Hvað er jafnlaunavottun? Guðmundur Sigbergsson skrifar 10. desember 2018 10:16 Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um jafnlaunavottun en umfjöllunin hefur snúist í miklu meiri mæli um jafnlaunakerfin en ekki hina eiginlegu vottun. Vottun stjórnunarkerfa er jákvæð niðurstaða samræmismats, sem er aðferðarfræði við að staðfesta að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar staðalbundnar kröfur. Í samræmismati er leitast við að sýna fram á að tilgreindar kröfur staðla séu uppfylltar eða ekki í útfærslu atvinnurekenda á viðkomandi stjórnunarkerfi. Til framkvæmdar vottana eru gerðar mjög strangar kröfur en þeim er m.a. ætlað að tryggja samræmda framkvæmd og að vottanir séu ekki veittar nema að kröfur séu uppfylltar. Jafnlaunakerfi er stjórnunarkerfi og jafnlaunavottun er staðfesting á að jafnlaunakerfi uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar. Til vottunarstofa eru gerðar strangar kröfur sem lúta m.a. að óhæði, hlutleysi, trúnaði, upplýsingagjöf, ábyrgð, hæfni, viðbrögðum við kvörtunum og áhættumiðaðri nálgun aðgerða. Aðalmarkmið vottunar er að veita hagsmunaaðilum traust á því að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar kröfur viðkomandi stjórnunarkerfis. Gildi vottunarinnar er þannig byggt á trúverðugleika hennar sem grundvallast á hæfni, getu og óhæði þess sem vottunina veitir. Til þess að tryggja að vottunarstofur sem framkvæma samræmismat uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra afla þær sér faggildingar hjá til þess bærum opinberum aðila, t.d. faggildingarsviðs Einkaleyfastofu (ISAC). Faggilding er eins konar vottun fyrir vottunarstofur en faggilding staðfestir að vottunarstofa starfi í samræmi við kröfur ÍST EN ISO 17021-1:2015 Samræmismat – Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa. Faggilding er jafnframt alltaf afmörkuð við tiltekin svið. Fyrir jafnlaunakerfi er sérstök faggilding veitt í vottunum þeirra sem staðfestir að hæfni og sérþekking sé til staðar hjá vottunarstofu á jafnlaunakerfum. Sá sem veitir faggildinguna hefur svo reglubundið eftirlit með að framkvæmd vottunarstofunnar sé í samræmi við kröfur. Eins og staðan er í dag hefur engin vottunarstofa hlotið faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa. Hingað til hafa vottanir jafnlaunakerfa aðeins verið veittar á grundvelli undanþáguákvæðis í reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum, sem rennur úr gildi í lok árs 2019. Þær vottanir eru ekki faggiltar en grundvallast á því að viðkomandi aðilar sem veita vottun geti sýnt fram á faggildingu í vottunum annarra stjórnunarkerfisstaðla. Í þessu fyrirkomulagi felst að eftirlit með þeim aðilum er ekkert af hálfu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sem hefur enga aðkomu að framkvæmd þeirrra sem veita vottanir á jafnlaunakerfum í dag á grundvelli framangreindrar undanþágu. Þriðjudaginn 4. desember sl. tók gildi breyting á reglugerðinni. Í breytingunni felst að vottunarstofur sem lokið hafa ákveðnum skrefum í faggildingarferli hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu í vottunum jafnlaunakerfa teljast uppfylla hæfniskröfur. Breytingin er mjög jákvæð til framtíðar litið þar sem hún bæði greiðir götu nýrra vottunaraðila inn á markaðinn og tryggir aðkomu faggildingarsviðs að jafnlaunavottun. Það mun jafnframt einfalda faggildingarferlið hjá þeim vottunarstofum sem vilja afla sér faggildingar í vottunum jafnlaunakerfa. Vonandi leiðir breytingin líka til þess að fyrirtæki og stofnanir sjái mikilvægi þess að öðlast vottun frá aðila sem háður er opinberu eftirliti og sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa. Hins vegar stendur eftir sú spurning hvernig stjórnvöld ætla að tryggja að vottanir þeirra sem starfa á grundvelli undanþágunnar uppfylli kröfur sem gerðar eru til vottunarstofa. Lögfesting jafnlaunavottunar er einstök á heimsvísu en aldrei hefur stjórnunarkerfisstaðli verið beitt á þann hátt sem gert er í jafnlaunavottun. Mörg lönd líta til Íslands að þessu leyti, hvernig framkvæmd jafnlaunavottunar gengur þegar þau taka ákvörðun um hvort sambærilegum aðferðum verði beitt til að stuðla að launajafnrétti kvenna og karla. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil í að tryggja að vel takist til við framkvæmd jafnlaunavottunar og að markmiðinu að baki henni verði náð, þ.e. að tryggja að grundvallarmannréttindum, lagaskyldu og þjóðréttarskuldbindingum sé framfylgt og komið verði á launajafnrétti kvenna og karla. Til þess að árangur náist þarf framkvæmd vottana að vera í samræmi við kröfur og að faggildingarsvið hafi yfirsýn yfir málaflokkinn frá öllum hliðum.Höfundur er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Sigbergsson Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Síðustu misseri hefur mikið verið fjallað um jafnlaunavottun en umfjöllunin hefur snúist í miklu meiri mæli um jafnlaunakerfin en ekki hina eiginlegu vottun. Vottun stjórnunarkerfa er jákvæð niðurstaða samræmismats, sem er aðferðarfræði við að staðfesta að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar staðalbundnar kröfur. Í samræmismati er leitast við að sýna fram á að tilgreindar kröfur staðla séu uppfylltar eða ekki í útfærslu atvinnurekenda á viðkomandi stjórnunarkerfi. Til framkvæmdar vottana eru gerðar mjög strangar kröfur en þeim er m.a. ætlað að tryggja samræmda framkvæmd og að vottanir séu ekki veittar nema að kröfur séu uppfylltar. Jafnlaunakerfi er stjórnunarkerfi og jafnlaunavottun er staðfesting á að jafnlaunakerfi uppfylli kröfur staðalsins ÍST 85:2012 Jafnlaunakerfi – Kröfur og leiðbeiningar. Til vottunarstofa eru gerðar strangar kröfur sem lúta m.a. að óhæði, hlutleysi, trúnaði, upplýsingagjöf, ábyrgð, hæfni, viðbrögðum við kvörtunum og áhættumiðaðri nálgun aðgerða. Aðalmarkmið vottunar er að veita hagsmunaaðilum traust á því að stjórnunarkerfi uppfylli tilgreindar kröfur viðkomandi stjórnunarkerfis. Gildi vottunarinnar er þannig byggt á trúverðugleika hennar sem grundvallast á hæfni, getu og óhæði þess sem vottunina veitir. Til þess að tryggja að vottunarstofur sem framkvæma samræmismat uppfylli þær kröfur sem gerðar eru til þeirra afla þær sér faggildingar hjá til þess bærum opinberum aðila, t.d. faggildingarsviðs Einkaleyfastofu (ISAC). Faggilding er eins konar vottun fyrir vottunarstofur en faggilding staðfestir að vottunarstofa starfi í samræmi við kröfur ÍST EN ISO 17021-1:2015 Samræmismat – Kröfur til stofnana sem annast úttektir og vottun stjórnunarkerfa. Faggilding er jafnframt alltaf afmörkuð við tiltekin svið. Fyrir jafnlaunakerfi er sérstök faggilding veitt í vottunum þeirra sem staðfestir að hæfni og sérþekking sé til staðar hjá vottunarstofu á jafnlaunakerfum. Sá sem veitir faggildinguna hefur svo reglubundið eftirlit með að framkvæmd vottunarstofunnar sé í samræmi við kröfur. Eins og staðan er í dag hefur engin vottunarstofa hlotið faggildingu í vottunum jafnlaunakerfa. Hingað til hafa vottanir jafnlaunakerfa aðeins verið veittar á grundvelli undanþáguákvæðis í reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum, sem rennur úr gildi í lok árs 2019. Þær vottanir eru ekki faggiltar en grundvallast á því að viðkomandi aðilar sem veita vottun geti sýnt fram á faggildingu í vottunum annarra stjórnunarkerfisstaðla. Í þessu fyrirkomulagi felst að eftirlit með þeim aðilum er ekkert af hálfu faggildingarsviðs Einkaleyfastofu, sem hefur enga aðkomu að framkvæmd þeirrra sem veita vottanir á jafnlaunakerfum í dag á grundvelli framangreindrar undanþágu. Þriðjudaginn 4. desember sl. tók gildi breyting á reglugerðinni. Í breytingunni felst að vottunarstofur sem lokið hafa ákveðnum skrefum í faggildingarferli hjá faggildingarsviði Einkaleyfastofu í vottunum jafnlaunakerfa teljast uppfylla hæfniskröfur. Breytingin er mjög jákvæð til framtíðar litið þar sem hún bæði greiðir götu nýrra vottunaraðila inn á markaðinn og tryggir aðkomu faggildingarsviðs að jafnlaunavottun. Það mun jafnframt einfalda faggildingarferlið hjá þeim vottunarstofum sem vilja afla sér faggildingar í vottunum jafnlaunakerfa. Vonandi leiðir breytingin líka til þess að fyrirtæki og stofnanir sjái mikilvægi þess að öðlast vottun frá aðila sem háður er opinberu eftirliti og sem uppfyllir kröfur sem gerðar eru til faggiltra vottunarstofa. Hins vegar stendur eftir sú spurning hvernig stjórnvöld ætla að tryggja að vottanir þeirra sem starfa á grundvelli undanþágunnar uppfylli kröfur sem gerðar eru til vottunarstofa. Lögfesting jafnlaunavottunar er einstök á heimsvísu en aldrei hefur stjórnunarkerfisstaðli verið beitt á þann hátt sem gert er í jafnlaunavottun. Mörg lönd líta til Íslands að þessu leyti, hvernig framkvæmd jafnlaunavottunar gengur þegar þau taka ákvörðun um hvort sambærilegum aðferðum verði beitt til að stuðla að launajafnrétti kvenna og karla. Ábyrgð stjórnvalda er því mikil í að tryggja að vel takist til við framkvæmd jafnlaunavottunar og að markmiðinu að baki henni verði náð, þ.e. að tryggja að grundvallarmannréttindum, lagaskyldu og þjóðréttarskuldbindingum sé framfylgt og komið verði á launajafnrétti kvenna og karla. Til þess að árangur náist þarf framkvæmd vottana að vera í samræmi við kröfur og að faggildingarsvið hafi yfirsýn yfir málaflokkinn frá öllum hliðum.Höfundur er framkvæmdastjóri vottunarstofunnar iCert
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun