengur dælan og hefði mátt ætla að eitthvað þyrfti undan að láta? Til að mynda að hefðbundnir viðhorfspistlar hyrfu af sjónarsviðinu í þessari ofgnótt óumbeðinna viðhorfa. En, það er öðru nær. Klassískir skoðanapistlar sem form halda sjó, þeir eru mikilvægt efni Vísis, aflvaki; vekja lesendur til umhugsunar og vekja athygli á mikilvægum málum. Vel fram settar skoðanir skipta öllu máli í lýðræðislegu samfélagi. Hér eru nefndir til sögunnar þeir tíu pistlar ársins 2018 sem nutu samkvæmt lestrarmælingum mestrar athygli. Ágætur barómeter á það hvað klukkan sló í hinu skoðanaríka samfélagi. Fljótt á litið er hið gamalkunna form „opið bréf“ einkennandi fyrir topp tíu listann. Þarna eru opin bréf til stjórnmálamannanna Ingu Sæland, Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur. En, við skulum kíkja í pakkann.1.Konur verða þungaðar á röngum tíma með röngum manniOpið bréf til Ingu SælandÁ toppi listans trónir pistill þar sem komið er inn á mikið hitamál sem setti mark sitt á árið. Nefnilega fóstureyðingar eða, jafnvel sú orðanotkun er sprengiefni því nú ber að tala um þungunarrof – orð sem ekki finnst í orðabókum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Sigurlaug Benediktsdóttir, fæðingar og kvensjúkdómalæknir, skrifar og setur ofan í við formanninn. Læknirinn skrifar af festu en kurteisi; þannig öðlast orðin mátt, fremur en með gífuryrðum. Sigurlaug segist hafa heyrt nokkur viðtöl við Ingu, sem hún ávarpar formsins vegna í fyrstu persónu og segist hafa lesið grein eftir hana.Sigurlaug Benediktsdóttir læknir reynir að tjónka við Ingu Sæland en þær eru á öndverðum meiði í miklu hitamáli sem er þungunarrof og frumvarp þar um.„Ég ber virðingu fyrir að við höfum ólíkar skoðanir á þessu málefni. Ég vil samt biðja þig að hugleiða það hversu þungt þín gildishlöðnu orð vega í eyrum þessara kvenna. Orðin þín eru gjarnan notuð í fyrirsagnir í fjölmiðlum og vefmiðlum. Eitt er alveg á hreinu: konur munu um alla tíð verða þungaðar á röngum tíma, með röngum manni, í röngu ástandi, óviljandi, vegna þess að smokkurinn rifnaði eða þær köstuðu upp pillunni,“ segir meðal annars í pistlinum. Sigurlaug vill fara vel að Ingu, segir að hún sé hugrökk og fylgin sér, sterkur málsvari þjóðfélagshópa sem eru útundan í okkar samfélagi. En, það eru einmitt konurnar sem Sigurlaug segist vera að verja og Inga ætti að styðja: „Það eru konurnar sem af einhverjum ástæðum finna ekki leiðina til okkar í besta tímaglugganum í þunguninni, en geta heldur ekki undir nokkrum kringumstæðum séð fram úr því að sjá um barnið sem þær bera undir belti. Þær eru í algerri neyð. Einstaka kona í þessum hópi getur orðið sér út um 500 þúsund krónur og farið til London á einkarekna fóstureyðingarklinik og fengið sína fóstureyðingu, en lögin í Bretlandi leyfa meðgöngurof upp að 24 viku. Svona mismunun viljum við ekki á Íslandi. Við viljum hjálpa öllum konum í neyð, líka þeim sem eiga ekki 500 þúsund krónur.“ Málið er og var afar umdeilt og á athugasemdakerfinu skiptust lesendur ákaft á skoðunum, eins og vera ber.2.Æpandi hófstillingÞað er til fólkÍ öðru sæti á lista yfir mest lesnu viðhorfsgreinarnar er fastur pistlahöfundur Fréttablaðsins. Bergur Ebbi, skemmtikraftur, rithöfundur og lögfræðingur. Að þessi pistill hafi notið svo mikillar athygli kemur skemmtilega á óvart því hann fjallar um hófstillingu. Og er hófstilltur. Lágstemmdur og lýrískur. Að efni til slæst hann í látleysi sínu við ákefðina, háreisti, athyglissýki og háreisti og hraða sem einkenna nútímann. Kannski einmitt þessi togstreita við andstæðu sína sem gerir hann spennandi. Að pistill sem fjallar um fólk sem ekki krefst athygli skuli njóta svo mikillar athygli er undur í sjálfu sér - refhvörf.Bergur Ebbi ritaði hófstilltan pistil sem fjallar um hófstillingu og það að berast ekki á. Kannski er það til marks um óhjákvæmilegar mótsagnir lífsins að sá pistill naut mikillar athygli.Svo gripið sé niður í pistilinn sem fjallar um fólkið, þetta sæla hógværa sem erfa mun landið, samkvæmt hinni helgu bók: „Það er til fólk sem skilur kaldhæðni ágætlega en meinar samt oftast það sem það segir. Það er til fólk sem sér heimsku annarra en stillir sig um að afhjúpa hana. Það er til fólk sem tekur ekki myndir af öðru fólki og setur á netið án þess að spyrja það fyrst. Það er til fólk sem straujar föt sín af samviskusemi, til að varpa ekki misfellum inn í vitund samborgara sinna.“3.Kári vandar föðurlega um við BjarnaEina vitið – Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherraNæstur á mælendaskrá, höfundur þriðja mest lesna pistils ársins, er ekki þekktur af því að draga af sér í opinberri umræðu. Ekki ófrægari maður en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Líkt og í pistli Sigurlaugar fjallar pistill Kára um mikið hitamál sem jafnframt tengist heilbrigðiskerfinu. Nefnilega ljósmæðradeilunni, en kjarabarátta þeirra var áberandi á árinu sem er að líða. Kári talar bara við toppana og hann skrifar opið bréf til Bjarna fjármálaráðherra og stillir sér upp með ljósmæðrum. Hann talar góðlátlega, jafnvel föðurlega til Bjarna, stíll sem einmitt er eins og ískur í krítartöflu í eyrum þess sem fyrir verður. Kári rekur nokkrar staðreyndir, svo sem tölur um ungbarnadauða fyrr á tímum. Þegar hann er svo búinn að stilla Bjarna upp með þeim hætti herðir hann upp á skrúfstykkinu: „Bjarni, þú verður að gera þér grein fyrir því að þú vinnur ekki störukeppni við ljósmæður. Það eina sem hefur áunnist með tilraun þinni til þess er að hrekja stóran hóp þeirra í flugfreyjustörf og fleiri eru á leiðinni. Sú hætta er fyrir hendi að afleiðingin verði löskuð börn og aukinn ungbarnadauði. Ég veit fyrir víst að þú ert mér og öllum öðrum Íslendingum sammála um að slíkt sé óásættanlegt. Þess vegna ráðlegg ég þér að bjóða þeim betur, vegna þess að aðrar stéttir munu ekki nota þær sem fordæmi, til þess er framlag þeirra til velferðar í samfélagi okkar of sérstakt.“Hinn skoðanaríki Kári Stefánsson lét að sér kveða og komst næsta léttilega á topp tíu lista yfir þá sem vöktu mesta athygli með pistlaskrifum sínum.fbl/stefánEkkert vantaði uppá það að pistill Kára félli í góðan jarðveg og greinilegt að margir voru á því að þetta væru orð í tíma töluð.4.Caps Lock og upphrópunarmerki10 ára dómur Næsti pistill á lista er langur, reyndar svo langur að tæplega er hægt að tala um pistil, heldur grein. Hún fjallar um klassískt þrætuepli. Nefnilega hin verðtryggðu lán og vanda margra húsnæðiseigenda í kjölfar hruns. Höfundar greinarinnar eru tveir: Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.Ragnar Þór og Ásthildur Lóa, sem á reyndar tvo pistla á topp tíu lista.Þeim Ragnari Þór og Ásthildi Lóu er heitt í hamsi: „Það var ENGIN ástæða til þess að þúsundir hafi misst heimili sín heldur er það EINVÖRÐUNGU vegna þess að forgangsröðun íslenskra stjórnvalda var algjörlega kolröng.“ Hér er það ekki hófstillingin heldur Caps Lock og upphrópunarmerki. Ekkert minna dugar enda mikið undir. Þau beina orðum sínum til Steingríms J. Sigfússonar, greinina má jafnvel flokka sem opið bréf, nú forseta Alþingis en á árunum eftir hrun fjármálaráðherra. Þau telja einsýnt að hann hafi gengið erinda fjármálakerfisins en ekki almennings. Finnst hann ekki geta komist upp með það að yppa bara öxlum. Þau nefna dæmi máli sínu til stuðnings um vandann sem er víðtækur. „15 – 20.000 heimili!! Að minnsta kosti 45.000 einstaklingar!! Og okkar kjörnu fulltrúar láta eins og þeim komi það ekki við! Þessi fjöldi samsvarar því að Kópavogur hefði verið lagður í rúst og allt fólkið sem þar býr hafi þurft að finna sér nýtt húsnæði hjá Gömmunum á Heimavöllum.“ Víst er að margir tengja við það sem rakið er í greininni enda er hún númer fjögur á lista yfir þá viðhorfsgreinar sem vöktu mesta athygli á árinu.5.Skólarnir sem geymslustaðirVinnualkar eða fjölskyldufólk?Pistillinn sem er í fimmta sæti á Jóhann Skagfjörð Magnússon grunnskólakennari. Fljótt á litið kemur á óvart að hversu mikillar athygli hann naut; þar eru sett fram þekkt viðhorf sem snúa að samverustundum nemenda og foreldra. Jóhann, sem starfaði um hríð sem blaðamaður, veit að ekki er gott að nota spurningarmerki í fyrirsögn en það á við um fréttir. Ekkert að því þegar viðhorfspistill er annars vegar. Jóhann gerir sér mat úr grein framkvæmdastjóra atvinnulífsins þar sem kvartað er undan því að frídagar skólakrakka séu alltof margir og ekki í takti við atvinnulífið. Foreldrar eigi erfitt með að mæta þessu. Jóhanni þykir heldur súrt í broti sú meining sem hann les í orð framkvæmdastjórans, að skólarnir séu einhvers konar geymslustaður fyrir börn.Jóhann Skagfjörð grunnskólakennari var ekki sáttur við það viðhorf sem fram var sett að skólarnir væru í raun geymslustaðir fyrir blessuð börnin.Kennarinn bendir á staðreyndavillu í umræddri grein en segir svo rétt að frídagar barna séu fleiri en foreldra þeirra. En, spyr hvort ekki sé nærtækara þá að fjölga frídögum launþega? Hvort ekki sé rétt að hafa þá 35 eins og í Danmörku? En, framkvæmdastjórinn vill engar slíkar staðreyndir heldur velur það sem honum hentar best, að mati Jóhanns: „Við Íslendingar þurfum að ákveða hvaða leið við viljum fara. Viljum við festa okkur enn betur í sessi sem sú Norðurlandaþjóð sem vinnur mest eða viljum við einblína á það sem skiptir mestu máli, börnin okkar?“ Enn spyr Jóhann og veit hvaða svör hann hefur við spurningum sínum. „Ég veit hvaða leið ég vil fara.“6.Um öll börnin sem eru að týnast í netheimum(R)afskiptu börninÞegar litið er yfir þá pistla sem mestrar athygli eru pistlar sem fjalla um heilbrigðis- og menntakerfið áberandi. Í sjötta sæti er einn slíkur og hann skrifar Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur. Fyrirsögnin er snjöll, leikur með starfi og orð og ríma svona líka vel við umfjöllunarefnið. Víst er að margir foreldrar sem og aðrir hafa þungar áhyggjur af því að tölvurnar séu að spilla námsgetu barna sinna. Að þau hverfi inní rafræna veröld, týnist og séu því af- og rafskipt. „Hvað kemur þetta málinu við? Jú, nútíminn er að einhverju leyti að breytast í eina ofvaxna tilraun svipbrigðalausra andlita sem eru grafin ofan í snjalltæki,“ segir Linda Björk í pistli sínum. En, hún bendir jafnframt á að eitt verði að hafa í hreinu; netið er ekki óvinur okkar og tækni er, heilt yfir, sé af hinu góða.Víst er að margir hafa þungar áhyggjur af mikilli tölvunotkun ungmenna og vakti pistill Lindu Bjarkar mikla athygli.En, og það er alltaf þetta en… það breytir því þó ekki „að ef börn læra ekki að eiga í viðeigandi samskiptum í raunheimum munu þau ekkert frekar vita hvað er við hæfi í netheimum. Þar er til dæmis æði algengt að orðbragð sé notað sem enginn mundi grípa til stæði hann augliti til auglitis við aðra manneskju.“ Víst er að þessi orð Lindu Bjarkar eiga góðan hljómgrunn víða.7.Ljósmæður eru einungis konurKæra Katrín JakobsdóttirPistillinn, ef pistil skyldi kalla, sem situr í sjöunda sæti á lista, er stórsnjall. Hann er í flokknum opið bréf til, og hann „skrifa“ ljósmæðurnar Katrín Sif Sigurgeirsdóttir og Ella Björg Rögnvaldsdóttir. Skrifa er hér innan gæsalappa því pistillinn er í raun ein stór tilvitnun. Það hversu mikillar athygli þessi pistill naut bregður ljósi á árið 2018. Ljósmæðradeilan var þar fyrirferðarmikil og reyndi á stjórnarsamstarfið. Eða, þjappaði þeim í stjórninni ef til vill saman, fer eftir því hvernig á er litið. Áður hefur það verið rakið hvernig Kári Stefánsson hjá ÍE saumaði að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í eitruðum pistli og nú er röðin komin að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Ljósmæðradeilan var hitamál á árinu og pistill sem Katrín Sif og Ella Björk skrifuðu má heita snjall.Pistillinn/tilvitnunin á vitaskuld að leiða fram tvískinnung Katrínar, það hvernig valdið breytir viðhorfum. Vitnað er í þingræðu Katrínar Vg, fyrir tíu árum. Þar sem hún talar af miklum eldmóði um fyrsta verkfall íslenskra ljósmæðra frá upphafi og spilar óspart út kvenna-kortinu. Í ræðunni segir Katrín: „Ég spyr því í ljósi þess að ljósmæður eru einungis konur og augljóslega beittar mismunun í launum: Með hvaða hætti hyggst ríkisstjórnin efna þau loforð stjórnarsáttmálans þar sem skýrt er kveðið á um að endurmeta beri sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri hluta? Hvaða umboð hefur ríkisstjórnin veitt samninganefnd ríkisins um að leiðrétta kjör ljósmæðra? Hvers vegna gengur svo hægt og illa? Hvers vegna þarf fjöldi verðandi mæðra að skrifa opið bréf í dag og krefjast umbóta og hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja að ekki komi til 44% brottfalls úr stétt ljósmæðra í náinni framtíð? [Lófatak á þingpöllum.]“8.Hið sjóðheita forhúðarmálUmskurður drengjaViðhorfspistlarnir þeir sem vöktu helst athygli varpa verðmætu ljósi á hvað það var sem var þjóðinni ofarlega í huga á árinu sem er að líða. Og það gerir sá pistill sem situr í áttunda sæti svo sannarlega. Þar er komið inn á mál sem sannarlega var heitt, lagafrumvarp þingmannsins Silju Daggar Gunnarsdóttur ásamt 8 öðrum þingmönnum um bann við umskurði drengja vakti mikil viðbrögð.Þráinn Rósmundsson barnaskurðlæknir. Eitt af þeim hitamálum sem settu mark sitt á árið var frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og fleiri þingmanna þar sem lagt var til að bann verði lagt við umskurði á ungum drengjum.Þráinn Rósmundsson barnaskurðlæknir lyfti penna af því tilefni snemma árs og sagði þessa hugmynd ekki nýja af nálinni. Í pistli hans segir að árið 2013 hafi ungur maður haft samband við umboðsmann barna á Íslandi og krafist svara við því hvort forráðamaður barns gæti ákveðið, án samráðs við „þolanda, að láta fjarlægja heilbrigðan líkamshluta skjólstæðings síns eins og t.d. forhúðina. Í framhaldi af þessu hófst umræða og síðan samstarf milli umboðsmanna barna á Norðurlöndum. Hinn 30. sept. 2013 kom út sameiginleg yfirlýsing undirrituð af umboðsmönnum barna allra Norðurlanda ásamt leiðandi barnalæknum, barnaskurðlæknum og barnahjúkrunarfræðingum þessara landa,“ segir í upplýsandi og ágætum pistli Þráins. Hann rekur málið fræðilega og rekur það hvernig þetta gangi fyrir sig. Umskurður er ævaforn aðgerð og til heimildir um hana allt frá Forn-Egyptum. Þráinn fer yfir þetta sögulega og segir meðal annars: „Að lokum skal bent á að stór hluti umskurða í trúarlegum tilgangi er gerður án deyfingar eða svæfingar. Óþarft ætti að vera að taka fram að aðgerðin er ákaflega sársaukafull og allt tal um að börn nokkurra daga gömul finni ekki til er tómur uppspuni. Þær líflegu umræður sem lagafrumvarpið hefur vakið í fjölmiðlum og á netinu er til merkis um að landsmönnum er ekki sama hvernig farið er með ungbörn í landinu. Það að stór hluti læknastéttarinnar og annarra heilbrigðisstétta skrifar undir stuðningsyfirlýsingu við frumvarpið, jafnvel þó undirskriftasöfnunin sé einungis á fésbókinni, sýnir glögglega hug þessa fólks til málsins.“ Pistill Þráins var þungt lóð á vogarskálarnar í þessari erfiðu umræðu.9.Bankarnir sem kýli á samfélaginuSigur gegn Arion bankaÁsthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, getur ekki kvartað undan því að skrifum hennar hafi verið sýnt fálæti. Hún á pistil sem er í 4. sæti lista, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni og svo er hún ein á ferð í 9. sætinu með langa grein sem fjallar um sigur hennar og eiginmanns hennar í héraðsdómi gegn Arion banka. „Í dómnum var Arion banki dæmdur til að lækka kröfu sína á okkur um 19 milljónir eða nær því 1/3 af henni og greiða okkur 800 þúsund í málskostnað.“ Ásthildur Lóa segir þetta hafa verið sætan sigur en barátta hennar og manns hennar hafði þá staðið í tíu ár. Síðan fer hún vandlega yfir málin sem snúa að vanda þeirra sem snýr að þeim sem skulda verðtryggð húsnæðislán. Hún segir þetta aðeins áfangasigur, fyrir dyrum standi löng barátta því það „er gott að vera banki á Íslandi en verra að vera almenningur.“ Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna kemur víða við sögu í ítarlegri grein þar sem hún segist ekki ætla að ræða stjórnmálamennina sem gáfu bönkum veiðileyfi á almenning en biður lesendur um að styðja kröfuna um að gerð verði Rannsóknarskýrsla heimilanna. Og hún er harðorð: „Við sem þjóð, verðum að fá úr þessu skorið, svipta leyndinni af málum og fá þau upp á yfirborðið til að raunveruleg hreinsun geti átt sér stað. Við setjum ekki plástur á kýli. Við sprengjum þau og hreinsum, því fyrr fara þau ekki að gróa.“ Ljóst má vera að málflutningur Ásthildar Lóu höfðar til margra. 10.Afneitun skapar falska og eitraða hamingjuHorfnar minningarArnar Sveinn Geirsson knattspyrnukappi er í tíunda sæti á lista yfir þá viðhorfspistla sem mesta athygli vakti á árinu. Yfirskrift pistilsins er dramatísk og jafnvel ljóðræn – Horfnar minningar – og efni hans rís fyllilega undir því. Þar fjallar hann um dauða móður sinnar, segir mikilvægt að ýta ekki neikvæðum tilfinningum til hliðar og út fyrir falska jákvæðni. Og hann talar um, í áhrifaríkum pistli, mikilvægi þess að við ræðum dauðann. Arnar Sveinn. „Minning mín af mömmu í dag er að mestu leyti byggð á því sem ég hef heyrt um hana, frekar en það sem ég man sjálfur. Í fyrsta lagi var ég 11 ára þegar hún dó. Í öðru lagi ákvað ég að hugsa sem minnst um hana í örvæntingu minni til þess að líða betur í 15 ár. Þegar ég segi að ég hafi ákveðið að hugsa sem minnst um hana var það frekar að ég ætlaði að hugsa sem minnst um missinn. Ég ætlaði að hugsa sem minnst um söknuðinn. Með því bældi ég á sama tíma niður allt sem hétu minningar, hvort sem það voru góðar eða slæmar minningar. Ég fór ekki í kirkju nema algjörlega tilneyddur, þoldi ekki spítala og forðaðist þá, fór ekki í kirkjugarðinn, þóttist ekki muna eftir dánardegi mömmu og svona gæti ég haldið áfram. Hægt og rólega fór ég að gleyma,“ segir meðal annars í pistli Arnars Sveins. Hann segir frá því að honum hafi tekist að gleyma en það leiddi ekki af sér neitt jákvætt til lengri tíma. „Mér leið illa af því að ég ákvað að hleypa bara gleði og jákvæðni að. Sem breyttist í falska jákvæðni og gleði. Sem breyttist í falska hamingju. Mér leið illa af því að ég leyfði mér ekki að finna til. Mér leið illa af því að ég var ekki tilbúinn að taka á móti lífinu og öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Samviskubitið átti engan rétt á sér.“ Pistill Arnars er djúpur og vekur lesandann til umhugsunar; það fer vel á því að ljúka þessari yfirferð um pistla ársins á honum. Um leið og Vísir óskar landsmönnum öllum, og sérstaklega þó þeim sem deila hugsunum sínum með vel skrifum, gleðilegs nýs árs er vakin á því athygli að pistlaformið er klassískt og Vísir tekur góðum pistlum til birtingar fagnandi. Hér er ákjósanlegur vettvangur. Fréttir ársins 2018 Þungunarrof Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Segja má að með samfélagsmiðlum hafi myndast offramboð á skoðunum. Þar gengur dælan og hefði mátt ætla að eitthvað þyrfti undan að láta? Til að mynda að hefðbundnir viðhorfspistlar hyrfu af sjónarsviðinu í þessari ofgnótt óumbeðinna viðhorfa. En, það er öðru nær. Klassískir skoðanapistlar sem form halda sjó, þeir eru mikilvægt efni Vísis, aflvaki; vekja lesendur til umhugsunar og vekja athygli á mikilvægum málum. Vel fram settar skoðanir skipta öllu máli í lýðræðislegu samfélagi. Hér eru nefndir til sögunnar þeir tíu pistlar ársins 2018 sem nutu samkvæmt lestrarmælingum mestrar athygli. Ágætur barómeter á það hvað klukkan sló í hinu skoðanaríka samfélagi. Fljótt á litið er hið gamalkunna form „opið bréf“ einkennandi fyrir topp tíu listann. Þarna eru opin bréf til stjórnmálamannanna Ingu Sæland, Bjarna Benediktssonar og Katrínar Jakobsdóttur. En, við skulum kíkja í pakkann.1.Konur verða þungaðar á röngum tíma með röngum manniOpið bréf til Ingu SælandÁ toppi listans trónir pistill þar sem komið er inn á mikið hitamál sem setti mark sitt á árið. Nefnilega fóstureyðingar eða, jafnvel sú orðanotkun er sprengiefni því nú ber að tala um þungunarrof – orð sem ekki finnst í orðabókum. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, var hissa á fyrirhuguðu frumvarpi um að leyfa þungunarrof fram að 22. viku meðgöngu og gildi þá einu hvaða ástæður liggja að baki. Sigurlaug Benediktsdóttir, fæðingar og kvensjúkdómalæknir, skrifar og setur ofan í við formanninn. Læknirinn skrifar af festu en kurteisi; þannig öðlast orðin mátt, fremur en með gífuryrðum. Sigurlaug segist hafa heyrt nokkur viðtöl við Ingu, sem hún ávarpar formsins vegna í fyrstu persónu og segist hafa lesið grein eftir hana.Sigurlaug Benediktsdóttir læknir reynir að tjónka við Ingu Sæland en þær eru á öndverðum meiði í miklu hitamáli sem er þungunarrof og frumvarp þar um.„Ég ber virðingu fyrir að við höfum ólíkar skoðanir á þessu málefni. Ég vil samt biðja þig að hugleiða það hversu þungt þín gildishlöðnu orð vega í eyrum þessara kvenna. Orðin þín eru gjarnan notuð í fyrirsagnir í fjölmiðlum og vefmiðlum. Eitt er alveg á hreinu: konur munu um alla tíð verða þungaðar á röngum tíma, með röngum manni, í röngu ástandi, óviljandi, vegna þess að smokkurinn rifnaði eða þær köstuðu upp pillunni,“ segir meðal annars í pistlinum. Sigurlaug vill fara vel að Ingu, segir að hún sé hugrökk og fylgin sér, sterkur málsvari þjóðfélagshópa sem eru útundan í okkar samfélagi. En, það eru einmitt konurnar sem Sigurlaug segist vera að verja og Inga ætti að styðja: „Það eru konurnar sem af einhverjum ástæðum finna ekki leiðina til okkar í besta tímaglugganum í þunguninni, en geta heldur ekki undir nokkrum kringumstæðum séð fram úr því að sjá um barnið sem þær bera undir belti. Þær eru í algerri neyð. Einstaka kona í þessum hópi getur orðið sér út um 500 þúsund krónur og farið til London á einkarekna fóstureyðingarklinik og fengið sína fóstureyðingu, en lögin í Bretlandi leyfa meðgöngurof upp að 24 viku. Svona mismunun viljum við ekki á Íslandi. Við viljum hjálpa öllum konum í neyð, líka þeim sem eiga ekki 500 þúsund krónur.“ Málið er og var afar umdeilt og á athugasemdakerfinu skiptust lesendur ákaft á skoðunum, eins og vera ber.2.Æpandi hófstillingÞað er til fólkÍ öðru sæti á lista yfir mest lesnu viðhorfsgreinarnar er fastur pistlahöfundur Fréttablaðsins. Bergur Ebbi, skemmtikraftur, rithöfundur og lögfræðingur. Að þessi pistill hafi notið svo mikillar athygli kemur skemmtilega á óvart því hann fjallar um hófstillingu. Og er hófstilltur. Lágstemmdur og lýrískur. Að efni til slæst hann í látleysi sínu við ákefðina, háreisti, athyglissýki og háreisti og hraða sem einkenna nútímann. Kannski einmitt þessi togstreita við andstæðu sína sem gerir hann spennandi. Að pistill sem fjallar um fólk sem ekki krefst athygli skuli njóta svo mikillar athygli er undur í sjálfu sér - refhvörf.Bergur Ebbi ritaði hófstilltan pistil sem fjallar um hófstillingu og það að berast ekki á. Kannski er það til marks um óhjákvæmilegar mótsagnir lífsins að sá pistill naut mikillar athygli.Svo gripið sé niður í pistilinn sem fjallar um fólkið, þetta sæla hógværa sem erfa mun landið, samkvæmt hinni helgu bók: „Það er til fólk sem skilur kaldhæðni ágætlega en meinar samt oftast það sem það segir. Það er til fólk sem sér heimsku annarra en stillir sig um að afhjúpa hana. Það er til fólk sem tekur ekki myndir af öðru fólki og setur á netið án þess að spyrja það fyrst. Það er til fólk sem straujar föt sín af samviskusemi, til að varpa ekki misfellum inn í vitund samborgara sinna.“3.Kári vandar föðurlega um við BjarnaEina vitið – Opið bréf til Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherraNæstur á mælendaskrá, höfundur þriðja mest lesna pistils ársins, er ekki þekktur af því að draga af sér í opinberri umræðu. Ekki ófrægari maður en Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Líkt og í pistli Sigurlaugar fjallar pistill Kára um mikið hitamál sem jafnframt tengist heilbrigðiskerfinu. Nefnilega ljósmæðradeilunni, en kjarabarátta þeirra var áberandi á árinu sem er að líða. Kári talar bara við toppana og hann skrifar opið bréf til Bjarna fjármálaráðherra og stillir sér upp með ljósmæðrum. Hann talar góðlátlega, jafnvel föðurlega til Bjarna, stíll sem einmitt er eins og ískur í krítartöflu í eyrum þess sem fyrir verður. Kári rekur nokkrar staðreyndir, svo sem tölur um ungbarnadauða fyrr á tímum. Þegar hann er svo búinn að stilla Bjarna upp með þeim hætti herðir hann upp á skrúfstykkinu: „Bjarni, þú verður að gera þér grein fyrir því að þú vinnur ekki störukeppni við ljósmæður. Það eina sem hefur áunnist með tilraun þinni til þess er að hrekja stóran hóp þeirra í flugfreyjustörf og fleiri eru á leiðinni. Sú hætta er fyrir hendi að afleiðingin verði löskuð börn og aukinn ungbarnadauði. Ég veit fyrir víst að þú ert mér og öllum öðrum Íslendingum sammála um að slíkt sé óásættanlegt. Þess vegna ráðlegg ég þér að bjóða þeim betur, vegna þess að aðrar stéttir munu ekki nota þær sem fordæmi, til þess er framlag þeirra til velferðar í samfélagi okkar of sérstakt.“Hinn skoðanaríki Kári Stefánsson lét að sér kveða og komst næsta léttilega á topp tíu lista yfir þá sem vöktu mesta athygli með pistlaskrifum sínum.fbl/stefánEkkert vantaði uppá það að pistill Kára félli í góðan jarðveg og greinilegt að margir voru á því að þetta væru orð í tíma töluð.4.Caps Lock og upphrópunarmerki10 ára dómur Næsti pistill á lista er langur, reyndar svo langur að tæplega er hægt að tala um pistil, heldur grein. Hún fjallar um klassískt þrætuepli. Nefnilega hin verðtryggðu lán og vanda margra húsnæðiseigenda í kjölfar hruns. Höfundar greinarinnar eru tveir: Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna.Ragnar Þór og Ásthildur Lóa, sem á reyndar tvo pistla á topp tíu lista.Þeim Ragnari Þór og Ásthildi Lóu er heitt í hamsi: „Það var ENGIN ástæða til þess að þúsundir hafi misst heimili sín heldur er það EINVÖRÐUNGU vegna þess að forgangsröðun íslenskra stjórnvalda var algjörlega kolröng.“ Hér er það ekki hófstillingin heldur Caps Lock og upphrópunarmerki. Ekkert minna dugar enda mikið undir. Þau beina orðum sínum til Steingríms J. Sigfússonar, greinina má jafnvel flokka sem opið bréf, nú forseta Alþingis en á árunum eftir hrun fjármálaráðherra. Þau telja einsýnt að hann hafi gengið erinda fjármálakerfisins en ekki almennings. Finnst hann ekki geta komist upp með það að yppa bara öxlum. Þau nefna dæmi máli sínu til stuðnings um vandann sem er víðtækur. „15 – 20.000 heimili!! Að minnsta kosti 45.000 einstaklingar!! Og okkar kjörnu fulltrúar láta eins og þeim komi það ekki við! Þessi fjöldi samsvarar því að Kópavogur hefði verið lagður í rúst og allt fólkið sem þar býr hafi þurft að finna sér nýtt húsnæði hjá Gömmunum á Heimavöllum.“ Víst er að margir tengja við það sem rakið er í greininni enda er hún númer fjögur á lista yfir þá viðhorfsgreinar sem vöktu mesta athygli á árinu.5.Skólarnir sem geymslustaðirVinnualkar eða fjölskyldufólk?Pistillinn sem er í fimmta sæti á Jóhann Skagfjörð Magnússon grunnskólakennari. Fljótt á litið kemur á óvart að hversu mikillar athygli hann naut; þar eru sett fram þekkt viðhorf sem snúa að samverustundum nemenda og foreldra. Jóhann, sem starfaði um hríð sem blaðamaður, veit að ekki er gott að nota spurningarmerki í fyrirsögn en það á við um fréttir. Ekkert að því þegar viðhorfspistill er annars vegar. Jóhann gerir sér mat úr grein framkvæmdastjóra atvinnulífsins þar sem kvartað er undan því að frídagar skólakrakka séu alltof margir og ekki í takti við atvinnulífið. Foreldrar eigi erfitt með að mæta þessu. Jóhanni þykir heldur súrt í broti sú meining sem hann les í orð framkvæmdastjórans, að skólarnir séu einhvers konar geymslustaður fyrir börn.Jóhann Skagfjörð grunnskólakennari var ekki sáttur við það viðhorf sem fram var sett að skólarnir væru í raun geymslustaðir fyrir blessuð börnin.Kennarinn bendir á staðreyndavillu í umræddri grein en segir svo rétt að frídagar barna séu fleiri en foreldra þeirra. En, spyr hvort ekki sé nærtækara þá að fjölga frídögum launþega? Hvort ekki sé rétt að hafa þá 35 eins og í Danmörku? En, framkvæmdastjórinn vill engar slíkar staðreyndir heldur velur það sem honum hentar best, að mati Jóhanns: „Við Íslendingar þurfum að ákveða hvaða leið við viljum fara. Viljum við festa okkur enn betur í sessi sem sú Norðurlandaþjóð sem vinnur mest eða viljum við einblína á það sem skiptir mestu máli, börnin okkar?“ Enn spyr Jóhann og veit hvaða svör hann hefur við spurningum sínum. „Ég veit hvaða leið ég vil fara.“6.Um öll börnin sem eru að týnast í netheimum(R)afskiptu börninÞegar litið er yfir þá pistla sem mestrar athygli eru pistlar sem fjalla um heilbrigðis- og menntakerfið áberandi. Í sjötta sæti er einn slíkur og hann skrifar Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur. Fyrirsögnin er snjöll, leikur með starfi og orð og ríma svona líka vel við umfjöllunarefnið. Víst er að margir foreldrar sem og aðrir hafa þungar áhyggjur af því að tölvurnar séu að spilla námsgetu barna sinna. Að þau hverfi inní rafræna veröld, týnist og séu því af- og rafskipt. „Hvað kemur þetta málinu við? Jú, nútíminn er að einhverju leyti að breytast í eina ofvaxna tilraun svipbrigðalausra andlita sem eru grafin ofan í snjalltæki,“ segir Linda Björk í pistli sínum. En, hún bendir jafnframt á að eitt verði að hafa í hreinu; netið er ekki óvinur okkar og tækni er, heilt yfir, sé af hinu góða.Víst er að margir hafa þungar áhyggjur af mikilli tölvunotkun ungmenna og vakti pistill Lindu Bjarkar mikla athygli.En, og það er alltaf þetta en… það breytir því þó ekki „að ef börn læra ekki að eiga í viðeigandi samskiptum í raunheimum munu þau ekkert frekar vita hvað er við hæfi í netheimum. Þar er til dæmis æði algengt að orðbragð sé notað sem enginn mundi grípa til stæði hann augliti til auglitis við aðra manneskju.“ Víst er að þessi orð Lindu Bjarkar eiga góðan hljómgrunn víða.7.Ljósmæður eru einungis konurKæra Katrín JakobsdóttirPistillinn, ef pistil skyldi kalla, sem situr í sjöunda sæti á lista, er stórsnjall. Hann er í flokknum opið bréf til, og hann „skrifa“ ljósmæðurnar Katrín Sif Sigurgeirsdóttir og Ella Björg Rögnvaldsdóttir. Skrifa er hér innan gæsalappa því pistillinn er í raun ein stór tilvitnun. Það hversu mikillar athygli þessi pistill naut bregður ljósi á árið 2018. Ljósmæðradeilan var þar fyrirferðarmikil og reyndi á stjórnarsamstarfið. Eða, þjappaði þeim í stjórninni ef til vill saman, fer eftir því hvernig á er litið. Áður hefur það verið rakið hvernig Kári Stefánsson hjá ÍE saumaði að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra í eitruðum pistli og nú er röðin komin að Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.Ljósmæðradeilan var hitamál á árinu og pistill sem Katrín Sif og Ella Björk skrifuðu má heita snjall.Pistillinn/tilvitnunin á vitaskuld að leiða fram tvískinnung Katrínar, það hvernig valdið breytir viðhorfum. Vitnað er í þingræðu Katrínar Vg, fyrir tíu árum. Þar sem hún talar af miklum eldmóði um fyrsta verkfall íslenskra ljósmæðra frá upphafi og spilar óspart út kvenna-kortinu. Í ræðunni segir Katrín: „Ég spyr því í ljósi þess að ljósmæður eru einungis konur og augljóslega beittar mismunun í launum: Með hvaða hætti hyggst ríkisstjórnin efna þau loforð stjórnarsáttmálans þar sem skýrt er kveðið á um að endurmeta beri sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meiri hluta? Hvaða umboð hefur ríkisstjórnin veitt samninganefnd ríkisins um að leiðrétta kjör ljósmæðra? Hvers vegna gengur svo hægt og illa? Hvers vegna þarf fjöldi verðandi mæðra að skrifa opið bréf í dag og krefjast umbóta og hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja að ekki komi til 44% brottfalls úr stétt ljósmæðra í náinni framtíð? [Lófatak á þingpöllum.]“8.Hið sjóðheita forhúðarmálUmskurður drengjaViðhorfspistlarnir þeir sem vöktu helst athygli varpa verðmætu ljósi á hvað það var sem var þjóðinni ofarlega í huga á árinu sem er að líða. Og það gerir sá pistill sem situr í áttunda sæti svo sannarlega. Þar er komið inn á mál sem sannarlega var heitt, lagafrumvarp þingmannsins Silju Daggar Gunnarsdóttur ásamt 8 öðrum þingmönnum um bann við umskurði drengja vakti mikil viðbrögð.Þráinn Rósmundsson barnaskurðlæknir. Eitt af þeim hitamálum sem settu mark sitt á árið var frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur og fleiri þingmanna þar sem lagt var til að bann verði lagt við umskurði á ungum drengjum.Þráinn Rósmundsson barnaskurðlæknir lyfti penna af því tilefni snemma árs og sagði þessa hugmynd ekki nýja af nálinni. Í pistli hans segir að árið 2013 hafi ungur maður haft samband við umboðsmann barna á Íslandi og krafist svara við því hvort forráðamaður barns gæti ákveðið, án samráðs við „þolanda, að láta fjarlægja heilbrigðan líkamshluta skjólstæðings síns eins og t.d. forhúðina. Í framhaldi af þessu hófst umræða og síðan samstarf milli umboðsmanna barna á Norðurlöndum. Hinn 30. sept. 2013 kom út sameiginleg yfirlýsing undirrituð af umboðsmönnum barna allra Norðurlanda ásamt leiðandi barnalæknum, barnaskurðlæknum og barnahjúkrunarfræðingum þessara landa,“ segir í upplýsandi og ágætum pistli Þráins. Hann rekur málið fræðilega og rekur það hvernig þetta gangi fyrir sig. Umskurður er ævaforn aðgerð og til heimildir um hana allt frá Forn-Egyptum. Þráinn fer yfir þetta sögulega og segir meðal annars: „Að lokum skal bent á að stór hluti umskurða í trúarlegum tilgangi er gerður án deyfingar eða svæfingar. Óþarft ætti að vera að taka fram að aðgerðin er ákaflega sársaukafull og allt tal um að börn nokkurra daga gömul finni ekki til er tómur uppspuni. Þær líflegu umræður sem lagafrumvarpið hefur vakið í fjölmiðlum og á netinu er til merkis um að landsmönnum er ekki sama hvernig farið er með ungbörn í landinu. Það að stór hluti læknastéttarinnar og annarra heilbrigðisstétta skrifar undir stuðningsyfirlýsingu við frumvarpið, jafnvel þó undirskriftasöfnunin sé einungis á fésbókinni, sýnir glögglega hug þessa fólks til málsins.“ Pistill Þráins var þungt lóð á vogarskálarnar í þessari erfiðu umræðu.9.Bankarnir sem kýli á samfélaginuSigur gegn Arion bankaÁsthildur Lóa Þórsdóttir, kennari og formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, getur ekki kvartað undan því að skrifum hennar hafi verið sýnt fálæti. Hún á pistil sem er í 4. sæti lista, ásamt Ragnari Þór Ingólfssyni og svo er hún ein á ferð í 9. sætinu með langa grein sem fjallar um sigur hennar og eiginmanns hennar í héraðsdómi gegn Arion banka. „Í dómnum var Arion banki dæmdur til að lækka kröfu sína á okkur um 19 milljónir eða nær því 1/3 af henni og greiða okkur 800 þúsund í málskostnað.“ Ásthildur Lóa segir þetta hafa verið sætan sigur en barátta hennar og manns hennar hafði þá staðið í tíu ár. Síðan fer hún vandlega yfir málin sem snúa að vanda þeirra sem snýr að þeim sem skulda verðtryggð húsnæðislán. Hún segir þetta aðeins áfangasigur, fyrir dyrum standi löng barátta því það „er gott að vera banki á Íslandi en verra að vera almenningur.“ Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna kemur víða við sögu í ítarlegri grein þar sem hún segist ekki ætla að ræða stjórnmálamennina sem gáfu bönkum veiðileyfi á almenning en biður lesendur um að styðja kröfuna um að gerð verði Rannsóknarskýrsla heimilanna. Og hún er harðorð: „Við sem þjóð, verðum að fá úr þessu skorið, svipta leyndinni af málum og fá þau upp á yfirborðið til að raunveruleg hreinsun geti átt sér stað. Við setjum ekki plástur á kýli. Við sprengjum þau og hreinsum, því fyrr fara þau ekki að gróa.“ Ljóst má vera að málflutningur Ásthildar Lóu höfðar til margra. 10.Afneitun skapar falska og eitraða hamingjuHorfnar minningarArnar Sveinn Geirsson knattspyrnukappi er í tíunda sæti á lista yfir þá viðhorfspistla sem mesta athygli vakti á árinu. Yfirskrift pistilsins er dramatísk og jafnvel ljóðræn – Horfnar minningar – og efni hans rís fyllilega undir því. Þar fjallar hann um dauða móður sinnar, segir mikilvægt að ýta ekki neikvæðum tilfinningum til hliðar og út fyrir falska jákvæðni. Og hann talar um, í áhrifaríkum pistli, mikilvægi þess að við ræðum dauðann. Arnar Sveinn. „Minning mín af mömmu í dag er að mestu leyti byggð á því sem ég hef heyrt um hana, frekar en það sem ég man sjálfur. Í fyrsta lagi var ég 11 ára þegar hún dó. Í öðru lagi ákvað ég að hugsa sem minnst um hana í örvæntingu minni til þess að líða betur í 15 ár. Þegar ég segi að ég hafi ákveðið að hugsa sem minnst um hana var það frekar að ég ætlaði að hugsa sem minnst um missinn. Ég ætlaði að hugsa sem minnst um söknuðinn. Með því bældi ég á sama tíma niður allt sem hétu minningar, hvort sem það voru góðar eða slæmar minningar. Ég fór ekki í kirkju nema algjörlega tilneyddur, þoldi ekki spítala og forðaðist þá, fór ekki í kirkjugarðinn, þóttist ekki muna eftir dánardegi mömmu og svona gæti ég haldið áfram. Hægt og rólega fór ég að gleyma,“ segir meðal annars í pistli Arnars Sveins. Hann segir frá því að honum hafi tekist að gleyma en það leiddi ekki af sér neitt jákvætt til lengri tíma. „Mér leið illa af því að ég ákvað að hleypa bara gleði og jákvæðni að. Sem breyttist í falska jákvæðni og gleði. Sem breyttist í falska hamingju. Mér leið illa af því að ég leyfði mér ekki að finna til. Mér leið illa af því að ég var ekki tilbúinn að taka á móti lífinu og öllum þeim tilfinningum sem því fylgir. Samviskubitið átti engan rétt á sér.“ Pistill Arnars er djúpur og vekur lesandann til umhugsunar; það fer vel á því að ljúka þessari yfirferð um pistla ársins á honum. Um leið og Vísir óskar landsmönnum öllum, og sérstaklega þó þeim sem deila hugsunum sínum með vel skrifum, gleðilegs nýs árs er vakin á því athygli að pistlaformið er klassískt og Vísir tekur góðum pistlum til birtingar fagnandi. Hér er ákjósanlegur vettvangur.
Fréttir ársins 2018 Þungunarrof Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira